Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 13
Þegar Melkorka fékk málið
Frásagnir af sósíalistísku kvennablöðunum
og- tímaritunum „Nýju konunni”
og „Melkorku”
August Bebel lýkur hinni ágætu bók
sinni „Konan og sósíalisminn“, með
þessum orðum: „Framtiðin tilheyrir sósí-
alismanum, það þýðir fyrst og fremst
verkamanninum og konunni.“
I.
„NÝJA KONAN”
Árið 1932 færðist harka mikil í frelsis-
og stéttabaráttu verkamanna undir forusm
Kommúnistaflokks íslands (K.F.I.), lífsbar-
áttu alþýðu gegn atvinnuleysi og eymd auð-
valdsskipulagsins. Þá kvaddi og konan í al-
þýðustétt sér hljóðs, sú, sem ætíð fékk harð-
ast að kenna á þeim kröppu kjörum og rétt-
indaleysi, er auðvaldið þá áskapaði vinnandi
fólki.
Það var í desember 1932 að lítið tímarit
„Nýja konan" hóf göngu sína, flytjandi frá-
sagnir af lífi og baráttu verkakvenna og
kvenna af alþýðustétt. Útgefandi var Kvenna-
nefnd K.F.I.11 Ritstjóri var Hallfríður Jónas-
dóttir.
Hallfríður var fædd 8. október 1903 I Hraunsmúla
I Hnappadalssýslu. Foreldrar hennar voru Jónas
bóndi Gunnlaugsson, er andaðist er Friða var
tveggja ára, og kona hans Elín Árnadóttir. Árið
1919 flytst Fríða til Reykjavíkur með móður sinni og
stjúpa, Jóni Magnússyni, er búa síðan á Brekku-
stíg 14 B.
Hallfriður er 29 ára að aldri, er hún byrjar að
ritstýra „Nýju konunni". Hafði hún ung gengið í
Jafnaðarmannafélagið i Reykjavik og gerðist síðan
einn brautryðjandi kommúnistisku hreyfingarinnar:
stofnandi „Spörtu" 1926 og siðan Kommúnista-
flokksins 1930. Síðan verður hún og fulltrúi á
stofnþingi Sósíalistaflokksins 1938. Kom hún víða
við sögu í þeim róttæku kvennasamtökum, er stofn-
uð voru i Reykjavík, var einn af stofnendum
Mæðrafélagsins 1936 og í stjórn þess alla tíð.
Var hún varaformaður þess félags 1945—1953, en
þá var Katrín Pálsdóttir formaður þess, en er
hún andaðist tók Hallfríður við formennskunni og
stjórnaði því til dauðadags. Eitt af höfuðbaráttu-
málum þess félags var orlof húsmæðra og bar fé-
lagið mál það fram til sigurs, lögin um orlof hús-
221