Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 21
cn FMC er ekki ánægt með hlutdeild
þeirra í stjórnunarstörfum.
Fulltrúinn okkar klikkti út með því að
á Kúbu væri l'ullt af góðum byltingarsinn-
um, en enn væri við nokkra drauga for-
tíðarinnar að glíma. Víst er að karlar,
sem ég hitti á förnum vegi, vildu ekki svo
auðveldlega viðurkenna að þeir snertu
aldrei á heimilisverkum, þó að sögur
þeirra sem voru heimavanir á Kúbu væru
því ekki samhljóma.
Á barnaheimilinu sem við heimsóttum
vakti sú spurning mín dálitla kátínu,
hvort karlarnir sæktu nokkurntíma börn-
in eða væru fóstrar. Af einhverjum sök-
um virkar það fjarlægt eða ómikilvægt á
Kúbani, en samt hafa þeir nýverið opnað
fóstruskólann fyrir karlmönnum og veitt
þeim jafnframt leyfi til að taka frí úr
vinnu vegna sjúkralegu barna.
Flugmyndafræðingi samyrkjubús eins
fannst ég sérstaklega smámunasöm í
þessum efnum (það fór lítið fyrir því að
ég l'yndi konur til að ræða þessi mál við),
enda ljóst að heimilisverk komu skipulagi
búsins ekkert við. Heimafyrir hafði kon-
an hans jú kennt honum að elda nokkra
rétti, en þegar hann spurði hvernig ástatt
væri í jafnréttismálum í mínu heimalandi
ákvað ég að gefa Kúbönum séns, — en þó
ekki samverkamanni mínum í búðunum
sem kenndi mér orðatiltækið: „Ef hún
eldar jafnvel og hún hreyfir sig þá ætla ég
að giftast henni“.
Utanríkismál
Við urðum þess aðnjótandi að sjá Fidel
Castro í sjónvarpi, þar sem liann lýsti
ferö sinni til Ecuador fyrir fréttamönn-
um. Þangað fór hann í ágúst síðastliðn-
um. Okkar færustu túlkum varð fóta-
skortur á tungunni við að túlka orð þessa
afalega og svolítið iúna karls, með gráu
skeggrytjurnar og brosandi augun. Hann
er svo lókal í tali, enda búinn að vera á
stanslausu spjalli við þjóðina í 30 ár. Það
komst þó til skila í langri ræðu að hann
lýsti sjálfum sér sem sirkusljóni í búri, þar
sem hann reyndi árangurslaust að ávarpa
Ecuadorbúa í 40 mínútur, en mannl'jöld-
inn fagnaði svo látlaust að hann komst
ekki að.
Enda ekki að ástæðulausu; kúbanskt
heilsugæslulið hafði nýlega útrýmt bráða-
sjúkdómi hjá börnum í landinu. Mér varð
hugsað til þess 1% af þjóðartekjum sem
aðildarríki Sameinuðu þjóðanna miða við
sem lágmarks framlag til stuðnings þró-
unarlöndum. íslendingar ná því ekki enn,
en Kúbanir verja þeirri prósentu margfalt
til stuðnings þróunarlöndum í sjálfstæðis-
leit. Þeir hafa nóg að bíta og brenna og
allt sem þeir geta verið án er ekki of
mikið. Þetta kallast víst alþjóðahyggja.
Við áttum eftir að sjá meira af henni í
framkvæmd, þegar við heimsóttum Æsku-
eyjuna svokölluðu (Isla de la Juventud).
Fyrir byltingu var þar rammgert fangelsi
þar sem afbrotamenn og menn með „rang-
ar“ stjórnmálaskoðanir vistuðust allt eins
án dóms. Pangað fóru jafnt unglingar sem
aðrir og þeir sem einu sinni fóru inn áttu
ekki afturkvæmt. Það sem þeir áttu eftir
lifað voru þeir andlegir og líkamlegir
leiksoppar misheilbrigðra fangavarða.
Nú er Æskueyjan eitt ríkasta hérað
Kúbu, með marmaranámum og mikilli
ávaxtarækt. Við fundum líka fljótt grósk-
una og bjartsýnina í loftinu, og ekki hvað
síst í því að þar reka Kúbanir fjölmarga
skóla fyrir erlenda námsmenn. Við áttum
ógleymanlega heimsókn í namibískan
skóla. Þar dvelja ungmenni í allt að 8 ár,
frá t.d. 10 til 18 ára aldurs. Okkur var
sögð saga þeirra með miklum söng og ryt-
mískum afrtskum dönsum. Það var erfitt
165