Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 36

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 36
„Ám flokksins verður ekki byggður upp sósíalismi heldur kapítalismi, sem merkir glundroða“ Ég get sagt heimsvaldasinnum og hug- myndafræðingum heimsvaldastefnunnar með sanni, að Kúba mun aldrei taka upp að- ferðir, stíl, heimspeki eða einkenni kapítal- ismans. Það get ég sagt þeim með sanni. [Lófatak] Kapítalisminn hefur náð nokkr- um tæknilegum árangri, nokkrum árangri og reynslu í skipulagningu sem hægt er að notast við, en ekkert meira. Sósíalismi og kapítalismi er tvennt algjörlega ólíkt, bæði hvað varðar skilgreiningu og inntak. Við erum hreykin af hugmyndafræði- legum hreinleika, hugmyndafræðilegum styrk landsins sem stendur andspænis heimsvaldastefnunni. Það hefur ekki aðeins staðiö andspænis heimsvaldastefnunni, heldur hafa hundruð þúsunda íbúa þess tekið þátt í alþjóðasinnuðum leiðangrum. Hér þarf bara að lyfta hendinni. Ef 10.000 kennara vantar í Nicaragua gefa allir 10.000 kennararnir sig fram og fara þangað. [Lófatak] Ef lækna er þörf, fara læknarnir. Þegar baráttuliða hefur vantað til að taka þátt í leiðangri, hafa ávallt gef- iö sig fram 10 sinnum fleiri cn þörf var á. Þess vegna er það grundvallaratriði í dag, á 35 ára afmælinu, aö gleyma aldrei hvar viö erum stödd. Þjóð okkar ber ábyrgö á landinu og flokkur okkar ber ábyrgð á stefnumálum, stefnu þess og vörnum. Flokkur okkar veit aö hann má ekki gera nein mistök sem veikja hann hug- myndafræðilega. Þess vegna er hlutverk flokksins ekki minna þar sem leiörétting- arferlið á í hlut. Það er stærra. Hlutverk flokksins verður sífellt meira afgerandi. Ekkert má veikja virðingu og valdsvið flokksins. Engin bylting getur átt sér stað án flokksins. Án flokksins er ekki hægt að byggja upp sósíalisma. Við verðum að slá því föstu í eitt skipti fyrir öll, að við þurfum bara einn flokk. Alveg eins og Martí þurfti bara einn flokk til að berjast fyrir sjálfstæði Kúbu, [Lófa- tak] og alveg eins og Lenin þurfti bara einn flokk til að gera Októberbyltinguna. Þetta segi ég til að stemma stigu við ósk- hyggju þeirra sem halda að við ætlum að leyfa smáflokka. Smáflokka sem skipu- leggja ef til vill gagnbyltingarsinna, stuðn- ingsmenn kanans, eða borgarastéttina? Nei! Hér er aðeins einn flokkur og það er flokkur öreiganna: Smábænda, námsfólks, verkafólks. Alþýðu sem er órjúfanlega sameinuð. Það er sá flokkur sem við eig- um og munum eiga! [Lófatak] Ég vona að þegar við höldum upp á 70 ára afmælið, eða 100 ára afmælið, muni sagan sýna og sanna það. Við þurfum ekki pólitískt kcrfi úr kap- ítalismanum, þau eru ekkert nema rusl og duga ekki til neins. ... Við höfum mótað okkar eigin pólitísku leiðir sem henta landinu, Við höfum ekki líkt eftir neinu. Það eru okkar eigin pólitísku leiðir til að skipuleggja völd alþýðunnar. Eins og þið vitið, — vegna þess að það er venja hjá ykkur, — kemur flokkurinn ekki með tillögu um frambjóðendur til kosninga kjördæmafulltrúa. Alþýðan kemur með tillögur á frjálsum kjördæma- þingum og velur þá sem taldir eru bestir. Frambjóðendur geta vcrið mest átta, minnst tveir. Ef einn þeirra fær minna en 50% atkvæða vcrður að kjósa á nýjan leik. Það þarf ekki að segja mér neitt um þetta, — ég hef ekki sloppið svo mikið sem einu sinni við aðra umferð í mínu 180

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.