Réttur


Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 53

Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 53
KRISTJÁN J. JÓNSSON: SAGA Það kom enginn á umsömdum tíma frek- ar en vant var. Einn af öðrum tíndust menn að, heilsuðu dálítið tilgerðarlegir, settust í mjúkan hægindastól eða sófa og börðust við að fitja upp á umræðuefni en gekk illa. A bílastæðinu fyrir framan húsið stóðu bílarnir fjórir hlið við hlið og þögðu líka því að þeir höfðu heldur ekki neitt sérstakt að segja. Það var hrollkalt, regnýringur og nóvember. — Ekki skil ég hvernig það fólk fer að fyrir jólin sem á ekki frystikistur, sagði kona Jóns og stundi glaðlega. Það er aldeilis ótrú- legt hvað þær taka mikið. Það var helst að sjá að það hefði snuggað eilítið í konu Sigurðar við þetta enda var á allra vitorði að hún átti enga frystikistu. Þau höfðu ekki ennþá haft efni á að kaupa hana. — Geturðu sagt mér hvað ég græði á að eiga frystikistu? Þessi hnitmiðaða spurning hefur sjálfsagt á einn eða annan hátt komið konu Jóns í opna skjöldu því eina andartaksstund varð henni fátt um svör. Hún náði sér þó furðu fljótt og áttaði sig á aðstæðum. Oneitanlega hafði hún kastað hanskanum og nú var að standa sig. — Elsku vina. Það er svo margt, svo margt, sagði hún og hinar kinkuðu kolli. Maður getur keypt svo mikið meira inn í einu og við það sparast öll þessi miklu og erfiðu búðarhlaup og svo ef maður vill vera hagsýnn, getur maður keypt allt upp í hálfa skrokka sem er miklu ódýrara. Svo getur maður farið með þá út í búð og látið saga þetta og sneiða alla vega eftir því sem mað- ur vill. — Frystikista sparar konunni sporin og manninum innkaupin, sagði Karl eins og útí bláinn enda nýbúinn að borga fúlgu fyrir eina slíka kistu. —- Rafmagn, þær eyða rafmagni, sagði kona Sigurðar heiftúðug og virtist af ein- hverjum ástæðum ekki geta unnt frystikist- unum sannmælis. Sigurður leit aðvarandi til hennar en hún tók ekki eftir því. — Pétur, sagði Jón sem kom rétt í þessu innúr eldhúsinu frá því að blanda uppáhalds- kokkteilinn sinn, var að fá sér einn nýjan í gær. Hann hafði hugsað sig vel um á með- an hann var að blanda og fundist þessar fréttir einna líklegastar til þes sað vekja á- huga og umræður. Á eftir honum kom hús- hjálpin með glös á bakka og bar fyrir gestina. — Hvernig í djöflinum fer hann Pétur að þessu, sagði Gunnar undrandi. Það bara hlýmr að vera mikið uppúr þessum bransa að hafa. Allan tímann sem hann var að byggja húsin hefur hann endurnýjað inn- kaupabíl konunnar á tveggja ára fresti og sinn árlega. — Hann hefur kommisjón úti hjá þessum bílaframleiðanda sem hann er með umboð fyrir og telur hana auðvitað ekki alla fram. ■— Já, ég veit það allt saman, sagði Gunn- ar, en hvernig mixar hann þetta — svona andskoti stórar fúlgur? Það er spurningin. Jón leit í kringum sig, Gunnar beit á vör og var hugsi, Sigurður horfði spenntur á þá 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.