Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 42

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 42
Kúbu, mundi geta sent þann stríðsútbún- að sem var sendur til Angólu. Það er stór hluti loftvarnarvopna okkar. Nýjustu loft- varnarvopnin eru þar. Hvers vegna gátum við þetta? Hvernig stóð á því að við gátum sent tugi þúsunda baráttuliða, hundruð skriðdreka, byssur og svo framvegis? Af hverju? Af því að alþýðan stendur með okku-, af því að sú hugmynd í heild sinni að virkja alla þjóðina í stríði, gerir okkur afar sterk. Af því að varnir landsins eru undir allri þjóðinni komnar. Enginn nema þjóð með síkt hugarfar, slíka heild- arhugmynd, gæti unnið það afreksverk að halda trúnað við skyldur sínar og scnda af stað liðsaukann sem fór, óttalaust og án þess að hika. Vegna þess að ef hcims- valdasinnar hefðu viljað nota tækifærið og ráðast á landið, heföu þeir rekist á alla þjóðina hérna og það hefði orðiö Svína- flóabardagi númer tvö, tveir bardagar, þrír, 100 Svínaflóabardagar.4 [Lófatakj SKÝRINGAR: 1 Machado, einræðisherra, var hrakinn frá völdum 1933 í almennri uppreisn er tengdist áhrifum kreppunnar á Kúbu. Það nægði ekki til að breyta efnanagslegri stöðu landsins, og þar mcð heldur ckki félagslegum afstæðum innanlands. 2 10. mars 1952 nam Fulgcncio Batista stjórnar- skrá Kúbu úr gildi og tók sér einræðisvald. 3 José Martí, þjóðhetja á Kúbu, var heimskunnur rithöfundur er hóf frclsisstríð Kúbu gegn Spáni 1895. Hann lét lífið í orrustu. 4 Bardaginn við Svínaflóann átti sér stað þcgar afturhaldssinnar og málaliðar gerðu misheppn- aöa innrás á Kúbu í apríl 1961. Kúba og Ængóla Scinnihluta árs 1974 og 1975 náðu nylcndur Portúgala í Aíríku sjálf- stæði. IMeðal þeirra var Angóla seni hlaut formlegt sjálfstæði 11. nóvember 1975. Angóla er eitt ríkasta landið í Afríku, af náttúruauðlindum. í forystu fyrir frelsisbaráttunni þar var MPLA, lýðræðisleg hreyfing sem átti ítök í flestum héruðum landsins. I byrjun árs 1975 gerði hún samkomulag við hinar frelsishreyfingarnar FNLA og UNITA, um myndun samsteypustjórnar í landinu. Allt benti til aö hin nýja stjórn lyti forystu sem ætlaði sér að sameina landið á lýð- ræðislegan hátt og treysta sjálfstæði þess. Heimsvaldasinnar í Bandaríkjunum og í Suður-Afríku notfærðu sér hinn sögulega klofning frelsishreyfinganna til að hefja borgarastríð. Markmiðið var að grafa undan MPLA og koma á fót ríkisstjórn hliðhollri heimsvaldastefnunni. í mars 1975 réðust hersveitir frá Zaire inn í norðurhluta Angólu til stuðnings FNLA. I ágúst ruddust svo fyrstu her- sveitir Suður-Afríku inn í suðurhluta landsins frá stöðvum sínum í Namibíu. Par börðust þær við hlið hersveita UNITA og hófu sókn norður á bóginn í október eftir hvatningu Bandaríkjastjórnar. Skömmu fyrir sjálfstæðisdaginn 11. nóv- ember voru þær komnar að úthverfum höfuðborgarinnar Luanda, en þar var aðalbækistöð MPLA. 186

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.