Réttur


Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 15

Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 15
mæðra voru samþykkt 1960. Þá var Hallfríður og löngum fulltrúi í Mæðrastyrksnefnd og Barna- verndarnefnd. Þegar Mæðrafélagið og Verka- kvennafélagið Framsókn um langt árabil ráku sum- ardvalarheimilið Vorboðann i Rauðhólum stjórnuðu þær Hallfríður og Jóhanna Egilsdóttir, formaður Vkv.fél. Framsóknar, því heimili sameiginlega. Vann Hallfríður því á mörgum sviðum hið merkasta braut- ryðjendastarf, auk allrar vinnu sinnar fyrir flokk og verkalýðshreyfingu. Halifriður giftist Brynjólfi Bjarnasyni 1928. Hún lést 15. des. 1968.=) I fyrsta tölublaði „Nýju konunnar" ritar Gunnar Benediktsson grein undir fyrirsögn- inni„Verkakona", og birt er fræg mynd K 'álhe Kollwitz') „Móðir og barn". Ennfrem- ur getur þar að lesa frásögn Indiönn Gari- baldadóttur: „I pólitísku fangelsi 1932" og svo er „Jól öreigans, saga eftir verkakonu í Reykjavík", en undir nafn Katrínar Páls- dóttur. Og áhugamálefnin ná „út yfir poll- inn": „Evrópuför svertingjamóðurinnar Ada Wright’’ er einnig í þessu lirla tímaritsblaði. — Afgreiðslu tímaritsins annast Brynhildnr Magnúsdóttir, Laugavegi 67. Báðar voru þær í kvennanefnd K.F.I. A árinu 1933 koma svo út sex hefti, átta síður hvort og flytja ýmsar greinar, svo sem um „Akureyrarverkfallið", „Ögnirnar í Þýskalandi", mikið sagt frá baráttu verka- kvcnna víða um land, m.a. birt erindi, er Helga Rafnsdóttir flutti í Vestmannaeyjum, myndir eftir Káthe Kollwitz prýða flest heft- in og alþjóðamálin fá og sitt rúm: Birt er grein um Klörn Zetkin'): „Sönn byltingar- kona" eftir Pjatnizki^ svo og „Skoðanir Len- íns á ástalífinu" þýtt úr „Endurminningum Klöru Zetkin. Þriðji árgangur „Nýju konunnar' 'er fyrst í 8 síðna broti, en síðar 12 síður í heldur smærra broti og flytur hið margbreytilegasta efni úr lífi og baráttu verkafólks, fyrst og fremst verkakvenna á Islandi, — t.d. í 2. tbl. um „Sigur vaskastúlkna í Framsókn und- ir forustu samfylkingarliðsins" — sem og af harðnandi baráttu alþýðu við fasismann. I fimmta tölublaði, desember 1934, er sag- an „Einir skór", jólasaga úr lífi verkalýðsins eftir Katrínn Pálsdóttnr. Fjórði árgangur tímaritsins og hinn síðasti er enn hinn fjölbreyttasti, lætur að vísu lítið yfir sér, hvert hefti — og þau eru þrjú — eru aðeins kölluð tölublöð. En víðsýnið er mikið. Annað heftið, — júní—júlí 1935, — er fyrst og fremst helgað Alþjóðahyggjunni, baráttu verkakvenna út um allan heim, en í þriðja og síðasta heftinu, nóvember 1935, eru margar sögur og viðtöl. — Þá hefur Þóra Ingimarsdóttir tekið við afgreiðslunni, sem nú er staðsett hjá Verklýðsblaðinu á Vatns- stíg 3. A árinu 1936 kemur „Nýja konan" ekki 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.