Réttur


Réttur - 01.10.1975, Síða 9

Réttur - 01.10.1975, Síða 9
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Við viljum jafnrétti Kæru baráttusystur! Fyrsta fundarsamþykkt sem ég veit um að gerð hafi verið um að konur leggðu niður vinnu einn dag var gerð á ráð- stefnu rauðsokka og láglaunakvenna í Lindarbæ í vetur og önnur á Neskaup- stað í sumarbyrjun. Á stóru Loftleiðaráð- stefnunni í júní skeði undrið: Konur úr öllum stéttum og flokkum mynduðu hóp og báru fram tillögu um að allar konur á landinu tækju sér frí á degi Sameinuðu þjóðanna, kæmu saman og ræddu sín vandamál. Þær gerðu meira þessar kon- ur. Þær héldu hópinn, unnu að hugmynd- inni og höfðu samband við félög og ein- staklinga. Fyrsti fundur um framkvæmdir var haldinn í Hamragörðum í haust og annar í Norræna húsinu. Áhugi reyndist ótrúlegur. Alltaf þéttist hópurinn og hér erum við svona margar. Hvað veldur þessum mikla áhuga á deginum? Án efa það óréttlæti sem mætir konum á vinnumarkaði og vanmat á störfum þeirra yfirleitt. Ég tala hér sem verkakona og mín sjónarmið eru þessi: Lág laun kvenna og annarra láglauna- hópa tel ég stafa af því að síðustu tvo áratugi hefur samningagerð milli vinnu- veitenda og verkalýðshreyfingarinnar verið hagað þannig að raunverulega er samið um yfirvinnuna. Þó hefur keyrt um þverbak á seinni árum. Á borðinu liggur útreiknað af ríkisstofnun hvað venjuleg fjölskylda þarf til að lifa, hins vegar upp- lýsingar um svokallaðar rauntekjur. En svo er samið um kaup sem er fjórðungi eða 1/3 lægra en sannað er að þurfi til lífsviðurværis, sem sagt samið um þenn- an langa vinnudag sem gerir fólk óvirkt í stéttarfélögunum og félagslífi yfirleitt. 217

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.