Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 40

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 40
Þið sáuð nýverið heimildamynd sem út- skýrir margt. Ég þarf því ekki að fara náið út í þetta. En auðvitað varð að fylgja vissum reglum. Það var nauðsynlegt að velja stað fyrir aðgerðirnar og fara ekki í átök þar sem það var hagkvæmast fyrir óvininn, heldur þar sem okkur hentaði betur. Suður-Afríka valdi Cuito Cuanavale fyrir athafnir sínar, afskekktan stað þar sem allar aðstæður eru afskaplega erfið- ar. Þeir völdu staðinn og við urðum að gera nýja hernaðaráætlun. Við urðum að taka þessari ögrun til að halda þeim þar og stöðva þá. Við urðum að fara til Cuito til að styðja angólska heraflann og vera við hlið hans í hinum sögulegu hernaðaraðgerðum í Cuito Cuanavale, þar sem óvinurinn yrði stöðv- aður. Þar sem angólskar og kúbanskar hersveitir myndu mala hann. Ég held að þetta hafi sannarlega verið söguleg og afar mikilvæg orrusta. Einhvern tíma verður skrifað um hana og margt á eftir að koma fram. En aðalatriðið í hernaðaráætlun Kúb- ana og Angólumanna var sókn vestast á suðurvígstöðvunum. Herir okkar sóttu meira en 250 kílómetra í átt til landa- mæra Namibíu, án þess að vera stöðv- aðir. Við það mynduðust nýjar aðstæður. „Það hefði aldrei tekist nema af því að Kúba sendi liðsauka. Afstæður í stríðinu gjörbreyttust“ Það sem gerðist bæði í Cuito Cuana- vale og vestast á suðurvígstöðvunum hefði aldrei tekist nema af því að Kúba sendi liðsauka. Hann var ómissandi. Kraftmikill herafli var búinn til. Þess vegna breyttust hernaðarlegar afstæður í syðrihluta Angólu okkur í vil. [Lófa- takj Ég verð að segja að bæði í Cuito Cuana- vale og vestast á vígstöðvunum var fram- ferði angólskra hermanna sem eru okkur svo nátengdir, til fyrirmyndar. Það var hetjulegt og óvenjulegt. [Lófatak] Af- stæður í stríðinu gjörbreyttust. Þar sem herdeildir okkar höfðu sótt yfir 200 kílómetra með öflugum stuðningi íoftvarnarvopna, var farið að verða langt til flugvallar. Við uröum að byggja flugvöll eins fljótt og auðið var. Eg get sagt með ánægju, að ef einhvers staðar hefur verið meira á sig lagt heldur en hér í landi okk- ar undanfarna daga, var það í Cahama. A nokkrum vikum byggðu hersveitir okkar ásamt byggingarverkamönnum 3500 metra langa flugbraut. Þar sem ein fiugbraut var ekki nóg var byggð önnur á fáeinum vikum, steypt þar sem það var nauðsynlegt, fyrir utan það sem var mal- bikað. Með skýlum og öllum nauðsynleg- um búnaði fyrir flugstöð. í gær sendi yfir- stjórn suðurvígstöðvanna okkur skeyti þar sem segir að í virðingarskyni við 26. júlí hafi verið lokið við flugbraut númer tvö. [Lófatak] Þannig að þeir unnu ekki bara hernað- arafrek, heldur líka byggingarafrek. Öfl- ugur herafli okkar getur nú gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til að verjast alls kyns óvæntum uppákomum, úr lofti eða af landi, með auknum styrk loftvarnarvopna. Kúbanskar og angólskar hersveitir sóttu allt til landamæra Namibíu. Þar eru sam- ankomnar herdeildir sem hafa vissulega reynslu og gífurlegan baráttuvilja. „Við sóttumst eftir pólitískri lausn“ En markmiðið var ekki að auðmýkja óvininn og valda honum hernaðarlegu 184

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.