Réttur


Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 56

Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 56
þaðan er korters gangur. Við voru alltaf þremur kortérum of seinir og þá drógu þeir klukkutíma af kaupinu okkar. Svoleiðis byrj- aði þetta allt saman því að þetta er ekki rétt- látt — það þarf enginn að segja manni það. Enginn og ekki menn sem eru svo fínir að þeir þurfa ekki að vinna neitt. Þeir létu líka alltaf þá sömu fá alla nætur- og helgarvinnu og það fannst okkur hinum ekki sniðugt og jx;gar við fengum fyrsta vikukaupið kvört- uðum við og var sagt að halda kjafti og við kvörtuðum aftur og var aftur sagt að halda kjafti og þá sagði ég við strákana að við skyld- um eyðileggja einhver dýr tæki fyrir Jxdm og fara svo allir úr vinnunni. Það væri mátu- legt á séffana fyrir að stela af kaupinu okk- ar ofan á allt annað, sagði ég. — Djöfulsins skítseiði! Maðurinn kippti sér ekki upp við þetta ávarp Jóns. Hann sat ekki lengur hokinn á kollinum. Hann hafði rétt úr sér á meðan hann rifjaði upp óréttlætið sem hann hafði verið beittur. Ljóskastarinn yfir grammofón- inum skein hallt á toginleitt andlitið. Það var hans réttur sem um var að ræða og hann vissi það. — Jæja, svo þér finnst það. Mér finnst það ekki. Ég hef aldrei verið ríkur og langar ekki til þess, kæri mig ekki um það. Ég held að enginn verði ríkur nema hann sé þjófur, steli af kaupinu manns. Eg gerði það — ég setti sykur í olíuna á stærsta steypubílnum í Húsabyssunni. Vinirnir stóðu með kreppta hnefa. Það var j^eirra réttur sem um var að ræða og þeir vissu það. Þeir voru rjóðir og sveittir, allir nema Karl, fölur og titrandi með örlitla froðu í munnvikum. — Þú ert trúlega kommúnisti, sagði Gunn- ar og reyndi að vera háðskur. Þú ert kannski dópisti ha? Elestir kommar / eru dópistar / og hommar — ekki satt? Menn sem nenna ekki að vinna — vilja ekki verða ríkir — nenna ekki að koma sér áfram í lífinu — vilja bara lifa á okkur — lifa eins og sníkju- dýr á þeim sem hafa unnið sig upp með hörðum höndum. Þið kærið ykkur víst ekki um að verða ríkir sjálfir ha? Þið bara getið það ekki. Það er það. Og þú ert bara ræfill og djöfuls ræfill. — Þú mátt kalla mig hvað sem Jm vilt, sagði maðurinn og leit ögrandi á Gunnar. Ég er bara verkamaður en ég er farinn að skilja það betur og betur að þegar ég drep mig á vinnu verður engum arfi skipt því að hann er allur hér, fjárfesmr í þessu húsi og þessu ógeðslega drasli ykkar. Eg veit ekki hver ykkar býr hér — kannski þetta feita svín — mér er skít sama hvort eð er. Tvuuh. Hann hrækti út fyrir Morgunblaðsblettinn á gullbrúnt rýjateppið og það var þá sem J>að gerðist. Titringurinn í feitu andliti Karls jókst. Hendurnar kipptust til stjórnlitlar. Hann kastaði sér á manninn og læsti fingr- unum um kverkar hans. Þeir skullu á gólfið, Karl ofan á og herti að. Undarleg hryglu- hljóð heyrðust í manninum, þungar smnur frá Karli, svo heyrðist ekkert nema sogandi andardráttur Karls. — Hann er dauður, sagði Jón skelfingu lostinn. — Nei, sagði Karl með áreynslu og brölti á fæmr. Stattu upp, öskraði hann og spark- aði í manninn. Maðurinn hreyfði sig ekki. Þau horfðu hrædd á hann nokkra stund og vissu öll að hann stæði aldrei upp. Svo horfðust þau í augu. Svitinn perlaði á andliti Jóns. — Frystikistan, sagði hann lágt. Þau kinkuðu kolli. Kona Jóns fór fram í eldhús til að taka fram hakkavélina. Það var J^eirra réttur sem var í veði — og þau vissu það. Janúar 1974. 264
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.