Réttur


Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 42

Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 42
Amendola Ingrao G. C. Pajetta kommúnista, — leggur þvert á móti réttilega á- herslu á að sósíalistiskur flokkur hvers lands verði sjálfur að móta stefnu sína. En hvað er það þá í fari þess flokks, sem veldur því að marxistískir flokkar Evrópu mega margt af honum læra? Það er ekki aðeins það að hann er sterkasti kommúnistaflokkur Vestur-Evrópu og að honum hefur tekist að skapa hjá fylgjendum sínum, þriðj- ungi ítala, hrifningu af hugsjón og stefnu sósíal- ismans, sem minnir á fyrri daga, m.a. fyrstu ár rússnesku byltingarinnar. Honum er að takast að skapa þá afstöðu hjá al- þýðunni að þegar hún — líklega smátt og smátt — taki völdin, þá skuli hún kappkosta að verða það þroskuð og sjálfstæð að hún haldi þeim I eigin höndum, en láti ekki bara stjórna fyrir sig, í sínu nafni. Flokkurinn er að vinna bug á því ofstæki, sem valdið hefur hreyfingu sósíalismans ægitjóni og harmleikjum. Afstaða hans til annarra sósíalískra flokka byggist á umburðarlyndi, — og þar hefur hann oft sýnt afar mikilvæga festu í því að standa drengilega við hlið kommúnistaflokka, sem Komm- únistaflokkur Sovétríkjanna og fleiri vildu einangra. Flokknum hefur tekist að tengja saman í órofa heild tryggðina við sósíalismann og hæfileikana til að stjórna i raun t.d. stórborgum Italíu, þannig að andstæðingarnir neyðist til að viðurkenna yfir- burði flokksins á þvi sviði. Og hann er reiðubúinn, — þegar hann hefur brotið á bak aftur andlegt forræði auðmannastétt- arinnar á Italíu, komið yfirstéttinni í þá aðstöðu að hún fái ekki ráðið þjóðfélaginu lengur og geti ekki gripið til fasismans, — að skipuleggja það að alþýðan taki að stjórna ítalska rikinu, til að byrja með ásamt framsæknasta og raunsæjasta hluta borgarastéttarinnar, en því meir sem alþýðan sjálf vex að reynslu, þekkingu og sjálfstrausti, því meir taki hún að stjórna þjóðfélaginu öllu. Það er ástæða til þess að ætla og vona, að Kommúnistaflokki Italíu og ítalskri alþýðu auðnist að koma sósíalismanum á í landi sínu, án þess að glata því málfrelsi, skoðanafrelsi og öðrum frelsisréttindum, sem verkalýður Italíu og flestra annarra landa Vestur-Evrópu hefur áunnið sér, hrifsað með harðri baráttu úr greipum afturhalds- ins, og án þess að glata því þjóðfrelsi, sem ein- mitt ítölsk alþýða þarðist hvað best fyrir forðum undir forustu róttækra þjóðhetja eins og Garibaldi. Slíkur sigur myndi gefa sósíalismanum aftur mikið af þeim Ijóma hugsjónarinnar, sem skort hefur allvíða um skeið. E. O. 250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.