Réttur - 01.10.1975, Blaðsíða 47
og kommúnískri siðgæðiskennd halda starfsmenn
innanríkisráðuneytisins áfram að hefta einstaklings-
frelsi mitt og fjölskyldu minnar. Alræðiskerfi, kerfi
persónulegs valds er besta gróðrarstía misnotkunar
á stöðu, einstaklinga eða hópa, til að bæla niður
grundvallarreglur lýðræðis í flokknum og lýðræðis-
legs miðstjórnarvalds. Með ýmsum ráðum er virð-
ing fyrir skoðunum meirihlutans afnumin, og braut-
in þannig rudd fyrir misnotkun á valdi í hernum
og sérstaklega í stofnunum innanríkisráðuneytis-
ins, en vald þess er æðra en allra annarra i þjóð-
félaginu.
„Vefur" innanríkisráðuneytisins nær einnig til
dómstólanna og saksóknaraembættis rikisins, sem
hafa látið af hinu rétta hlutverki sínu fyrir löngu.
Þeim er haldið i fjötrum stofnana innanrikisráðu-
neytisins og eru algerlega háð þeim. Án sjálfstæðs
dómakerfis er þess enginn kostur að tala um lög-
bundið skipulag. Harmleikurinn er í því fólginn að
þetta ástand er í sósíalísku landi. Þetta er mér
næg réttlæting. Ég skrifa þetta bréf ekki eingöngu
mér til varnar, heldur einnig sem ákæru i nafm
allra þeirra, sem eiga allt sitt undir náð þessa nær
ósýnilega en því miklu tilfinnanlegra ,,vefs".
I fyrsta þriðjungi bréfsins rekur Dubcek ná-
kvæmlega og með ákveðnum hlutlægum dæmum
hvaða aðferðir, hvaða starfsmenn og leynilega bila
ráðuneytið hafi notað til að fylgjast með honum
og fjölskyldu hans árið áður.
Þá skýrir Dubcek frá eftirmælum, sem hann hafi
ritað um félaga Jósef Smrkovský, sem lést árið
1973. Hafi starfsmenn innanrikisráðuneytis sam-
bandsrikisins og innanrikisráðuneytis Slóvakiu
,,spurt" sig um innihald þess i fimm klukkustundir.
,,Ég stóð fast við innihald þess og geri það enn,
enda þótt ég hefði átt að komast nákvæmar að
orði um sum atriði í bréfinu.
Einkum hafa menn lýst sig andvíga og hafnað,
— svo að varlega sé til orða tekið —, ályktun-
arorðum mínum um kerfi hins persónulega valds.
En þetta bréf og fyrri kærur eru augljós vitnis-
burður og siðferðileg ákæra sem sanna tilvist
þess. Vissir hópar öryggissveita rikisins eru ann-
arsvegar notaðir og misnotaðir til að hafa með
höndum framangreinda, ólöglega starfsemi og á
hinn bókinn eru i sjálfum öryggissveitum rikisins
hópar, sem freista þess að ná völdum og yfirstjórn
stjórnmálastarfseminnar og hins opinbera lifs. Þess
vegna finnst sveitum hins vopnaða valds þær vera
réttkvaddar til þess að einbeita sér að nýju að
,,óvinunum" i flokknum. Þess vegna hafa eftirlits-
netin verið lögð og njósnurum komið fyrir ekki ein-
göngu á vinnustað mínum heldur einnig um sam-
félagið allt. Þetta lamar stjórnmála-, uppeldis- og
eftirlitsstörf flokksins svo að í stað helstu starf-
semi hans kemur valdboð. Þetta er ákaflega skað-
legt fyrir sósíalismann ekki aðeins í Tékkóslóvakiu
Spillingin breiðir óhjákvæmilega um sig i flokknum
þar sem opinskáar umræður hafa verið kveðnar
niður og flokkurinn sviptur reglulegu og virku eftir-
liti, einnig í æðstu stjórnarstofnunum hans. Hræðsl-
an um afkomuna veldur því að fjölmargir flokks-
félagar samþykkja ákvarðanir sem þeir eru ósam-
mála. I stað opinskárra skoðanaskipta á flokks-
fundum, fundum i verkalýðsfélögum, æskulýðs-
hreyfingunni, kvennahreyfingunni og öðrum sam-
tökum Þjóðfylkingarinnar og einnig í blöðum og
timaritum fer sinnuleysi vaxandi hjá fólki, og grun-
semdir, fals, ótti og lögreglunjósnir ná fótfestu.
Við þær andstæður er þess enginn kostur að ná
lýðræðislegum meirihluta í flokknum og þess
vegna skortir hann og hlýtur að skorta innri kraft
til framþróunar."
Dubcek segir ennfremur að án lýðræðislegra
aðferða til að fá meirihluta og samræma skoðanir
sé þess engin leið að skera úr um hvaða leið sé
rétt i flokknum eða þjóðfélaginu. Þegar lýðræðis-
legar starfsaðferðir séu ekki við hafðar, hafi leið-
togarnir engan rétt til þess að staðhæfa að nið-
urstöður ritsins „Lærdómar af krepputimum"'1' séu
réttar og raunverulegt álit flokksins og þjóðarinn-
ar. Samþykki við „Lærdómana" sé fengið með
nauðung og valdboði, og hver sá sem ekki gengi
undir okið lýstur óvinur og svikari.
„Við höfum öðlast næga reynslu til að skilja
að marx-leninisminn er hvorki blind kennisetning,
kennslubók, eða stafrófskver, þar sem mælt sé
fyrir um sömu uppskrift og aðferð fyrir hvern
kommúnistaflokk án þess að taka til greina hvar
hann sé og á hvaða þróunarstigi og við hvaða
sögulegar og efnahagslegar aðstæður hann búi.
Við vitum að marx-leninisminn er leiðsögn fyrir
starf hvers kommúnistaflokks, enda þótt hann hafi
algild lögmál og grundvallarreglur. Ég nefni þetta
vegna þess að það er mér þungbært að vera
spyrtur saman við svikara við flokkinn, vegna þess
að ég eins og svo margir aðrir, hef litið öðrum
augum en núverandi leiðtogar flokksins á fram-
kvæmdina á stefnu flokksins á vissu þróunarskeiði
og aðferðirnar við að leysa erfiðleika og komast
255