Réttur


Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 22

Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 22
VIOLETTA PARRA var braut- ryðjandi hinnar ný-chilensku tónlistar. Hún túlkaði hvers- dagslíf alþýðunnar í list sinni. Kúbanska ritið „Música" seg- ir m.a. um hana: „Sem rit- höfundur hefur Violetta Parra greinilega sýnt, að Ijóð með þjóðfélagslegri ádeilu — bylt- ingarsöngurinn — getur staðið sem sjálfstætt listaverk. Það gerist þvi aðeins að um til- finningaríkan og gáfaðan höf- und sé að ræða, er áhuga og skilning hefur á velferð fólks- ins og á sjálfur hlutdeild í fjötrum þess og hamingjuleit. Violetta Parra eyddi 20 árum ævi sinnar í leit að þessu formi, lifði meðal fólksins, skynjaði líf þess, gleði og þjáningar. Þvi eru tónlist henn- ar og Ijóð orðin hluti af þjóð- menningu þess." Violetta batt endi á lif sitt rúmlega fimmtug að aldri, skömmu áður en Allende náði kosningu. JULIÁN Grimau var spánskur kommúnisti, fæddur 1913, og tekinn af lífi af böðlum Fran- cos 20. apríl 1963, þrátt fyrir gífurlega viðtæk mótmæli gegn dauðadómnum yfir hon- um. Violetta Parra yrkir þetta kvæði eftir það réttarmorð. (Sjá grein eftir konu hans, Angelu, I Rétti 1964, bls. 216 —20, þar sem og eru rakin æviatriði hans. Þar birtist og kvæði Jóns frá Pálmholti um Grimau: „Mitt ríki er af þess- um heimi" (bls. 221—229). VIOLETTA PARRA: Hvað mun hinn heilagi faðir segja? Sjáið, hvernig þeir tala um frelsi við okkur, hvernig þeir raunverulega halda því frá okkur. Sjáið, hvernig þeir hrópa um ró, þegar yfirvaldið pínir okkur. ,,Hvað segir hinn heilagi faðir sem býr í Róm, um að þeir séu að hálshöggva friðardúfuna hans." Sjáið, hvernig þeir tala um Paradís við okkur, þegar á okkur steypast kvalir eins og haglél. Sjáið, ákafann í setningunni, þess vitandi að þeir drápu sakleysið. ,,Hvað segir hinn heilagi faðir sem býr í Róm um að þeir séu að hálshöggva friðardúfuna hans." Sá sem boðar dauða eins og böðull, borðar þögull morgunverðinn sinn. Því vefja þeir reipi um hálsinn: Fimmta boðorðið hefur ekkert gildi! ,,Hvað segir hinn heilagi faðir sem býr í Róm, um að þeir séu að hálshöggva friðardúfuna hans." Herra saksóknari, því meira sem óréttlætið er, því meiri styrk hefur sál mín til að syngja. Fagurt hveitið, uppskorið af akrinum vökvað er blóði þínu, Julián Grimau. Erla Sigurðardóttir þýddi. 230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.