Réttur


Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 20

Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 20
Guðlaugsdóttir. í þessum árgangi birtist og saga eftir Vilborgn Auðunsdóttur: „A vest- urleið. En í allri fjölbreytni Melkorku í næstu árgöngum á eftir birtast æ fleiri minn- ingárgreinar um þær forustukonur, er falla nú frá. Rannveig Kristjánsdóttir deyr 14. sept. 1952, aðeins 35 ára og síðan Katrín Pálsdóttir 26. des. 1952, 63 ára að aldri. Þeirra Ingibjargar Benediktsdóttur (1885— 1953), Theódóru Thoroddsen (dáin 1954), og Þuríðar Friðriksdóttur (dáin 1955), er minnst í næstu árgöngum sem og fl. kvenna. Tímaritið kemur nú reglulega í þrem heft- um á ári, alls 70—100 síður. Fjölbreytnin heldur áfram. Gott viðtal birtist við Sigríði Sœland í Hafnarfirði, er hún hefur verið ljós- móðir í 40 ár og í 2. hefti 1954 minnist Þóra sérstaklega 10 ára afmælisins og þar birtast afmæliskveðjur til Melkorku frá Þórunni Elfií Magnúsdóttur, Viktoríu Halldórsdóttur, Elísabetu Eiríksdóttur, Halldóru Guðmunds- dóttur og Onnu Sigurðardótmr. Enn bætast nýir ungir kraftar: Adda Bára Sigfúsdóttir og Alfheiður Kjartansdóttir. Og í 2. hefti 1955 (maí) kemur Jakobína Sigurð- ardóttir fram á þessu sviði með kvæðið: „Heimsókn gyðjunnar". 1957 birtast tvö kvæði eftir Maríu Bjamardóttur. En 1956 hafði brautryðjandans Brietar Bjarnhéðins- dótrnr verið rækilega minnst á aldarafmæli hennar 27. september. „Melkorka" kemur nú alveg reglulega út, 3 hefti á ári allt til 1962 að yfir lýkur. Alltaf bætast nýir höfundar við: Margrét Sigurðar- dóttir, Sólveig Einarsdóttir, Guðrún Guð- varðardóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Kristín Agústsdóttir, Valgerður Briem. Og á sviði skáldskaparins var fjölbreytnin mikil: — Jakobína, Halldóra B. Björnson, Sigríður frá Munaðarnesi og Líney Jóhannsdóttir, birta mörg kvæði og Oddný birtir 1961 leikrit í þrem þáttum „Vellygni Bjarni". En alveg sérstaklega skal geta meðal greinanna ýtar- legrar frásagnar Asu Ottesen um „Réttinda- baráttu íslenskra kvenna". Sagan af útgáfu „Melkorku" er einn þátt- ur í sögunni af áhuga, fórnfýsi og baráttu íslenskra sósíalista. Aldrei var eyrir greiddur fyrir skrif í blaðið. Þær Rannveig, Þóra og Nanna, — oft með hjálp Asu og fleiri, — pökkuðu tímaritinu inn til útsendingar lengst af. Eintakafjöldinn var í upphafi 2000, en komst upp í 3000, er best lét. Eftir að „kalda stríðið" hófst var unnið að því af kappi af ofstækisfullum afturhaldsmönnum að fá kon- ur til þess að segja tímaritinu upp. I einu upp- sagnarbréfi komst húsmóðir svo að orði að „vegna heimilisfriðarins verð ég að segja upp þessu ágæta blaði." „Upplagið" minnkaði, fór niður í 1 500 og að lokum varð að hætta útgáfunni. o*o En sú brautryðjendabaráttu, sem konur úr röðum sósíalista hófu með útgáfu „Nýju konunnar" og „Melkorku", er nú að komast á nýtt og hærra stig, verða voldug fjölda- hreyfing vinnándi kvenna, er krefjast fulls jafnréttis, eigi aðeins að lögum heldur og í reynd. Það eru ekki hvað síst „Rauðsokkarn- ir" sem eiga sinn þátt í þeirri vakningu. En þegar miklir atburðir gerast í frelsisbaráttu vinnandi kvenna eins og nú, þá er hollt að minnast þeirra, er brautina ruddu, þá erfið- ast var. SKÝRINGAR: Miðstjórn K.F.I. kaus allmargar nefndir, er starfa skyldu á hinum ýmsu sviðum, svo sem: Pólitíska nefndin (siðar framkvæmdanefndin), „faglega" 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.