Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 38
Berlinguer
Togliatti deyr 1964, en í „minnisblöðum"7) sínum,
sem flokkurinn leit á sem einskonar „erfðaskrá"
hans, leggur hann ráðin á um framtíðarstefnuna,
sjálfstæða og djarfa. Við dauða sinn er Togliatti,
einnig af afturhaldinu, metinn sem einn mesti
stjórnmálamaður italíu. 1968 hefur flokkur hans við
kosningarnar 8.557.404 atkvæði. Ljóst er orðið að
framrás hans verður ekki stöðvuð.
Það var Luigi Longo, hetjan úr spönsku borgara-
styrjöldinni, sem tók við sem aðalritari flokksins
við dauða Togliattis. Undir sameiginlegri forustu
þeirra eftir strið hafði flokknum tekist að skapa
sterka, vígreifa forustu í verkalýðssamtökunum og
vaxandi einingu milli hinna þriggja verkalýðssam-
banda, sem nú loks eru meir og meir að samein-
ast. Með góðu marxistísku uppeldi í flokknum,
hefur ekki aðeins tekist að ala upp gott mannval
til forustu í baráttunni jafnt á vinnustöðvum sem
í kosningum, heldur og tekist að tryggja að flokk-
urinn haldi sér, þegar hann nær vaxandi ítökum,
algerlega hreinum af þeirri megnu spillingu, sem
grafið hefur um sig i öllu stjórnkerfi Italíu og gert
stjórnarflokkinn, „kristilegu demókratana", svo
gerspilltan að óþef leggur af honum langt út fyrir
landið.
BERLINGUER
OG KOSNINGASIGURINN MIKLI
Á flokksþinginu 1970 tók Enrico Berlinguer við
af Longo sem aðalritari flokksins. Longo var þá
orðinn 70 ára“* og var kosinn formaður flokksins,
sem þar er fyrst og fremst heiðurssæti. Berlinguer
er nú 53 ára, fæddur á Sardiníu eins og Gramsci,
kominn af velefnuðu fólki og er hinn djarfasti í
sóknarstefnu sinni, en um leið gætinn og laus við
bráðlæti. Undir forustu hans vann flokkurinn mesta
sigur sinn 15. júní 1975 I bæjar- og sveitarstjórna-
kosningunum um allt fastland Italiu.
Kosningasigur Kommúnistaflokksins skaut vest-
rænu auðvaldi skelk i bringu. Flokkurinn fékk
33.4% allra atkvæða, en „kristilegu demókratarnir"
(DC) hrapa niður I 35.3%, sá flokkur er eitt sinn
hafði nær helming allra kjósenda á ítaliu. Bak við
kommúnistaflokkinn (PCÍ) standa nú 11.264.417
kjósendur á Italiu, þriðji hver kjósandi. Á norður-
Italíu óx flokkurinn úr 26.5% 1972 í 33.6%, en DC
hrapaði úr 39,3% I 35,5%. Á mið-ltalíu fer PCI
úr 34,4% 1972 i 39,5%, en DC fellur úr 33,7 i
30,8%. Og þar sem ítalski Sósíalistaflokkurinn.
sem í öllum þorra kjördæmanna vinnur með PCI
hefur 1975 fengið 12% atkvæða, þá hafa þeir
saman meirihluta i ýmsum tiltölulega sjálfstæðum
fylkjum Italíu og i flestum þýðingarmestu borgun-
um, sem nú hafa fengið kommúnista fyrir borgar-
stjóra, svo sem Milano, Torino, Florenz, Feneyjum,
Neapel og I Bologna hafa kommúnistar lengi
stjórnað með miklum ágætum.
Almennt er reiknað með að Róm falli næst í
hendur kommúnistum og bandamönnum þeirra. —
Og Nato-broddunum rennur þegar kalt vatn milli
skinns og hörunds við tilhugsunina um að næst
verði svo PCI stjórnarflokkur á Italíu, — ekki
vegna þess að Italía færi þá úr Nato, því PCI
hefur sagt að Italía gæti verið í Nato, þó þeir færu
í stjórn, en einmitt það líst auðvaldi Bandaríkjanna
ekki á. Það óttast að Nato verði þeim lítils virði,
ef slikum stjórnum færi að fjölga í Nato-Evrópu!
„SöGULEGA SAMKOMULAGIГ
En flokksforustan varast að láta sigrana stíga
sér til höfuðs. Hún gerir sér Ijóst að vel getur verið
að Kommúnistaflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn,
sem nú hafa samanlagt 45% kjósenda á Italíu á
bak við sig, nái meirihluta, t.d. 51% kjósenda, í
næstu þingkosningum og PCI verði stærsti flokkur
246