Réttur


Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 18

Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 18
nema þegar móðir leggur barni sínu heilræði. I gegnum soninn hefur móðirin alltaf sagt til nafns sins, hvatt hann til dáða. En hin vaxandi samtök alþýðunnar í landinu veita konunni fyrirheit um fegurri dag og krefjast þess um leið af henni að hún skilji ábyrgð sína sem þjóðfélagsþegn og hlutgengur aðili í baráttu hinna vinnandi stétta." (Siðan er minnt á „móður- réttinn" forna, sagt ,,l upphafi tímans var vegur konunnar mikill" o. s. frv. Siðan segir): „Þessvegna kemur Melkorka til ykkar fyrsta maí og mælir „þvi hún fær ekki dulist lengur". Hún stendur „undir rauða merkinu, sem táknar lifandi blóð mannkynsins". Skáldið hefur séð hana og kveðið: „En i kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns og á morgun skín maísól það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einingarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtiðarlands." „Barátta konunnar gegn karlmanninum er ekki lengur til, heldur aðeins barátta hennar við hlið hans, fyrir réttlátara þjóðskipulagi. Á þann hátt öðlast hún fyrst frelsi og fullt jafnrétti." Það var breið fylking kvenna er stóð að hinu nýja tímariti, og efnið var hið fjölskrúð- ugasta. Þóra Vigfúsdóttir reit greinina „Ein- huga þjóð" um lýðveldisstofnunina, Katrín Thoroddsen læknir um „Aróður og ofnæmi", um þann ótta, er reynt væri að skapa hjá fólki við sósíalismann. Þarna voru fréttir frá verkakvennahreyfingunni, greinar eftir Her- dísi Jakobsdóttur, AÖalbjörgn SigurÖardóttur, Dýrleifu Arnadóttur, Svövu Þorleifsdóttur, Laufeyju Valdimarsdóttur; viðtal við Ingi- björgu Benediktsdóttur skáldkonu, er Rann- veig tók, o. s. frv. Eftir Oddnýju Guðmunds- dóttur birtist ástarsagan „Hulda og Hjálmar". — Alls var heftið 34 síður. Síðan kom 2. hefti í desember 1944 og nýir kraftar bættust í hópinn: Halldóra Guð- 226 mundsdóttir (viðtal), Svava Stefánsdóttir, María Þorsteinsdóttir, Asta Jósefsdóttir og svo skrifaði Ingibjörg Benediktsdóttir um „Melkorku" hið nýja leikrit Kristínar Sigftís- dóttur. Kvæði birtist þar eftir Fríðu Einars- dóttnr og fylgdu fleiri á eftir síðar. I 2. árgangi komu og tvö hefti og enn bættust nýir höfundar í hópinn: Katrín Páls- dóttir, Olöf Arnadóttir, Helga Rafnsdóttir, Petrína Jakobsson, Gnðrún Briem og Guðrún Jónasdóttir, er tók viðtal við Aslaugu Sig- urðardóttur, forstöðukonu barnaheimilisins í Suðurborg. Sjálf skrifar Rannveig í 1. heftið um „Konuna og nýsköpunina". I 2. hefti rita svo til viðbótar Nanna Olafsdóttir, Olafur Jóh. Sigurðsson, Valborg Bents, Rannveig Schmidt o. fl. — Þóra Vigfúsdóttir sér fyrir efninu um alþjóðamálin, ritar um þær Gerdu LinderoM þingmann á sænska þinginu, og Kirsten Hansleenf) fyrsta kvenráðherra Noregs. Með hverju hefti og hverjum árg., er við bætist kemur æ betur í ljós hvílíkir kraftar leysast nú úr læðingi og láta til sín taka um þá stefnu er þjóðin tók. Ritstjórinn ritar sjálf- ur mikið og alltaf sérstakar forustugreinar um (irlagaríkustu viðburði ársins. I 1. hefti 1946 (maí) ber grein Rannveigar fyrirsögn- ina „Um hvað er kosið?" og í desember- heftinu (60 síður) „Hryggilegar hliðstæður" — um Keflavíkursamninginn. Fjölbreytnin vex enn: Inga Þórarinson, Sonja Branting,H) Drífa Viðar, Anna Sigurðardóttir, Sigríður Björnsdóttir (frá Hesti) bætast í hópinn. Undirtónninn verður nú enn alvarlegri: „Var gleðin sönn?" heitir grein Onnu, er hún hugleiðir tveggja ára lýðveldi. Og Elísabet Eiríksdóttir birtir í 2. heftinu ágætt viðtal við Sigrúnu Jónsdóttur (Friðfinnss.) um „Kjör alþýðukvenna á Akureyri um aldamótin". En jafnframt tekur nú hópur brautryðjend- j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.