Réttur


Réttur - 01.10.1975, Síða 48

Réttur - 01.10.1975, Síða 48
yfir torfærur. Þegar búið er við sósíalískt vald og sósíalíska þróun, — einkum þegar menn hafa í huga núverandi aðstæður og taka til greina sögu verkalýðsstéttar okkar og sósíalískrar hreyfing- ar —, á það ekki að eiga sér stað að fá samþykki við stefnu flokksins og ákveða réttleika hennar i flokknum og þjóðfélaginu með valdbeitingu og einkum vopnaðri valdbeitingu. Það er algerlega óheimilt að fá þetta fram með því að kalla á ,,hjálp" að utan eins og fyrir kom I ágúst árið 1968". Dubcek leggur áherslu á, að það sé ekki verk- efni fyrir öryggissveitirnar að vera á annarri skoð- un um starfsaðferðir í stjórnmálum. En þrátt fyrir allmiklar þvinganir markar Dubcek afstöðu sína í samræmi við sjónarmið sín I árslok 1969. ,,Eins og ég hef sagt miðstjórn KT (Kommún- istaflokks Tékkóslóvakíu) vil ég að nýju láta í Ijós að stefnan sem miðstjórn KT og ríkisstjórn lýð- veldisins tók upp úr janúar (1968) fól I sér lausn á kreppuástandinu í flokknum og þjóðfélaginu. Þessi stefna var rökrétt afleiðing af kreppuástand- inu sem hófst upp úr 1950 og náði hámarki á sjöunda áratugnum. íhlutunin í ágúst leiddi af sér enn djúpstæðara kreppuástand og þar að auki varð eðlisbreyting á því. En lausnin á þessu nýja kreppuástandi finnst ekki i stefnunni sem mörkuð er i ,,Lærdómunum . . .", úrræðin eru skýrð i ályktun miðstjórnar KT frá því i nóvember 1968." Dubcek bætir því við að hann og margir aðrir félagar I flokknum hafi verið reknir úr honum haustið 1969 eingöngu vegna þess að þeir hafi staðfastlega stutt ályktun miðstjórnarfundarins I nóvember 1968 og hafnað að breyta grundvallar- reglunum sem voru undirstaða stefnu flokksins upp úr janúar 1968 og taka upp aðra stefnu. Það eru tvær ósættanlegar stefnur varðandi fram- kvæmdina á stefnumálum flokksins segir Dubcek: önnur er stefnan, sem mörkuð var í apríl 1968 og hin í april 1969. Sú seinni hafi sigrað en efinn um hana og andstaðan við hana hafi stafað af því að sigur hennar var ekki tryggður með stjórnmála- legum starfsaðferðum, eins og núverandi leiðtogar halda fram, heldur með valdboði og nauðung. Þá heldur Dubcek áfram orðrétt: ,,Ég verð að leggja áherslu á það hér að stefnan var mörkuð með öðrum hætti í janúar (1968). Sú stefna -óx upp úr deilum og hugmyndum og var reist á raunverulegum stjórnmálaumræðum og -að- ferðum; þessi barátta stóð allt frá aðalfundum (miðstjórnar KT) í október 1967 og janúar 1968 til aðalfundarins um framkvæmdaáætlunina og að- alfundarins í maí. Auðvitað vannst enginn tími til að móta öll smáatriði á svona stuttu tímabili. Þetta fór allt fram fyrir augum allra flokksmanna og þjóð- arinnar í heild og með virkri þátttöku þeirra. Leið- togar flokksins og ríkisins vörðu þessa stefnu, vegna þess að þeir litu á hana sem sitt eigið af- kvæmi." „Undirstaða hreyfingarinnar í janúar og stefn- unnar sem flokksstjórnin markaði þá, voru og eru alvarlegar andstæður milli þróunar framleiðslutækj- anna annars vegar og hins stjórnmálalega valda- kerfis hins vegar. Höfuðatriðið er að nýta á full- komnari hátt þá kosti, sem sósíalisminn veitir þjóð- félagi okkar til að losa sósíalismann, með tilliti til framangreindra andstæðna, við úrelt sjónarmið, af- skræmingu og einhliða fræðilega og verklega fram- kvæmd á lærdómum marx-lenínismans, sem eru notaðir að vild til að réttlæta núverandi stefnu þannig að vakin sé athygli á sumum hliðum þeirra en dregin fjöður yfir aðrar. Stefnan sem flokkurinn og ríkisstjórnin tók upp í janúar (1968) var ekki endurskoðun á grundvall- aratriðum marxismans, en á þann hátt er hún nú kynnt bæði í flokknum heima og hinni alþjóðlegu kommúnista- og verkalýðshreyfingu. I henni var lögð áhersla á þau atriði marx-lenínismans sem dregin hafði verið fjöður yfir og hún hóf að gera hið stjórnmálalega valdakerfi lýðræðislegra. Þetta átti að verða undirstaða undir brautina til lokatak- marks sósíalískrar þróunar þjóðfélags okkar. Þjóð- félag okkar hafði og hefur öll skilyrði til þessarar þróunar." Dubsek neitar þess vegna ótvírætt og stuttlega, — „því að það er niðurlægjandi að svara þessu yfirleitt" —, fullyrðingum um að tímabilið upp úr janúar 1968 hafi verið „afturhvarf til auðvalds- stefnunnar". í rauninni hafi verið um að ræða efnahagslegar umbætur, sem hafi lengi verið und- irbúnar og kynntar með hægð, en átti nú loksins að hrinda í framkvæmd. Þessar endurbætur hefðu veitt fyrirtækjum, samvinnuhópum og einstaklingum aukna efnalega hvatningu til þátttöku í þróun efna- hagskerfis þjóðarinnar og ýtt undir frumkvæði framleiðendanna. Með endurbótunum átti ekki að afnema áætlunarkerfið, einsog haldið væri fram nú, heldur að leysa framtak fyrirtækja og framleið- 256

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.