Réttur


Réttur - 01.10.1975, Side 12

Réttur - 01.10.1975, Side 12
Veturinn 1945 neituðu islendingar amerískum auðdrottnum um voldugar herstöðvar fram til ársins 2035. Það var harka Sósialistaflokksins og sjálfstæðis- vitund þjóðarinnar, er þar réð úrslitum. Þessvegna getur ísland í dag losað sig við amerískar herstöðvar með hálfs annars árs fyrirvara. — Hefði verið gefist upp fyrir ásókninni 1945 svo sem vissir valdamenn vildu, væri ísland allt sem amerisk herstöð enn í 70 ár og spilling enn meiri en undirskriftasmánin 1974 segir til um. III. Nú er öxi nýlendukúgunar enn reidd hátt að hálsi þjóðar. Heyrst hefur að er- lendir auðhringir séu að reyna að fleka ríkisstjórn Islands inn í alþjóðlega auð- félagasamsteypu, er eignist mikla ís- lenska fossa til virkjunar fyrir erlendar verksmiðjur. Þau auðfélög, er flýja nú eða forðast þær fyrri nýlendur, er upp hafa risið og eru að verða frjálsar, líta nú girndaraugum gróðans til íslenskrar orku, hyggjast finna hér fégráðuga fjár- glæframenn og auðsveipar undirlægjur, er fórni framtíðargæðum þjóðarinnar fyrir augnabliksgróða. Samtimis krefjast rikisstjórnir Eng- lands og Vestur-Þýskalands þess að út- gerðarauðvald þeirra fái að ræna íslensk fiskimið áfram, af því það hafi rænt þau í fimm aldir og öðlast þannig ,,hefð“ ti! ráns. Og þær vitna í landráðasamninginn, er viðreisnarstjórnin gerði við þær 1961 um að stækka ekki ísienska fiskveiðilög- sögu úr 12 milum nema með þeirra sam- þykki eða Haagdómstólsins. Samtímis sýna skýrslur fiskifræðinga og rannsóknarráðs að yfir vofir hrun þorskstofnsins, ef ekki er tekið harðvít- uglega í taumana, en að með skynsam- legri, forsjálli stjórn sé hægt að stórauka stofninn síðar. En ef gefist er upp fyrir þessum Nato-veldum nú, vofir hrunið yfir. Hryndi sjávarútvegurinn sem höfuð- atvinnugrundvöllur Íslands, vofir eyðing lands yfir. Nato myndi lítt hirða um slíkt. Þeim herrum þætti betra hálfgert eyði- sker, hersetið vel, óþægir eyjarskeggjar eru aðeins til trafala. „Frjálsa verslunin“, sem amerisk yfir- völd knúðu fram með Marshallsamningn- um og íslenskt verslunarauðvald dýrkar sem skurðgoð, bakaði þjóðinni upp undir 40 miljarða króna viðskiptahalla 1974 og 1975. Erlendar skuldir vaxa þar með þannig að efnahagslegt sjálfstæði er í veði. Aldrei hefur það sannast betur hve óhjákvæmileg forsenda sjálfstæðis og afkomuöryggis heildarstjórn á þjóðarbú- skap íslendinga er. — En fyrir ríkisstjórn afturhaldsins er verslunarbraskið og und- irgefnin við Nato heilagar kýr. ,,Úrræði“ afturhaldsins við hruni í sjáv- arútvegi og viðskiptajöfnuði yrðu: gífur- leg stóriðja erlendra auðhringa í krafti islenskrar orku og stóraukin herseta, — m. ö. orðum: ísland sem ævarandi ný- lenda og herstöð erlends auðvalds. Það mun þurfa heilsteyptustu sam- stöðu allra samtaka og flokka íslenskrar alþýðu og róttækustu baráttu af þeirra hálfu, sem ísland hefur séð, til þess að hnekkja óstjórninni, tryggja efnahags- grundvöll sjálfstæðrar þjóðar og stór- bæta lífskjör alþýðu með myndun rót- tækrar rikisstjórnar. Þriðja örlagastund — hættustund — Islands á þessari öld er upp runnin. Tekst að afstýra ógæfunni sem fyrrum?

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.