Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 60
henni. Vestur-þýski flotinn fór út, — líklega
í von um undanhaldssamninga. En breski
togaraflotinn lagði í þriðja þorskastríðið.
Þeim finnst fimm alda rán gefa „rétt” til rán-
yrkju áfram.
Enska og vestur-þýska stórveldið hafa
ekkert lært og engu gleymt — eftir fimm
alda rányrkju. Eitt sinn var Eystrasalt auðugt
af síld og fiski, — nú dautt. Fiskauðgi Norð-
ursjávar var fyrir tveim öldum undirstaða að
auðlegð Hollands og Englands. Nú er sú auð-
legð i „andarslitrum”. Islandsmiðin þótm eitt
sinn ótæmandi: Hvalnum fyrir vestfjörðum
var útrýmt eftir aldamót. Síldin fór sömu
leið síðar. Nú er þorskstofninn í hætm. En
ensku og þýsku auðfélögin í útgerðinni vilja
fá að ræna meðan nokkur branda er til. Og
í krafti tjóðurbandsins, „bræðrabandsins" í
Nato, skal svínbeygja íslenska ríkisstjórn til
„samninga" — eða beita valdi ella.
Auðlegð íslandsmiða er undirstaða góðrar
lífsafkomu Islendinga: Afköst hvers íslensks
sjómanns á þeim voru hin mestu í heimi, t.d.
125 smálestir fiskjar á mann á ári, þegar
vesmr-þjóðverjar voru næstir með 25 smá-
lestir (ca. 1950—1960). Olli því þrennt:
hörð sókn íslenskra sjómanna, háþróuð
framleiðslutækni og góð mið, — hið síðast-
nefnda undirstaðan.
Hin víðtækusm samtök hafa myndað þjóð-
fylkingu til verndar landhelginni og gegn
undansláttarsamningum: Alþýðusambandið,
Sjómannasambandið, Farmanna- og fiski-
mannasambandið, stjórnarandstöðuflokkarnir
o. fl. o. fl. — Það reynir brátt á þolrif þess-
ara samtaka, er stjórnarflokkarnir taka að
knýja fram vestur-þýska samninginn, — og
síðar ef svik verða undirbúin í stríðinu við
Breta sem fyrrum.
Það er vert að muna að það er samskonar
útgerðarauðvald undir forusm bresk-hol-
lenska auðhringsins Unilever, sem ræður að-
förinni að Islendingum nú sem fyrrum.
Það er ljóst að í landhelgismálinu stendur
þjóðin saman, landhelgisgæslan berst af
hörku í þriðja þorskastríðinu, — en ríkis-
stjórnin mun sitja á svikráðum sem fyrr.
24.11.
BRESK INNRÁS
Breski flotinn — Nato-„bandamaðurinn"
hefur nú ráðist á Island í þriðja sinn á 17
árum. Auðvitað er ríkisstjórnin eins og aum-
ingi og þorir ekki að grípa til þeirra ráðstaf-
ana, er dygðu. —
Hættulegri framtíðarhagsmunum þjóðar-
inna en breski innrásarherinn er Nato-for-
usta stjórnarflokkanna. Undirgefni hennar
undir Nato-veldin er svo takmarkalaus að
hún knýr í gegn þeim til þægðar hvern land-
ráðasamninginn á fætur öðrum, fyrst þann
þýska nú 28. nóvember þrátt fyrir eindregin
mótmæli stærstu samtaka þjóðarinnar og
voldugra funda. Hún einblínir í öllu þessu
á hagsmuni innflutningsverslunarinnar og
svífst einskis til að tryggja þá.
Takist ekki að hindra þessa ríkisstjórn
verslunarauðvaldsins í þeim landráðum að
láta erlend auðfélög eyðileggja fiskimiðin, þá
þarf alþýðan a.m.k. að sjá um að það verði
verslunarauðvaldið og flokkar þess, sem
borga brúsann, en verkalýðurinn hviki hvergi
frá þeim kröfum að rétta hlut sinn til fulls
á kostnað svikullar yfirstéttar landsins —
hvað sem það kostar.
UPPGJÖF — ,,SIGUR“!
Þýski uppgjafarsamningurinn var sam-
þykktur 28. nóv. á Alþingi með 42 atkv.
allra stjórnarþingmanna gegn 18 atkv.
stjórnarandstöðunnar.
Það er orðin augljós verkaskiptingin í því
268