Réttur


Réttur - 01.10.1975, Síða 61

Réttur - 01.10.1975, Síða 61
Útifundurinn á Lækjartorgi 27. nóv að kúga íslendinga í fiskveiðideilunni: Það er sami auðhringurinn, Unilever, sem ræður ferðinni í báðum löndum, — á aðaldreifing- arkerfið í Bretlandi og helming þýska úthafs- flotans. Svo skiptast enska og þýska stjórnin á að semja við Islendinga — eða sýna hnef- ann. Seinast var það þýska stjórnin, sem setti löndunarbann á íslenska fiskinn og beitti neitunarrétti í EB gegn umsömdum tolla- lækkunum. Nú eru það Bretar, sem sýna hnefann. — Og það eru í Bretlandi — eins og oft áður fyrst og fremst bresku kommún- istarnir, sem standa með okkur — móti yfir- gangi bresks valds. Svo lítilþæg er íslensk yfirstét að hún kall- ar það „sigur", er hún hefur knúið uppgjöf- ina fyrir Unilever-valdinu þýska fram á Al- þingi. — Sömu orð hafði hún um svívirðing- arsamninginn 1961, uppgjöfina fyrir bresk- um yfirgangi. Það er ljóst að víðfeðmustu mótmæli fjöl- mennustu þjóðarsamtaka hafa álíka áhrif á þessa ríkisstjórn og að skvetta vatni á gæs. Hún skilur aðeins hörkuna. Hún óttast, þeg- ar sjómenn sigla öllum flotanum í höfn. Og hún skelfur er verkalýðurinn stöðvar allt at- vinnulíf. Það má alþýða landsins muna, þeg- ar átökin um lífskjörin hefjast fyrir alvöru. 269

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.