Réttur


Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 39

Réttur - 01.10.1988, Blaðsíða 39
ánni Longa, orðnar matarlausar og án eldsneytis og skotfæra. Angólumenn hörfuðu. Hið sama hafði gerst áður, árið 1985, þegar Suður-Afríka gcrði ódulbúna innrás. En árið 1985 hratt Angóluher sókninni á angólskri grund. Hafið hugfast að þetta gerist allt á ang- ólskri grund og aðgerðir Suður-Afríku- hers fóru fram á angólskri grund. En í þetta skipti hröktu þeir herafla Angólu að Cuito Cuanavale og settust þar um hann. Þarna voru þúsundir manna úr bestu herdeildum Angóluhers og sú hætta vofði yfir að þeir yrðu drepnir. Það hefði veriö hörmulegt fyrir Angólu, því að þá hefði verið hægt að grafa undan sjálfstæði landsins og byltingunni. Angólumenn báðu okkur um aðstoð, og aðstoðin skipti sköpum. Hún skipti sköpum! Annað hvort urðum við að koma til hjálpar eða margra ára erfiði hefði verið til einskis. Hjálpin skipti ekki bara sköpum um að geta í samvinnu við Angólumenn losað þá úr erfiðri stöðu. Heldur einnig vegna öryggis hersveita okkar. Við komumst að þeirri niðurstöðu að ef Suður-Afríka fengi að ljúka þessari hernaðaraðgerð og ganga frá hersveitum Angólu, væru okkar eigin sveitir í hættu. Þess vegna ákvað forysta flokksins hik- laust að aðstoða Angólu við að greiða úr stöðunni. Það var ekki hægt án liðsauka. Her- sveitirnar sem voru búnar að vera í Ang- ólu í mörg ár nægðu ekki bæði til að hafa eftirlit með stóru hernaðarlega mikilvægu svæði, og greiða úr þeim vanda sem var kominn upp í Cuito Cuanavale. Þess vegna urðum viö að senda liðsauka. Að- gerð af þessu tagi er ekki hægt að fram- kvæma að hálfu leyti. Hvað áttum við að senda margar sveitir til Angólu? Eins margar og þurfti til aö greiða úr stöðunni. Ekki smávegis liðsauka, heldur allt sem til þurfti. „Hernaðaraðgerð sem þessi er ekki undir tækni eða peningum komin, heldur manninuni“ Óvinurinn í Suður-Afríku var með fleiri menn og hafði árum sarnan haft hernaðarlega yfirburði. Þessum hernað- arafstæðum varð aö snúa við. Einu sinni enn varð alþýða okkar lands að vinna af- reksverk og það gerði hún. Ég segi alþýð- an, því alþýðan er í raun samviska og driffjöður Byltingarhersins. [Lófatak] Það var sannarlega tilkomumikið að sjá hvernig hermenn okkar og varalið brást við. Tilkomumikið, þótt staðreynd- in sé sú að við höfum sent sveitir ár eftir ár. Það er aðdáunarvert. Hernað- araðgerð sem þessi er ekki undir tækn- inni komin, peningum, útbúnaði eða öðru slíku. Hún er undir manninum komin. Mannlegi þátturinn réði úrslit- um. 183

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.