Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 25

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 25
sínum góður faðir og uppalandi og sér hans víða stað í skáldskap sonarins. Nico- lás gerði tilraun til að nema lögfræði við háskólann í Havana en gafst upp og sneri sér að blaðamennsku og skáldskap. í fyrstu orti hann undir áhrifum þeirrar stefnu sem kölluð var módernismi og tengdist fyrst og fremst nafni nicaragu- anska skáldsins Rubén Darío. Pessi stefna var að mestu liðin undir lok þegar Guillén fór að yrkja og fyrsta ljóðabók hans, „Heili og hjarta“ birtist aldrei á prenti í heilu lagi. 1930 var Guillén hins- vegar búinn að finna sína eigin rödd og varð víðfrægur á einni nóttu fyrir átta ljóð sem hann birti í útbreiddu kúbönsku blaði. Þar kvað við nýjan tón. Formið sótti skáldið í kúbanska alþýðutónlist, dansmúsík sem kölluð er „son“, en í henni skiptast á einsöngskaflar og síend- urtekið viðlag í hraðari takti. Petta alþýð- lega og aðgengilega form notaði Guillén til að tjá hugsanir og tilfinningar með- bræðra sinna, afkomenda þrælanna á Kúbu. Ári síðar gaf Guillén þessi ljóð út á bók ásamt öðrum og kallaði bókina Songoro Cosongo, sem þýðir eiginlega ekki neitt, en gefur til kynna afrískt hljóðfall og undirstrikar afrískan uppruna Ijóðanna. í mörgum Ijóðum sínum notar Guillén merkingarlaus orð eða hljóð af þessum toga til að magna upp seiðandi hljóðfall frumskógarins. Skáldskapur Guilléns er afar margþætt- ur, hann hefur ort bæði undurfögur ást- arljóð og beinskeytt áróðursljóð og flest þar á milli. Guillén helur aldrei farið leynt með stjórnmálaskoðanir sínar og er mjög pólitískt skáld. Einsog áður var sagt fékkst hann við blaðamennsku á þriðja áratugnum. Með greinaskrifum sínum þá gat liann sér orð sem baráttumaður gegn kynþáttafordómum. Hann hafði lýst ömurlegum lífskjörum svertingjanna, einkum í fátækrahverfum Havana, og fordæmt misréttið sem þeir voru beittir. í ljóðum sínum hélt hann áfram að fjalla um þessi mál og varð stöðugt gagnrýnni á þjóðfélagið sem útskúfaði þannig stórum hluta þegnanna. Pjóðfélagsgagnrýni hans átti þannig upptök sín í baráttu svarta kynstofnsins, en strax í annarri ljóðabók sinni er hann farinn að tala til þjóðarinnar allrar og í þriðju bók sinni, West Indies Ltd. fer hann út fyrir landsteinana. Par er hann í raun orðinn talsmaður allra „hinna fordæmdu á jörðinni“ einsog Frantz Fanon kallaði íbúa þriðja heimsins svonefnda, og skeleggur baráttumaður gegn nýlendu- stefnu og heimsvaldastefnu. Einsog Pablo Neruda fór Guillén til Spánar meðan borgarastríðið stóð yfir, og einsog Neruda gerðist hann flokks- bundinn kommúnisti á þeim örlagatím- um. Sem slíkur tók hann virkan þátt í stjórnmálabaráttunni á Kúbu næstu árin, en 1952 hraktist hann í útlegð undan of- sóknum Batista einræðisherra. Hann sneri aftur heim til ættjarðar sinnar strax eftir byltinguna í janúar 1959 og hefur síðan verið mjög atkvæðamikill í kúb- önsku menningarlífi og forystumaður í samtökum rithöfunda, auk þess sem hann hefur ort af kappi og gefið út ljóðabækur, greinasöfn og sjálfsævisögu sína. 169

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.