Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 9

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 9
hent að reisa þessa „arfleifð mannkyns“ til nýrrar vegsemdar. Kona að nafni Tam- ara Blanes sagði mér undan og ofan af þessu mikla starfi einn heitan júnímorgun í sumar. Hún er starfsmaður þeirrrar stofnunar sem annast varðveislu og endurreisn gömlu borgarinnar í samvinnu við UNESCO. Hún sagði brýnast af öllu að sérþjálfa fleira fólk til starfa, enda verkefnin ærin. Til skamms tíma hefur gamla Havana verið í niðurníðslu, mörg húsanna hanga uppi að því er virðist af gömlum vana og flest eru þau troðfull af fólki sem býr auðvitað við mikil þrengsli og lélegar aðstæður. Nú er mikið byggt af nýju húsnæði í öðrum hverfum Havana og stefnan er sú að íbúar gamla borgar- hlutans flytji smám saman í nýjar íbúðir eftir því sem kostur er, til þess að rýma fyrir endurreisninni. Þegar hefur verið gert við mörg hús, sum þeirra hafa fengið að vera íbúðarhús áfram en í öðrum er nú ýmiskonar starfsemi stunduð, oftast af menningarlegra taginu (söfn, gallerí, menningarhús) og svo eru þar rekin kaffi- hús, veitingastaðir, verslanir. Víða má sjá þá viðleitni í verki að endurskapa and- rúmsloft liðinna tíma, t.d. komum við í apótek þar sem scld voru lyfjagrös ýmis- konar, rætur og mura í sinni upprunaleg- ustu mynd, en engar sykurhúðaðar nú- tímapillur. Á öðrum stað var hægt að kaupa sér glas af köldu vatni, alveg eins- og á tímum Spánverja fyrir gos. Og á sjálfu Dómkirkjutorginu er nú útimark- aður á hverjum laugardegi þar sem mest er selt af handunnu glingri, misjafnlega merkilegu. Norræna húsið Alþjóðahyggja Kúbumanna kemur fram með skemmtilegum hætti í þessu endur- reisnarstarfi þeirra í gömlu Havana. Þá á Hluti af elsta borgarvirkinu við innsiglinguna í Hav- ana, Castillo de la Fuerza. „Vindhaninn“ er í konu- líki. La giraldilla, sem er tákn Havanaborgar og rommtegundarinnar Havana Club... Ljósm. E.G. ég við þá staðreynd að opinberir aðilar í öðrum löndum hafa veitt aðstoð til þess að gera upp ákveð n hús sem síðan eru helguð viðkomandi landi eða menningar- svæði: Afríkuhús, Mexikóhús, Arabahús. í Afríkuhúsinu sem stendur við götuna Obrapía gaf að líta glæsilega sýningu á listmunum frá ýmsum Afríkulöndum og var kjarni þeirrar sýningar gripir sem Fi- del Castro voru gefnir þegar hann ferðað- ist um Afríku árið 1977. Auk sýningar- innar fer margskonar starfsemi fram í húsinu og tengist öll Afríku, listum og menningu álfunnar. Við sömu götu stend- ur niðurníddur húskumbaldi sem í býr fjöldi manns enn sem komið er. Það á þó eftir að breytast, því að þarna verður 153

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.