Réttur


Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 9

Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 9
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Við viljum jafnrétti Kæru baráttusystur! Fyrsta fundarsamþykkt sem ég veit um að gerð hafi verið um að konur leggðu niður vinnu einn dag var gerð á ráð- stefnu rauðsokka og láglaunakvenna í Lindarbæ í vetur og önnur á Neskaup- stað í sumarbyrjun. Á stóru Loftleiðaráð- stefnunni í júní skeði undrið: Konur úr öllum stéttum og flokkum mynduðu hóp og báru fram tillögu um að allar konur á landinu tækju sér frí á degi Sameinuðu þjóðanna, kæmu saman og ræddu sín vandamál. Þær gerðu meira þessar kon- ur. Þær héldu hópinn, unnu að hugmynd- inni og höfðu samband við félög og ein- staklinga. Fyrsti fundur um framkvæmdir var haldinn í Hamragörðum í haust og annar í Norræna húsinu. Áhugi reyndist ótrúlegur. Alltaf þéttist hópurinn og hér erum við svona margar. Hvað veldur þessum mikla áhuga á deginum? Án efa það óréttlæti sem mætir konum á vinnumarkaði og vanmat á störfum þeirra yfirleitt. Ég tala hér sem verkakona og mín sjónarmið eru þessi: Lág laun kvenna og annarra láglauna- hópa tel ég stafa af því að síðustu tvo áratugi hefur samningagerð milli vinnu- veitenda og verkalýðshreyfingarinnar verið hagað þannig að raunverulega er samið um yfirvinnuna. Þó hefur keyrt um þverbak á seinni árum. Á borðinu liggur útreiknað af ríkisstofnun hvað venjuleg fjölskylda þarf til að lifa, hins vegar upp- lýsingar um svokallaðar rauntekjur. En svo er samið um kaup sem er fjórðungi eða 1/3 lægra en sannað er að þurfi til lífsviðurværis, sem sagt samið um þenn- an langa vinnudag sem gerir fólk óvirkt í stéttarfélögunum og félagslífi yfirleitt. 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.