Réttur


Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 25

Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 25
Þar var að finna frásögn um aðfarirnar í sjö fangabúðum eða húsum, sem pólitískir fangar voru pyntaðir í. I fangabúðunum „Tedjas Verdes" var m.a. beitt eftirfarandi pyntingaraðferðum: „Páfagauksrólan," það er: fangarnir eru hengdir upp á þverstöng og rafmagni hleypt á þá. Fangarnir eru píndir til að eta og drekka eigin saur og þvag. Rafmagnsstraum- ur er settur á alla þá staði líkamans, sem eitthvert op er á. Og þannig mætti lengi telja. I fangabúðum, er settar voru upp í Calle Londres 42, þar sem áður voru höfuðstöðvar sósialistaflokksins, voru pyntingarnar slíkar að vegna kvalaópanna, sem heyrðust til hús- anna í kring, var þessi þriggja hæða bygging kölluð „hús ógnanna". I Fuerte Borgano, sem er stöð sjóhersins í Talcahuano er m.a. beitt þeim pyntingum að stinga föngunum nöktum, fjötruðum á höndum og fótum, á höfuðið niður í stór föt, fyllt af saur og vatni, — einnig þeirri aðferð að binda fangann naktann aftan í jeppa-bíl og draga hann eftir æfingastöð sjó- liðanna allt að 100 metrum. Kvenföngum er nauðgað, bæði við yfirheyrslur og í fanga- klefunum. Mörg vitni báru að hafa séð sjó- liðana standa í biðröð við klefa kvenfang- anna til að komast að. í öllum þessum „búðum" voru fangarnir yfirleitt fjötraðir allan tímann, fengu yfirleitt ekkert eða örlítið að borða og lítið að drekka þá daga eða jafnvel vikur sem þeir voru þarna áður en þeir voru fluttir annað eða drepnir. Einkum voru fangarnir sveltir fyrstu dagana, sumstaðar fengu þeir einn brauðbita og súpu á dag, er á leið. Þessi skýrsla öll kemur út í Rómaborg um þessar mundir, en þýska vikuritið „Spiegel" Plakat er krefst frelsis fyrir Corvalan hefur þegar birt útdrátt úr henni, sem hér er stuðst við. IV. „Alþjóðanefnd til rannsóknar á glæpum herforingjastjórnarinnar í Chile" kom saman í Mexico 18.—21. febrúar 1975. Forseti Mexico, Luiz Echeverria Alvarez, opnaði ráð- stefnuna með ræðu. Nefndin hefur birt skýrslu sína og ávörp til umheimsins.3) Þar kemur m.a. fram að enn þá eru um 8000 pólitískir fangar í klónum á fasista- stjórninni og á hverjum mánuði hverfa um 60 af þeim. Nærri má geta hvers konar meðferð þessir menn sæta. Meðal þeirra eru margir stjórnmálaleið- 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.