Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 46

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 46
og raunhyggju en kaldri fræöimennsku. Samhyggð hans með öllum þeim er stóðu höllum fæti eða urðu undir í lífsbarátt- unni var rík og sjálfsögð. Annarsvegar var greind hans og rökhyggja það sterk að hann stóð jafnan báðum fótum í raun- veruleikanum hverju sinni, og sinn sósíal- isma staðfærði hann ávallt að íslenskum aðstæðum. Tvisvar var hann í framboði til Alþingis í Dalasýslu fyrir Sameiningarflokk alþýðu - Sósíalistaflokkinn, árin 1946 og 1949. Alla tíð var hann virkur þátttakandi í samtökum sósíalista á Vestfjörðum og aðili að samtökum hernámsandstæðinga. Trúlega hefur það verið nokkurn veg- inn sjálfgefinn hlutur að Játvaröur tæki við búi á Miðjanesi, enda varð það raun- in. Par tók hann við búsforráðum 1939 ásamt eftirlifandi konu sinni, Rósu Hjör- leifsdóttur verkamanns í Reykjavík, upp- alin á Fagurhólsmýri, Öræfum. Það var svo árið 1957 að örlögin settu óvænt strik í búskaparsögu Játvarðar. Pá tók sá sjúkdómur að grafa um sig, er batt hann við hjólastólinn. Einhvern tíma heyrði ég haft eftir Helgu móður hans, að hún ætti þá ósk heitasta að Játi sinn yrði menntaður bóndi. Henni varð að ósk sinni. Játvarður hafði trausta menntun á valdi sínu þótt skólaganga væri ekki löng. I sveitinni var farskóli, en fyrir framtak föður hans að ég hygg, var hann einhvern tíma úr vetri í Barnaskóla Flateyjar og sömuleiðis í barnaskóla í Rcykjavík. Síð- ar lauk hann námi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1938. Þótt viö værum sveitungar frá fæöingu og aldursmunur aðeins 13 dagar, voru kynni okkar á bernsku- og unglingsárun- um harla lítil. Sveilin er stór og við áttum heima hvor í sínum sveitarhluta. Mig minnir við værum fjórar eða sex vikur saman í barnaskóla. Frá þeim tíma er mér minnisstæðast að enginn taldi að hann stæði sig illa, þótt Játi, eins og hann var jafnan kallaður, væri með hæiana þar sem við meðalskussarnir vorum með tærnar. Síðan fór Játvarður, sem fyrr segir, að Hvanneyri cn ég þvældist aðra leiö. Samvinna okkar og samstarf hófst að marki er við lentum saman í hreppsnefnd 1946. Þar störfuðum við saman í 16 ár. Átta ár af því tímabili var hann oddviti. Síðan hefir samstarf okkar verið órofið. Öll hans störf einkenndust af frábærri skarpskyggni og samviskusemi. Það sýnir best yfirburði Játvarðar, að þrátt fyrir það að hans pólitísku skoðanir skipuðu honum ávallt í minnihluta og að hann ætti virka andstæðinga á því sviði, fólu sveit- ungar hans honum trúnaðarstörf í flestum þáttum félagsmála er til falla í einu sveit- arfélagi. Hirði ég ekki að tíunda þann lista frekar. Andstæðingar hans komust aldrei hjá því að taka mark á honum og grunar mig að þeir hafi oftar með sjálfum sér viöur- kennt rök hans, en þröngsýni þcirra leyfði viðurkenningu. Þegar honum var bolað úr hreppsnefnd 1962 varð merkum sjálfstæðismanni í öðrum hreppi að orði: „Nú hefur Reyk- hólahreppur minnkað.“ I formála fyrstu bókar sinnar „Umleik- inn ölduföldum“ er út kom 1979 segir Ját- varður: „Veruleikinn í líl'inu er stundum skáldlegri harmleikur eða skáldlegra afrek cn á nokkurs manns færi væri að hugsa upp.“ Þarna er hann aö skýrskota til örlaga þess fólks er bókin fjallar um. En þetta gæti eins átt við lífshlaup hans sjálfs. 190

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.