Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 32
fram umræður um þessa sameiningu á 2.
heimsþingi Alþjóðásambands kommúnista
(„Komintern") í Moskvu 19- júlí til 7. ágúst
1920. Þar var Sylvia Pankhurst einn af full-
trúunum og ásamt Wtlliam Gallacher] var
hún aðalmálsvari „einangrunarstefnunnar",
sem sætti þar harðri en skilningsríkri gagn-
rýni, sérstaklega af hálfu Leníns.
Lenín hafði áður fengið bréf frá Sylviu,
þar sem hún bað hann um álit hans á þing-
starfi. Svaraði hann henni ýtarlega. Bréf hans
til hennar 28. ágúst 1919*' er sex prentaðar
síður að lengd. Sýnir hann þar að vanda
mikla stjórnvisku, virðir mikils hinn brenn-
andi áhuga og einlæga vilja „vinstri komm-
únistanna", en reynir eftir mætti að sann-
færa þá um nauðsyn þess að starfa í verka-
lýðsfélögum, taka þátt í kosningum og jafn-
vel vera sem heild í Verkamannaflokknum,
með fullum rétti til gagnrýni.
Bók Leníns „Vinstri róttækni. Barnasjúk-
dómar kommiínismans”, kom út í apríl 1920
og þar ræðir hann einmitt þessi vandamál.
Níundi kafli bókarinnar er einmitt um
„Vinstri kommúnismann í Bretlandi" og ræð-
ir hann þar mikið um Sylvíu Pankhurst og
William Gallacher og afstöðu þeirra.r,) Það,
sem Lenín segir þar, á enn brýnt erindi til
margra ungra, eldheitra sósíalista og ekki síð-
ur til ýmissa, sem eldri eru og telja sig reynd-
ari. Þar segir m.a. um hugsunarhátt þeirra
Gallachers og Sylvíu:
„Þessnm hugsunarhcetti ber mjög að fagna
og hann er mikils virði, við verðum að læra
að meta hann og hlynna að honum-, því ef
hann vantar, þá er vonlaust að gera ráð fyrir
sigri verklýðsbyltingar í Bretlandi eða hvaða
öðru landi sem vœri. Það verður að meta
og styðja á allan hátt menn, sem geta leitt
fram í dagsljósið þennan hugsunarhátt fjöld-
ans og eru færir um að vekja slíkan hugsun-
arhátt (sem oft blundar ómeðvitaður í leyn-
nm) hjá fjöldanum. En samtímis verðum við
að segja þeim opinskátt og af hreinskilni að
hugarástand EITT SAMAN er ófullnægjandi
til forustu í mikilli byltingarbaráttu og að
málstaður byltingarinnar getur auðveldlega
beðið tjcm af hinum og þessum mistökum,
sem fólk er helgar sig málstað byltingarinnar
er tilbúið að fremja eða hefur framið." (bls.
87).
Lenín vísar í sorgleik þýsku byltingarinn-
ar í janúar 1919 og fleira. Allt er þetta lær-
dómsríkt einnig fyrir sósíalista á Islandi þann
dag í dag, hvar í flokki eða samtökum sem
þeir telja sig.
Það, sem Lenín lagði höfuðáhersluna á í
þessum skrifum og viðræðum við „vinstri"-
kommúnistana, var að það væri hlutverk
„hvers þess kommúnista, sem ekki ætlar að-
eins að vera stéttvís, sannfærður og þekking-
arríkur útbreiðslumaður hugmynda, heldur
raunverulegur leiðtogi fjöldans í byltingu,"
að samtvinna „dýpstu hollustu við hugsjónir
kommúnismans og hæfni til í framkvæmd að
gera allar nauðsynlegar málamiðlanir, sigla
milli skers og báru, fara krákustigu, halda
undan o. s. frv"* til þess að knýja fram nauð-
synlega pólitíska þróun og láta fjöldann læra.
Lenín tókst að sannfæra William Gallach-
er um rétta bardagaaðferð og hann varð síðar
einn af tryggustu og bestu foringjum breskra
kommúnista. En Sylvía lét ekki sannfærast.
Hún var með í stofnun Kommúnistaflokks
Stóra-Bretlands, en hún byrjaði strax að
skipuleggja baráttu innan hans gegn því að
taka þátt í þingkosningum.
Breska ríkisstjórnin byrjaði strax ofsóknir
gegn hinum unga flokki, sem að vísu taldi
aðeins 2—3000 félaga og átti í miklum
erfiðleikum fjárhagslega, en var fullur áhuga
og baráttuvilja. Strax í október 1920 voru
ýmsir af forustumönnum flokksins fangels-
aðir og síðan dæmdir, mestmegnis fyrir skrif
240