Réttur


Réttur - 01.10.1975, Síða 40

Réttur - 01.10.1975, Síða 40
spilltur eftir þrjátiu ára ofnautn við kjötkatlana. Kommúnistaflokkurinn hefur nú á að skipa upp undir tveim miljónum virkra, áhugasamra flokks- manna, sem samtímis vinna út á við í hinum ýmsu fjöldasamtökum og þroska sig fraeðilega í marx- ismanum. Flokkurinn er óhræddur við að taka að sér forustu á hinum ýmsu sviðum og i stofnunum hins borgaralega þjóðfélags, en hann gætir þess um leið að láta ekki fulltrúa sína spillast eða sýkj- ast af embættum eða völdum I borgaralegu þjóð- félagi. ,,Við höfum hreinar hendur" var eitt kjörorð hans I kosningunum — og bandarísku blaðamenn- irnir, — með Watergate á heilanum, — undirstrika í timaritsgreinum sínum hve satt þetta sé og á- hrifarikt. Baráttutæki flokksins til þess að kynna stefnu hans, berjast á móti hinum borgaralega hugsunar- hætti og útbreiða sósialismann, eru víðfeðm og voldug: Dagblað flokksins, l’Unita, — nú er 52. árgangur þess— er með stærstu og áhrifaríkustu blöðum Italiu. Það er i tvöfalt stærra broti en Þjóðviljinn og venjulega 20 siður daglega. Vikurit flokksins, Rinascita, — nú er 32. árgang- ur— er í Þjóðviljastærð, auglýsingalaust, venjulega 40 síður af fjölbreyttu efni. Útgáfufyrirtæki flokksins, Editori Riuniti, gefur út átta timarit, sem fjalla um ólík efni svo sem: hag- fræði, skólamál, alþjóðamál, sagnfræði, lýðræði, kvikmyndir, ennfremur „Donne e politica“ (Konan og stjórnmálin) og „Critica marxista”, sem fjallar um fræðikenningu marxismans, þróun hennar og stöðu. Flest koma þau út annan hvern mánuð, en þó sum mánaðarlega, en önnur þriðja hvern mánuð. 248

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.