Réttur


Réttur - 01.10.1975, Page 27

Réttur - 01.10.1975, Page 27
á sama máli að Grikkir hefðu þá stjórn, er þeim hæfði. Og þegar blóðhundar herforingjanna brut- ust til valda í Chile, þá skrifaði guðfræðingur í Morgunblaðið um það sem „sigur lýðrœð- isins” Það hefur verið stefna hins þýlynda ameríska afturhalds á Islandi: — að níða Sovétríkin og klifa sífellt á misgerðum valdamanna þeirra, en unna þeim aldrei sannmælis fyrir þau afrek, er Sovétríkin hafa unnið né viðurkenna hetjuskap og fórnir sov- étþjóðanna í baráttu þeirra við fasismann, — að verja hvern glæp Bandaríkjastjórnar eða þegja um þá, ef alveg óverjandi eru — að kappkosta að fá menn til að gleyma Vietnam og Watergate — að reyna að þegja í hel kúgun fasismans i þeim löndum, hvar hann drottnar í skjóli auðvalds eða hervalds Banda- ríkjanna. Það er ljóst hvert slík pólitík ís- lensks afturhalds stefnir. Um áratugi hefur nú verið alið á undir- gefninni undir amerískt forræði með þeim óhugnanlegu afleiðingum, er við blasa í und- irskriftasöfnuninni alræmdu. Það kemur þá óhjákvæmilega upp í huga manns hin forna ádeila Þorsteins Erlingssonar: Þrælslund aldrei þrýtur mann, þar er að taka á nógu." SKÝRINGAR: J) Frederico Garcia Lorca var fæddur 1899 og var því aðeins 37 ára, er fasistarnir drápu hann í Granada-borg á Spáni. Hann var fyrst settur í fangelsisklefa ásamt þjóni úr veitingahúsi, skóburstara, sem einnig vann að útbreiðslu Mundo Obrero, kommúnistablaðsins, og kenn- ara við háskólann í Madrid. Það var farið með þá alla út fyrir borgina og þeir látnir byrja að grafa grafir sínar, síðan skotnir hver af öðrum. Af hverju drepið þið mig á svo fagurri tungl- skinsnótt?" á skáldið að hafa sagt, er fasist- arnir skutu hann. Hann var grafinn djúpt, svo líkið ekki fyndist, og á næstu átta mánuðum, fram til febrúarloka 1937, voru yfir 3000 manns drepnir þarna í sandinum þar, sem Garcia Lorca beið bana. — Leikrit Lorcas ,,Hús Bernördu" var leikið hjá Leikfélagi Reykjavikur fyrir nokkr- um árum og „Blóðbrúðkaup" í Þjóðleikhúsinu. s) Þýska vikuritið ..Spiegel" birti 13. okt. 1975 út- drátt úr skýrslunni og getur þess að útgáfurétt- inn hafi Coines Editioni, en fulltrúi þess sé Eulama, S. A. Róm. :,) New Times" i Moskvu birtir höfuðatriði skýrsl- unnar í mars 1975 (13. tbl.). J) Grein eftir Luiz Corvalan, hinn hugrakka og vitra formann Kommúnistaflokksins, birtist 1963. Hún bar fyrirsögnina „Horfur á friðsam- legri alþýðubyltingu i Chile" og er á bls. 33— 39 í „Rétti" 46. árg. Sú von sem greinin fjallar um var að rætast 1972—3, en var svo kæfð í blóði. B) Sjá nánar um þetta I erlendri víðsjá i „Rétti" 1974, bls. 180 etc. 235

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.