Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 5

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 5
landssvæði í eigu bandarískra fyrirtækja voru tekin eignarnámi og þessar ráðstaf- anir gátu haft fordænri fyrir aðrar þjóðir Rómönsku Ameríku. Hvað yrði um banda- rískar „eignir“ ef alþýða Rómönsku Am- eríku risi upp og krefðist réttar síns? Jafnframt þessum lögum var verð á raf- magni og símgjöldum stórlækkað, en þau fyrirtæki, eins og svo mörg önnur, voru í cigu Bandaríkjamanna. Og einnig var húsaleiga lækkuð og kom það illa við eignamenn á Kúbu. Allar þessar ráðstaf- anir urðu til þess að Bandaríkjamenn gripu til gagnráðstafana. Sú fyrsta var að neita að hreinsa olíu sem Kúbanir keyptu frá Sovétríkjunum. En Kúbanir svöruðu með því að þjóðnýta olíuhreinsunar- stöðvarnar. Bandaríkjamenn neituðu síð- an að kaupa 700 þúsund tonn af sykri, sem búið var að semja um. En Kúbanir svöruðu því einfaldlega með því að selja Sovétmönnum sykurinn. Og jafnframt því voru allar helstu stóreignir Banda- ríkjamanna á Kúbu þjóðnýttar. En í árs- byrjun 1961 slitu Bandaríkjamenn stjórn- málasambandi við Kúbu og 16. apríl sama ár lýsti Fidel því yfir að byltingin á Kúbu var sósíalísk. En Kúbanir þurftu ekki eingöngu að eiga við Bandaríkja- menn. begar þeir þjóðnýttu stóreignir innlendra manna snerist hópur Kúbana gegn þeirri þjóðfélagsbyltingu sem verið var að framkvæma. Stofnaðar voru and- byltingarsveitir sem héldu til fjalla og skemmdarverk voru hafin í borgum. Eftir skammvinna baráttu voru þessir hópar upprættir og voru bændur mjög virkir í að bcrjast á móti þeim sem voru í fjöllun- um. Skemmdarverk í borgum ollu tölu- verðum erfiðleikum, en endalokin á þeim hryðjuverkamönnum urðu þau að flestir lóru þeir til Flórida, en grófustu glæpa- mennirnir fengu þunga dóma og var Valla- dares einn af þeim. Þessi Valladeres er nú orðinn sérstakur sendiboði Bandaríkja- stjórnar í inannréttindamálum, m.a. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. En Bandaríkjamenn voru ekki af baki dottnir. Þeir hófu þjálfun 1500 málaliða í Guatemala og var ætlunin að koma af stað uppreisn í landinu og velta þar með Fidel og félögum úr sessi. Eisenhower forseti hafði tekið þátt í að leggja á ráðin og Kennedy framkvæmdi. Pólitískur undirbúningur innrásarinnar byggðist á mikilli vanþekkingu á innri málefnum Kúbu. Forsetar Bandaríkjanna virtust ekki hafa hugmynd um hvað væri að ger- ast þar. Svipað því sem nú er að gerast í Nicaragua. En endalokin urðu þau að innrásariiðið var gjörsigrað á 72 klukku- stundum. En þessi innrás kenndi Kúbön- um að vera ávallt viðbúnir. Og í dag má Eitt fjölmargra la knaliusa st-ni Kúbanir hafa by|>|>t i sjálflioöavinnu á síöustu áruni. 149

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.