Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 20
ar né kosningar eins og viö eigum að
venjast, en stjórnkerfið er engu að síður
margþætt. Landinu er skipt í 169 sveitar-
félög og í hverju þeirra eru 6 einmenn-
ingskjördæmi, þar sem 4-500 manns kjósa
sér fulltrúa. Sveitarfélögunum er síðan
skipað í 14 sýslur. Sveitarstjórnirnar kjósa
sýslustjórnir, sem velja þingfulltrúa úr
eigin röðum. Smæstu einingarnar, ein-
menningskjördæmin, hafa óskorað vald
til að afturkalla umboð fulltrúa sinna ef
þeim finnst þeir ekki standa sig, og á síð-
asta kjörtímabili voru u.þ.b. 10% kjör-
inna afturkallaðir. í kosningum er ekki
leyfilegt að gefa kosningaloforð, aðeins
tíunda hvað frambjóðandi hefur gert í
gegnum tíðina.
Og ræðusnilldin hélt áfram. Það er ekki
hægt að tala um lýðræði þar sem ólæsi og
menntunarskortur er mikill, eða þar sem
Hús og híll á samyrkjuhúi. Ljósm. M.S.
fjármagn stjórnar áróðrinum. Það er ekki
heldur lýðræði að setja kross á miða á
nokkurra ára fresti, heldur það að vera
upplýstur og hafa stöðug áhrif í starfi.
Lýðræði er ekki kerfi sem kemur í eitt
skipti fyrir öll, og fulltrúi kommúnista
endaði á þá leið að það væru jafn margir
stjórnmálaflokkar á Kúbu og hausarnir í
landinu.
I gegnum Kommúnistaflokkinn vinna
menn sig upp til áhrifa, enda er hann ansi
stórt apparat og nær yfir flesta virkni.
Auk venjulegra stjórnmálastarfa vinna
menn innan íbúðarhverfanna að ýmis
konar uppbyggingastarfi og félagslegum
málum og fara í sjálfboðavinnuhópa. Það
er fylgst með framlagi hvers og eins. Sá
mikli fjöldi sem fer til starfa til 3ja heims
landa fer líka á vegum flokksins.
Það er alveg ljóst að konur vinna heim-
ilisstörfin á Kúbu og taka auk þess fullan
þátt í atvinnulífinu. Fulltrúi FMC, kúb-
önsku kvennahreyfingarinnar, sagði okk-
ur líka að þær tækju jafnan þátt í sjálf-
boðaliðastörfunum. Það hlýtur að þurfa
ansi góða skipulagningu til að koma því
fyrir á sólarhringnum, sérstaklega ef
hugsað er til þess að þvottur er þveginn í
höndum og hænurnar keyptar með fiðri,
en ekki tilbúnar í örbylgjuofn. Auk þessa
hafa þær varla jafn stóra möguleika á að
vinna sig upp í gegnum flokkinn. Þessum
vangaveltum svaraði fyrrnefndur fulltrúi
með því að bera ástandið nú saman við
ástandið fyrir byltingu, eins og Kúbönum
er gjarnt. Pá voru konur cinungis hórur
eða heimilishjálp. Á Kúbu fyrir 30 árum,
þegar jafnvel kvenfrelsishreyfingar á
Vesturlöndum voru ekki farnar af stað,
var spurningin ekki um jafnrétd, heldur
einfaldlega um þátttöku kvenna í samfé-
laginu. Nú eru konur gjarnan vel mennt-
aðar, t.d. eru þær 56% verkmenntaðra,
á
164