Réttur


Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 48

Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 48
yfir torfærur. Þegar búið er við sósíalískt vald og sósíalíska þróun, — einkum þegar menn hafa í huga núverandi aðstæður og taka til greina sögu verkalýðsstéttar okkar og sósíalískrar hreyfing- ar —, á það ekki að eiga sér stað að fá samþykki við stefnu flokksins og ákveða réttleika hennar i flokknum og þjóðfélaginu með valdbeitingu og einkum vopnaðri valdbeitingu. Það er algerlega óheimilt að fá þetta fram með því að kalla á ,,hjálp" að utan eins og fyrir kom I ágúst árið 1968". Dubcek leggur áherslu á, að það sé ekki verk- efni fyrir öryggissveitirnar að vera á annarri skoð- un um starfsaðferðir í stjórnmálum. En þrátt fyrir allmiklar þvinganir markar Dubcek afstöðu sína í samræmi við sjónarmið sín I árslok 1969. ,,Eins og ég hef sagt miðstjórn KT (Kommún- istaflokks Tékkóslóvakíu) vil ég að nýju láta í Ijós að stefnan sem miðstjórn KT og ríkisstjórn lýð- veldisins tók upp úr janúar (1968) fól I sér lausn á kreppuástandinu í flokknum og þjóðfélaginu. Þessi stefna var rökrétt afleiðing af kreppuástand- inu sem hófst upp úr 1950 og náði hámarki á sjöunda áratugnum. íhlutunin í ágúst leiddi af sér enn djúpstæðara kreppuástand og þar að auki varð eðlisbreyting á því. En lausnin á þessu nýja kreppuástandi finnst ekki i stefnunni sem mörkuð er i ,,Lærdómunum . . .", úrræðin eru skýrð i ályktun miðstjórnar KT frá því i nóvember 1968." Dubcek bætir því við að hann og margir aðrir félagar I flokknum hafi verið reknir úr honum haustið 1969 eingöngu vegna þess að þeir hafi staðfastlega stutt ályktun miðstjórnarfundarins I nóvember 1968 og hafnað að breyta grundvallar- reglunum sem voru undirstaða stefnu flokksins upp úr janúar 1968 og taka upp aðra stefnu. Það eru tvær ósættanlegar stefnur varðandi fram- kvæmdina á stefnumálum flokksins segir Dubcek: önnur er stefnan, sem mörkuð var í apríl 1968 og hin í april 1969. Sú seinni hafi sigrað en efinn um hana og andstaðan við hana hafi stafað af því að sigur hennar var ekki tryggður með stjórnmála- legum starfsaðferðum, eins og núverandi leiðtogar halda fram, heldur með valdboði og nauðung. Þá heldur Dubcek áfram orðrétt: ,,Ég verð að leggja áherslu á það hér að stefnan var mörkuð með öðrum hætti í janúar (1968). Sú stefna -óx upp úr deilum og hugmyndum og var reist á raunverulegum stjórnmálaumræðum og -að- ferðum; þessi barátta stóð allt frá aðalfundum (miðstjórnar KT) í október 1967 og janúar 1968 til aðalfundarins um framkvæmdaáætlunina og að- alfundarins í maí. Auðvitað vannst enginn tími til að móta öll smáatriði á svona stuttu tímabili. Þetta fór allt fram fyrir augum allra flokksmanna og þjóð- arinnar í heild og með virkri þátttöku þeirra. Leið- togar flokksins og ríkisins vörðu þessa stefnu, vegna þess að þeir litu á hana sem sitt eigið af- kvæmi." „Undirstaða hreyfingarinnar í janúar og stefn- unnar sem flokksstjórnin markaði þá, voru og eru alvarlegar andstæður milli þróunar framleiðslutækj- anna annars vegar og hins stjórnmálalega valda- kerfis hins vegar. Höfuðatriðið er að nýta á full- komnari hátt þá kosti, sem sósíalisminn veitir þjóð- félagi okkar til að losa sósíalismann, með tilliti til framangreindra andstæðna, við úrelt sjónarmið, af- skræmingu og einhliða fræðilega og verklega fram- kvæmd á lærdómum marx-lenínismans, sem eru notaðir að vild til að réttlæta núverandi stefnu þannig að vakin sé athygli á sumum hliðum þeirra en dregin fjöður yfir aðrar. Stefnan sem flokkurinn og ríkisstjórnin tók upp í janúar (1968) var ekki endurskoðun á grundvall- aratriðum marxismans, en á þann hátt er hún nú kynnt bæði í flokknum heima og hinni alþjóðlegu kommúnista- og verkalýðshreyfingu. I henni var lögð áhersla á þau atriði marx-lenínismans sem dregin hafði verið fjöður yfir og hún hóf að gera hið stjórnmálalega valdakerfi lýðræðislegra. Þetta átti að verða undirstaða undir brautina til lokatak- marks sósíalískrar þróunar þjóðfélags okkar. Þjóð- félag okkar hafði og hefur öll skilyrði til þessarar þróunar." Dubsek neitar þess vegna ótvírætt og stuttlega, — „því að það er niðurlægjandi að svara þessu yfirleitt" —, fullyrðingum um að tímabilið upp úr janúar 1968 hafi verið „afturhvarf til auðvalds- stefnunnar". í rauninni hafi verið um að ræða efnahagslegar umbætur, sem hafi lengi verið und- irbúnar og kynntar með hægð, en átti nú loksins að hrinda í framkvæmd. Þessar endurbætur hefðu veitt fyrirtækjum, samvinnuhópum og einstaklingum aukna efnalega hvatningu til þátttöku í þróun efna- hagskerfis þjóðarinnar og ýtt undir frumkvæði framleiðendanna. Með endurbótunum átti ekki að afnema áætlunarkerfið, einsog haldið væri fram nú, heldur að leysa framtak fyrirtækja og framleið- 256
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.