Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 34
ingu, en huglægar aðstæður skortir. Al-
þýðan hefur hér sérstök einkenni. Hug-
lægar aðstæður má skapa af því að hlut-
lægar aðstæður eru fyrir hendi.
Þetta var ekki einhver hugdetta. Við
vorum að hugsa um byltingu fyrir 10.
mars 1952.2 Við hefðum gert tilraun til
byltingar hvað sem atburðunum 10. mars
leið. Sum okkar voru að hugsa um sanna
byltingu fyrir 10. mars 1952, [lófatak] al-
þýðubyltingu, djúptæka byltingu sem
mundi þróast í átt til sósíalisma. Annars
konar bylting þótti okkur ekki koma til
greina í landinu þar sem síðnýlendustefna
ríkti, heimsvaldastefnan drottnaði, í landi
þar sem næstum allar sykurmyllur, járn-
brautir, námur, hafnir, besta jarðnæðið,
rafmagn, sími, gúmmí, allt var í eigu út-
lendinga. Við vorum bara nýlenda, eða
þaðan af verra.
Við tökum upp þráðinn á tveimur stöð-
um þar sem var farvegur íhugunar, nánar
tiltekið tókum við upp þráðinn hjá Marx
og Engels og hjá Martí.3 Við lærðum fyrst
að meta alþýðuna að verðleikum, ein-
kenni hennar, sögu og hlutlægar aðstæður
sem þjökuðu hana. Jafnvel þótt þær væru
ekki jafnslæmar og í öðrum löndum álf-
unnar, komumst við samt að þeirri niður-
stöðu að það væri hægt að gera byltingu.
Og þess vegna varð land okkar, sem síð-
ast losnaði undan Spáni, fyrst frjálst und-
an heimsvaldastefnunni í okkar heims-
hluta. Fyrst! Og fyrst til að gera sósíalíska
byltingu. [Lófatak]
Mér þætti gaman að vita hvað annars
flokks afritarar og eftirhermur hefðu gert
við aðstæður eins og ríktu hér fyrir 26.
júlí. Við gætum sett þá í svipaðar aðstæð-
ur og athugað hvað þeir mundu gera.
Þess vegna segi ég að fyrsti prófsteinn-
inn á hvort byltingin okkar væri skapandi,
sé að hún elti ekki fyrirmyndir. Svo og aö
í uppbyggingu sósíalisma var hún trú
marxískum og leninískum meginreglum.
Til dæmis meginreglunni um að sam-
tvinna nám og vinnu, sem Marx kunn-
gerði og á rætur að rekja til sögu bresku
verkalýðsstéttarinnar, þar sem börn voru
arðrænd því þau voru framleiðsluafl.
Marx setti fram þá hugmynd að í sósíal-
isma væri hægt að samtvinna nám og
vinnu, og að það bæri að gera. Martí
sagði slíkt hið sama og byggði í því á
þekkingu sinni á einkennum og veruleika
alþýðu landsins. Okkar land var fyrst til
að beita þessum meginreglum af þunga
og raunsæi. í dag sjáum við á unga fólk-
inu að þetta hefur borið ávöxt, því að það
er engin tilviljun að nýju kynslóðirnar
sýna af sér jafnmikla byltingareiginleika
og sjá má.
„Byltingin verður að halda sér við
meginreglur Marx og Lenins“
Enginn getur neitað því að byltingin
okkar hefur haldist við lýði með gífurleg-
um hugmyndafræðilegum styrk, því að
hver getur varið okkur? Ef heimsvalda-
sinnar gera árás, hver ver eyjuna? Enginn
mun koma hingað til að verja eyjuna
okkar. Við verjum hana sjálf. [Lófatak]
Ekki vegna þess að einhver kynni ekki að
vilja það, málið er að enginn getur það.
Því að þessi sósíalíska bylting er ekki
bara í nokkurra kílómetra fjarlægð frá
Sovétríkjunum, hún er tíuþúsund kíló-
metra frá Sovétríkjunum.
Hver bjargar framvindu byltingarinnar
á Kúbu ef kreppa kæmi upp? Kemur
heimsvaldastefnan og bjargar henni?
Hver mundi bjarga framvindu byltingar-
innar á Kúbu ef máttinn drægi úr henni?
Þess vegna er allt sem við gerum á
Kúbu svo einstaklega mikilvægt. Ekki
178