Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 2
íslenska útgerðarmenn til tylgis við sig og reisn og stórhugur nýsköpunar
leysti lágkúru Coca-cola-stjórnarinnar af hólmi.
Island þarf að losna við þessa ríkisstjórn. Hún íþyngir alþýðu með dýrtíð
og launalækkunum, skerðingu réttarbóta og æ þyngri álögum, en hyglir
sínum vildarvinum með skattfríðindum og gengislækkunum og viðheldur
öllu þeirra óhófs- og eyðslu-bákni. Hún er undirgefnin sjálf við erlenda auð-
hringa, hvort þeir heita Alusuisse, Unilever eða annað, lætur þá ræna þjóð-
ina og auðlindir hennar, en að alþýðu snýr hún með blíðmælgi hræsninnar,
meðan hún lætur staðreyndir tala máli hörkunnar: 25—40% launaskerð-
ing.
Það þarf ríkisstjórn, sem þorir að stjórna íslandi sem einni efnahagslegri
heild, slíkt er skilyrði fyrir efnahagslegu sjálfstæði landsins og þarmeð
öruggri og góðri lífsafkomu almennings, — við stöndum andspænis þeirri
úlfahjörð auðhringa, sem hinn svokallaði ,,frjálsi markaður" Vesturlanda er
— og verðum að geta varið okkur. Það þarf ríkisstjórn, sem kennir gráð-
ugum auðhringum Natolanda virðingu fyrir lífi og rétti smáþjóðar og tillit
til framtíðarlífs í legi og á láði.
Nú — 25. nóv. — þegar ,,bandamenn“ vorir senda Nato-herskip gegn is-
landi, þá reynir á að setja því stórveldabandalagi úrslitakosti til að venja
það endanlega af yfirgangi sínum. Og það þora engin Nato-þý.
o
,,Réttur“ birtir að þessu sinni, auk ýmislegs annars efnis ekki síst í sam-
bandi við kvennahreyfinguna, línurit um þróun kaupgetu meðaltaxta Dags-
brúnar frá 1944 til '75, á bls. 242, er Hjalti Kristgeirsson hefur reiknað út og
Þorsteinn Óskarsson teiknað. Er fróðlegt að sjá þar öfugþróunina frá há-
punktinum í tíð vinstri stjórnarinnar. Jafnframt viljum við vísa til fyrri skrifa
um þróun þessa: I 2. og 3. hefti yfirstandandi árgangs bls. 90—94 og bls.
188, ennfremur ,,Þrjú myndrit" í árg. 1974 bls. 151 og áfram, svo og í árg.
1969 um kaupmátt tímakaups í 25 ár, bls. 70.
o*o
Á næsta ári, 1976, eru liðin 60 ár síðan ,,Réttur“ hóf göngu sína, en Þór-
ólfur í Baldursheimi dagsetti „formála" sinn að útgáfu ritsins 1. des. 1915
á Akureyri. Ennfremur eru liðin næsta haust 50 ár síðan marxistar tóku við
,,Rétti" og hafa stjórnað honum síðan. Tekjur „Réttar" eftir breytinguna
1967 hafa nægt til að greiða setningu, prentun og pappír, nema nú 1975.
Þá hefur hann safnað skuldum, af því áskriftarverð var of lágt. Verður að
hækka það verulega á næsta ári til þess að tryggja útkomu hans.
Það væri verðugt að minnast þessara tímamóta í sögu Réttar með því að
hefja verulega sókn í söfnun nýrra áskrifenda. Heitir „Réttur" á alla sósíal-
ista og aðra velunnara sína að duga honum nú vel.