Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 38

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 38
arra. Ef þeir eru ekki til fyrirmyndar sér flokkurinn um að víkja þeim úr sínum röðum. [Lófatak] Flokkurinn mun stöðugt styrkjast í leiðréttingarferlinu af því að, og ég endurtek það, sósíalisma er ekki hægt að byggja upp án flokksins. Án flokksins er hægt að byggja upp kapítalisma, sem merkir glundroða. Það þarf ekki að skipu- leggja hann. Hann skipuleggur sig sjálfur með öllum sínum óþverra. Sósíalismi verður ekki til af sjálfsdáðum, hann verð- ur að byggja upp. Flokkurinn er grund- vallaratriðið í þeirri uppbyggingu. Suður-Afríkuher sigraður í Angólu Undir lok síðasta árs kom upp erfið og hættuleg staða í Angólu. Ég ætla ekki að fara út í af hvaða völdum það var. Best er að sagan leiði það í ljós og ég held að einn góðan veðurdag muni hún leiða okkur í allan sannleikann. Hvar mistökin lágu og hvers vegna mistök voru gerð. Ég ætla ekki að segja annað en það, að Kúba bar ekki ábyrgð á þeim. Hvað um það, upp kom erfið, flókin og hættuleg staða vegna þess að hernaðarárásir Suður-Afríku juk- ust gífurlega. Þær voru gerðar vegna sóknar Angóluhers inn á afskekkt svæði í suðausturhluta Angólu, gegn herafla UN- ITA sem berst gegn ríkisstjórn Angólu. Öflugar sveitir Angóluhers söfnuðust saman, víðs fjarri ystu mörkum þess hernaðarsvæðis sem hersveitir okkar gættu. Suður-Afríka réðst til atlögu vegna þessara aðgerða Angóluhers, skammt frá landamærum Namibíu. Þeir réðust inn á skriðdrekum, með fótgöngu- liði, flugvélum og málaliðasveitum frá Namibíu. Þeir greiddu hersveitum Ang- ólu þung högg þar sem þær voru suður af Forseti Angólu José Eduardo dos Santos til vinstri og Fidel Castro vió heimsókn leiótoga Kúbu til Angólu 1986. 182

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.