Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 32

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 32
búum við hagvöxt þrátt fyrir þurrkinn í fyrra. Og við verðum að halda því áfram. Okkur verður að takast þrátt fyrir alla erfiðleikana að gera hlutina betur og leysa í vaxandi mæli aðsteðjandi vanda. Um þetta snýst leiðréttingin. Við erum ekki ein. Þar sem við lesum blöðin vitum við að önnur sósíalísk lönd eru að greina sögu sína, frammistöðu og verk. Þau eru að reyna að sigrast á erfið- leikunum. Á engu söguskeiði hefur fé- lagslegt skipulag náð jafnmiklum árangri og sósíalisminn, á jafnskömmum tíma. Hvað mannlega viðleitni snertir verður samt alltaf hægt að finna efnivið fyrir gagnrýni, fyrir skilgreiningu og til að sigr- ast á erfiðleikum. Byltingarsinna finnst aldrei að hann sé fullnægður og það getur honum heldur ekki þótt. Hann er alltaf ófullnægður. Eftir þriðja þing flokks okkar greind- um við erfiðleikana, mistökin og nei- kvæðu hliðarnar, skýrt, af raunsæi og hugrekki. Þá byrjaði leiðréttingarferlið. Um svipað leyti gerðist það sama í Sovét- ríkjunum og öðrum sósíalískum löndum, án þess að nokkur hefði ákveðið það fyrirfram. Sumum finnst að við ættum að fara strax af stað með það sem er verið að gera annars staðar. I kringum okkur eru nokkrir snillingar, fólk sem hefur ekkert sjálfstraust, enga tiltrú á þjóð sinni, ekki á alþýöunni eða byltingunni, sem segja að við verðum að líkja eftir því sem aðrir gera. [Lófatak] Þaö er ekki rétt afstaða. Hún er röng. Vegna þess að engar tvær byltingar eru eins, engin tvö lönd eru eins, sögur tveggja eru ekki eins, tvö sérkenni eru ekki eins. Sums staðar eru ákveðin vandamál og annars staðar eru þau önnur. Sumir gera ákveðin mistök, aðrir gera önnur mistök. Ef einhver er meö tannpínu, hvers vegna skyldi hann reyna lækningu við lík- þorni? Eða ef líkþornið meiðir hann, hvers vegna skyldi hann leita lækninga við tannverk? Þess vegna gerum við ekki sams konar ráðstafanir og önnur lönd. Við getum það ekki og það væri alrangt að leita sömu lausna og stæla hugsunar- laust það sem önnur lönd gera. Eitt verð ég að segja: Þessi bylting ein- kenndist einmitt af því að hún var ófús að líkja eftir öðrum, hún einkenndist í stað þess af sköpunarmætti. Ef við hefðum ætlað að elta fyrirmyndir værum við ekki samankomin hér í dag. Þá ættum við ekki 26. júlf. Það hefði ekki orðið sósíalísk bylting í þessum heimshluta, kannski ekki enn þann dag í dag, ef við hefðum elt fyrirmyndir og kenningu sem sagði að hér væri alls ekki hægt að gera neina bylt- ingu. Það sagði kenningin, það sögðu bækurnar og uppflettiritin. Við skulum átta okkur vel á þessu. Þannig var það samkvæmt kcnningunni, bókunum og uppflettiritunum. Aðstæðurnar voru ekki verri hjá okkur en annars staðar í Rómönsku Ameríku. Hlutlægar efnahagsaðstæður og félagsleg skilyrði á Kúbu, hversu slæm sem þau voru og þau voru sannarlega slæm, voru ekki áþekk hlutlægum aðstæðum í öðrum löndum Rómönsku Ameríku sem cru verr stæð. Við sjáum að enn hefur ekki verið gerö sósíalísk bylting í þessum löndum. Það er ein undantekning. Ég ætla ekki að kalla það sósíalíska byltingu. Ég kalla hana það sem þeir vilja kalla hana, en það er sönn og djúptæk bylting. Ég undanskil byltinguna í Nicaragua. [Lófa- tak] Aöeins Nicaraguabúar vita hvernig á að fara að þar, hvernig á aö greiða úr vandamálunum. Daníel [Ortega] talaði nýlega um ein- 176

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.