Réttur


Réttur - 01.10.1975, Side 19

Réttur - 01.10.1975, Side 19
Nanna Ólafsdóttir Þóra Vigfúsdóttir anna að skerðast: Þóra Yigfúsdóttir ritar í 1. heftið 1946 minningargrein um Laufeyju Valdimarsdóttur (1890—1945) og kvæði um hana yrkir Ingibjörg Benediktsdóttir. A árinu 1947 verður nú hinsvegar sú mikla breyting á að Rannveig hættir ritstjórn eftir að hafa komið út 1. hefti 4. árgangs, fjölbreyttu að vanda. Hún hefur nú gifst Pétri Hallberg og fer með manni sínum til Svíþjóðar, en ritar samt nokkrar greinar í næstu árganga. Er nú skarð fyrir skildi, er þessi fagri fullhugi, sem veittist svo létt að fylkja um sig áhugakonum, hverfur á braut. Kemur nokkurt hik um stund á hina félag- ana, af 4. árganginum kom aðeins þetta eina hefti og 1948 kom Melkorka ekki út. En með árinu 1949 er aftur haldið af stað. Þær Nanna Olafsdóttir, Svava Þorleifs- dóttir og Þóra Vigfúsdóttir taka nú við rit- stjórn og 5. árgangurinn (1949) verður þrjú hefti, 108 síður alls, fjölbreytt að vanda, greinar, sögur, kvæði og þýðingar. Sami krafturinn heldur áfram í næsta árgangi (6. árg. 1950), þrjú h.efti, þar sem m.a. birtist saga eftir Drífu Thoroddsen (Viðar) og margar myndasíður og myndaopnur með myndum af konum í frelsisbaráttunni (m.a. af Rósu Luxemburg, Passionaríu o. fl.) og ennfremur myndir af listaverkum eftir kon- ur, um konur o. fl. o. fl. Af þessu og næstu heftum má ráða að Nanna ritar gjarnast greinar um hin innlendu barátmmál, en Þóra einbeitir sér að alþjóða- málunum. Enn bætast nýir kraftar í hópinn: Guðrún Friðgeirsdóttir í 1. hefti 6. árg. (1950) og næsta ár rita þrjár ungar stúlkur um æskulýðsmótið í Berlín: Margrét Tóm- asdóttir, Lára Helgadóttir og Sigurbjörg 227

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.