Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 39
Italíu. En forustan er raunsæ, man eftir Chile, —
og veit að sú hætta vofir alltaf yfir að auðmanna-
stéttin og Nato grípi til ofbeldisverka: Þurrki út
þingræðið og lýðræðið, — sem þeir lofa hástöfum
meðan þeir geta notað það, — en hafa áður sýnt
sig I að eyðileggja, ef ekki er kosið að þeirra skapi.
Þessvegna hefur Berlinguer skorað á „kristilegu
demókratana" (DC) að gera við PCI „sögulegt
samkomulag": að þessir tveir stærstu flokkar
stjórni Italíu saman. DC hefur enn allmikið verka-
mannafylgi og auk þess er í flokknum vinstri arm-
ur, sem vill samstarf við PCI, af því þeir sjá að
stjórnleysi þlasir við, ef slíkt samstarf kemst ekki
á. Átökin innan DC eru oft svo hörð, að óvíst er
að flokkurinn héldist sem ein heild, ef forusta hans
gengi ekki til samstarfs við kommúnista eftir stór-
sigur þeirra í þingkosningum.
Italski kommúnistaflokkurinn fer sér því hægt.
Hann sér fram á sigur sinn og róttæka þróun með
vaxandi áhrifum alþýðu, ef hann aðeins getur
hindrað að fasisminn komist aftur á. Hann leggur
áherslu á að stjórna þeim stórþorgum og sjálf-
stæðu fylkjum Mið-ltalíu, sem hann nú ræður með
bandamönnum sínum, þannig að þjóðin sannfærist
um að eina leiðin út úr efnahagslegum ógöngum
og spillingu á Italíu sé að kommúnistarnir verði
voldugasti flokkur landsins, er megni að marka
heilbrigða og stórhuga stefnu ítalskri alþýðu í hag,
fyrst og fremst að útrýma atvinnuleysinu og stinga
á spillingarkýlunum.
Svo undarlegt er ástandið á Italiu, að einn
kommúnisti orðaði það svo: Fólkið er orðið þreytt
á upplausninni, óreiðunni, atvinnuleysinu, spilling-
unni, sem hægri flokkurinn (DC) veldur, — og kýs
því kommúnista til að koma á reglu I þjóðfélaginu.
FLOKKURINN
Kommúnistaflokkurinn er nú að taka i æ rikara
mæli hina stjórnmálalegu og siðferðilegu forustu
fyrir ítölsku þjóðinni. Valdaflokkur burgeisastéttar-
innar, DC, stendur eftir 30 ára völd úrræðalaus
frammi fyrir efnahagsvandanum og siðferðilega
247