Réttur


Réttur - 01.10.1975, Page 52

Réttur - 01.10.1975, Page 52
Dubcek við gröf bróður síns. yðar. Ég sendi þetta bréf eftir ýmsum leiðum og ég læt félaga Husák vita að ég hafi skrifað yður." DUBCEK SVARAR HUSAK 13. apríl sl. gerðist það að Olaf Palme, for- maður sænskra sósíaldemókrata, lýsti samúð sinni með afstöðu Dubceks í bréfi hans. — 16. apríl ógnaði svo Gustav Husák, formaður kommúnista- flokks Tékkóslóvakíu Alexander Dubcek með fang- elsi eða útlegð vegna bréfs hans, sem hér hafa verið birtir kaflar úr. Þessum árásum hefur nú Dubcek svarað í sumar með nýju bréfi til Husáks og kemst m.a. svo að orði: „Ég hef vaxið upp i byltingarhreyfingunni frá barnæsku. Þegar þér voruð borgaralegur málflutn- ingsmaður, hjálpaði fjölskylda mín við að koma á sósialisma i Sovétrikjunum. Á sama tíma og þér voruð í Úkraínu í opinberri sendinefnd hins fasist- iska slovakiska rikis starfaði fjölskylda min i leyni- hreyfingunni. Þegar þér voruð, að þvi að sagt er, að undirbúa þjóðaruppreisn Slóvaka (hér á Dubcek við uppreisn Slóvaka gegn Þjóðverjum 1944, aths. ritstj.), barðist fjölskylda mín í henni og bróðir minn lét þar lifið.“ Dubcek lætur sem sé engan bilbug á sér finna. Þess skal getið að Olaf Palme svaraði Husák full- um hálsi 19. apríl í ræðu. Það var þá að hann líkti honum við Thieu. SKÝRINGAR: I ,,Rétti“ 1968 var innrásin I Tékkóslóvakiu 21. ágúst rædd og skilgreind. Svipuð beiting ríkis- valds Sovétríkjanna, þ.e.a.s. leynilögreglu og dómstóla, fór fram gegn Kommúnistaflokki Sov- étríkjanna I málaferlunum 1936—38. -> Um Jósef Smrkovský sjá ,,Rétt“ 1974, bls. 26-28. :,1 Talið er að I fyrri heimsstyrjöldinni hafi 10 milj- ónir manpa verið drepnar, 20 miljónir gerðar ör- kumla og verðmæti að upphæð 338 miljarðar dollara verið eyðilögð. I heimsstyrjöldinni síðari er talið að 54 miljónir manna hafi verið drepnar, 90 miljónir manna særðar, 28 miljónir gerðar örkumla, en verðmætaeyðileggingin nemi 4000 miljörðum dollara. „Tækninni" hafði þá farið mikið framl! — En stríðsgróði þýsku einokunar- hringanna I síðara stríðinu nam 60—70 miljörð- um marka, en hinna bandarisku 123 miljörðum dollara. — Það skal ekki reynt að giska á arð- ránið og manndrápin I nýlendunum, aðeins minnt á sem eitt „litið" dæmi um „föðurlega umhyggju" nýlendudrottnanna, að þegar Leopold I. Belgíu- konungur lét skattheimtumenn sina krefja um háan nefskatt af íbúunum, þá lagði hann svo fyrir að höggva skyldi hægri hönd af öllum þeim bændum, er eigi gætu borgað og koma með hendurnar I körfum sem sönnun fyrir að rukkun hefði farið fram. Það þurfti ógrynni karfa undir hendurnar. Þetta var I Kongó. „Lærdómar af kreppunni" er samþykkt hinnar „nýskipuðu" miðstjórnar flokksins, gerð I des- ember 1970. Heitir á þýsku „Die Lehren aus der krisenhaften Entwicklung in Partei und Gesell- chaft nach dem XIII. Parteitag der KPT." (Með- al annars i „Informationsbulletin" nr. 3—4 1971. Vín). — Stefnuskrá Dubcek-miðstjórnarinnar frá 5. apríl 1968 er og að finna í sama „Inform- ationsbulletin, Beilage zu Nr. 23—24: Aktions- program der KPT." 5) Þetta bréf Dubceks í heild er að finna i „Listy" blaði tékkóslóvakíska andstöðuhópsins. Það fæst almennt á þýsku, en útgáfa á sænsku er til af bréfinu: heimilisfang: Box 12 021 750 12 Upp- sala 12. — Útgefandi „Listy" er Jiri Pelikan, heimilisfang: „Listy," Via Torre Argentina 21,00186 Roma, Italía. °) Aragon er einn af frægustu rithöfundum Frakka, kommúnisti, lengst af í miðstjórn flokksins. ') Hér á Smrkovský auðvitað við þann þjóðareigin- leik, kenndan við þann góða soldát Svæk, sem Tékkum er oft eignaður. 260

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.