Réttur


Réttur - 01.10.1975, Qupperneq 37

Réttur - 01.10.1975, Qupperneq 37
dómarinn spurði að vanda: ,,Hafið þér nokkuð fleira að segja": ,,Þið munið koma Italíu á glötunar- barminn, en við kommúnistar munum bjarga henni". Eitt höfuðatriði i skilgreiningu og kenningu Gramsci viðvikjandi auðvaldsskipulagi Vestur- Evrópu var að yfirstéttin drottnaði eigi aðeins I krafti ríkisvalds síns og kúgunarmáttar, heldur framar öllu í krafti þess að hinar undirokuðu stéttir aðhylltust heimsskoðun hennar, sem yrði í augum almennings „heilbrigð skynsemi", fjöldinn gerði siðferði, erfð og lifshugmyndir yfirstéttarinnar að sínum. I landi eins og Rússlandi hafði yfirstéttin næstum einvörðungu byggt drottnun sína á vald- inu, en átti alls ekki hug bændaalþýðunnar og því síður verkalýðsins. Þvi var hægt að fella yfirstétt- ina með snarpri árás, er hreif af henni ríkisvaldið. Slíkt væri ekki hægt að endurtaka í Vestur-Evrópu. — Þar eystra hefði rikisvaldið verið allt, en mann- félagið utan þess frumstætt og veikt. En í Vestur- löndum væri hlutfallið milli ríkisvalds og mann- félagsins utan þess allt annað, svo að þótt það hrikti máski i yfirbyggingu ríkisvaldsins, þá reynd- ust tök yfirstéttarinnar á sjálfu mannfélaginu: stofn- unum þess og hugarheimi — nógu sterk til þess að standa af sér óveðrið. Því yrði verkalýðurinn fyrst að vinna bug á hinum borgaralega hugsun- arhætti sjálfs sín, hinn borgaralegi hugarheimur yrði að víkja fyrir hinum sósíaliska, — verkalýður- inn yrði að verða leiðtoginn, andlega og siðferði- lega, er ynni aðrar undirokaðar stéttir og hópa á sitt band gegn kapítalismanum. Flokkur verkalýðs- ins yrði að vera orðinn forustuaflið í mannfélaginu áður en verkalýðurinn fengi ríkisvaldið í sínar hendur og tæki að umbreyta sjálfu þjóðfélaginu I anda sósíalismans. TOGLIATTI OG LONGO TAKA VIÐ Gramsci var aðeins 35 ára, er hann var fangels- aður og 46 ára, er hann lést. Það gafst ekkert tæki- færi til þess að reyna hugmyndir hans um bar- dagaaðferðina á þeim timum. Strax 1922 um haustið komst fasisminn til valda á italíu og flokkurinn varð að búa við sífelldar ofsóknir og árásir uns bannaður var. Höfuðsamstarfsmaður Gramscis frá upphafi flokksstofnunarinnar var Palmiro Togliatti, fæddur 26. mars 18934> i Genua. Saman stofnuðu þeir og „l’Unita“E> 12. febrúar 1924, dagblað flokksins. Saman höfðu þeir staðið á flokksþinginu i janúar 1926, er þeir sigruðu einangrunarstefnuna. Það flokksþing var haldið i Lyon i Frakklandi. I æ rik- ara mæli varð nú flokkurinn að starfa á laun og að lokum alveg I banni laganna. Eftir fangelsun Gramscis tók Togliatti við forustunni, sem hann og hafði á hendi eftir að hann varð að fara úr landi eftir endurteknar fangelsanir og morðtilraunir við hann. Á þingi Komintern 1924 var Togliatti kos- inn I stjórn alþjóðasambandsins, 1926 var hann í Moskvu, en síðar víða um lönd, oft í Frakklandi og Sviss, þar sem hin leynilega stjórn flokksins hafði aðsetur sitt. 1935 og 1936 var hann mikið í Moskvu við undirbúning 6. heimsþingsins og framkvæmd samfylkingarinnar gegn fasismanum. Siðan var hann og á Spáni eftir að uppreisn fas- istanna hófst. Einn af bestu samstarfsmönnum Togliattis auk Longos, er síðar verður nánar getið, var Ruggero Grieco. Hann var fæddur 1893 í Foggio í Apulíu, fór kornungur, 16 ára, að berjast fyrir sósíalisma og varð með tímanum aðalforustumaður hinna blá- fátæku bænda og landbúnaðarverkamanna á Suð- ur-italíu. Hann fékk að kenna á fangelsum og út- legð eins og fleiri. Naut hann mikils trúnaðar fé- laganna, varð eigi aðeins forustumaður í miðstjórn italska flokksins heldur og kosinn I framkvæmda- nefnd Komintern 1928 (varamaður) og 1935 (aðal- maður). Grieco var I framkvæmdanefnd ítalska flokksins, er hann dó af hjartaslagi 16. júlí 1955, þegar hann var að halda ræðu yfir landbúnaðar- verkamönnum I Massa Lombarda á Suður-ltalíu. Italski kommúnistaflokkurinn skipulagði í stríðinu skæruhernað gegn fasistunum og eftir sigurinn yfir fasismanum tekur flokkurinn þátt í ríkisstjórn og mótun hinnar nýju Italíu, Togliatti er þá varafor- sætisráðherra. Eftir að Bandaríkjastjórn byrjar „kalda stríðið" kaupir hún og knýr það fram að kommúnistar séu látnir fara úr rikisstjórninni.°> 14. júlí 1948 er reynt að myrða Togliatti, fjórum skot- um hleypt á hann, en hann lifði það af. Gífurleg reiði greip alþýðuna á Ítalíu, — flokkurinn hafði 1946 1.770.896 meðlimi og 4.356.686 kjósendur, sem þá var 19% greiddra atkvæða, — sjálfkrafa allsherjarverkföll sögðu afturhaldinu að ítölsk al- þýða væri reiðubúin til að verja lýðræðið og frels- ið gegn nýjum fasisma, líka þótt að undirlagi amerísks auðvalds væri. Togliatti mótar hina víðfeðmu pólitik flokksins næstu áratugi, fyrst í vörn gegn kalda-stríðs sókn afturhaldsins, — og síðan í sókn — og þá einmitt samkvæmt hugmyndum Gramscis. 245
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.