Morgunblaðið - 05.01.2006, Page 2

Morgunblaðið - 05.01.2006, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LAGT FYRIR FUND Ákvæði um að starfskjarastefna stjórna og stjórnenda fyrirtækja skuli lögð fyrir hluthafafund til sam- þykktar verða í nýju frumvarpi um hlutafélög og einkahlutafélög sem Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- og iðnaðarráðherra hyggst leggja fram í upphafi vorþings. 45 uppsagnir Alls bárust um 45 uppsagnir frá starfsfólki á leikskólum í Kópavogi í gær, að sögn Sesselju Hauksdóttur, leikskólafulltrúa Kópavogsbæjar. Ástæða uppsagnanna er óánægja meðal starfsfólks með launakjör og segir Sesselja að langflestir hafi lýst því yfir að verði kjörin löguð, muni uppsagnir verða dregnar til baka. Öxulþungatakmarkanir Mikil hlýindi stefndu þjóðvegum landsins í hættu í gær og varð Vega- gerðin að grípa til þess ráðs að setja 10 tonna öxulþunga á hringveginn og víðar allt frá Borgarnesi austur á firði að Vestfjörðum meðtöldum. Um og yfir 10 stiga hiti á landinu or- sakaði þessar aðgerðir sem oftast er gripið til á vorin en ekki um hávetur. Sharon mikið sjúkur Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er alvarlega veikur og í gær þótti jafnvel tvísýnt um líf hans. Var hann fluttur í skyndingu á sjúkrahús vegna mikillar vanlíðunar og nokkru síðar skýrðu læknar frá því, að hann hefði fengið „mikla“ heilablæðingu. Var þá verið að reyna að létta á þrýstingi í heilanum. Hefur Ehud Olmert aðstoðarforsætisráðherra tekið við skyldum Sharons til bráða- birgða. Veikindi Sharons geta haft mikil áhrif á stjórnmálaþróunina í Ísrael en nýjum flokki hans er spáð stórsigri í kosningum í marslok. Þá geta þau einnig ráðið miklu um hvernig deila Ísraela og Palest- ínumanna þróast. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 32 Úr Verinu 8 Umræðan 34/35 Erlent 16/20 Bréf 35 Minn staður 22 Minningar 36/44 Höfuðborgin 24 Brids 45 Akureyri 24 Myndasögur 48 Landið 25 Dagbók 48/51 Austurland 26 Staður og stund 50 Suðurnes 26 Leikhús 52 Menning 27 Bíó 54/57 Daglegt líf 28/29 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 Neytendur 32/33 Staksteinar 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,                          SAMHERJI hefur ákveðið að flytja pökkunarlínu frá Dalvík til Grimsby í Englandi og er gert ráð fyrir að flutningnum verði lokið innan tveggja mánaða. Ástæðan er lægri launa- og flutningskostnað- ur, meðal annars vegna gengis- þróunar á umliðnum árum, en flutningurinn þýðir að sex stöðu- gildi flytjast frá byggðarlaginu. Þeim sem missa vinnuna verða hins vegar boðin önnur störf hjá fyrirtækinu, en í frystihúsinu starfa rúmlega eitt hundrað manns alls. Gestur Geirsson, framkvæmda- stjóri landvinnslu Samherja, segir að meginástæðan fyrir þessum breytingum sé að þeir séu að leita allra leiða til þess að lækka kostn- að. „Við sækjum í lægri launa- og flutningskostnað á afurðum með því að fara með þetta til Englands, auk þess sem við getum þjónustað viðskiptavinina betur og vonandi sótt í annað hráefni sem við höfum ekki haft aðgang að hér á Íslandi,“ sagði Gestur. Launakostnaður lægri úti Í framleiðslulínunni er þorsk- og ýsubitum pakkað í neytendaum- búðir sem fara í stórmarkaði og hefur þessi pökkunarlína verið á Dalvík í um fimmtán ár. Gestur sagði að um plássfreka afurð væri að ræða og flutningskostnaður héðan væri hár. Flutningskostn- aðurinn lækkaði um rúmlega helming við það að flytja pökk- unina út og sá sparnaður einn skipti tugum milljóna króna á ári. Þá væri launakostnaðurinn 30– 40% lægri í Englandi en á Íslandi. Gestur sagði aðspurður að gengi íslensku krónunnar væri ein aðal- ástæðan fyrir þessum flutningi. Annars vegar yrðu þeir að leita allra leiða til þess að lækka kostn- að og hins vegar yrði launasam- burðurinn svo óhagstæður við þetta gengi. „Þetta er alveg sama og við erum að upplifa í vinnslu okkar í Þýskalandi, hvað launa- kostnaður þar er miklu lægri en á Íslandi. Og þetta er nokkuð sem hefur bara snúist við á einum fimm árum en áður vorum við allt- af með lægri launakostnað en aðr- ir,“ sagði Gestur. Hann sagði að hluti væri gengið og síðan hefðu orðið miklar launa- hækkanir. Þannig hefðu laun í fiskvinnslu hækkað um 5–7% nú um áramótin. Sex stöðugildi tapast á Dalvík þegar Samherji flytur pökk- unarlínu fyrir þorsk- og ýsubita til Grimsby í Englandi Gengisþróunin ein að- alástæða flutningsins Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is RÚMLEGA 600 manns vinna um þessar mundir við stækkun álverk- smiðju Norðuráls við Grundartanga í Hvalfirði. Gert er ráð fyrir að unnt verði að hefja gangsetningu fyrstu keranna um miðjan febrúar og að þau verði öll komin í gagnið í ágúst. Af- kastageta verksmiðjunnar hefur þá aukist úr 90 þúsund tonna framleiðslu á ári í 220 þúsund tonn. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórnun- arsviðs Norðuráls, segir verkið sjálft á áætlun og fjárhagsáætlun einnig standast en alls kostar stækkunin kringum 475 milljónir dollara eða um 30 milljarða íslenskra króna. Íslensk- ir og erlendir verktakar vinna að stækkuninni. Nokkrir íslensku verk- takanna eru undirverktakar erlendra framleiðenda búnaðar álversins og sinna þeir m.a. uppsetningu hans. Fjölmennasti hópurinn er á vegum Ístaks, rúmlega 200 manns, en fyr- irtækið sér um að reisa kerskálana tvo, sem eru um einn km á lengd, og fleiri byggingar. Búið er að ráða flesta starfsmenn vegna stækkunarinnar, um 160 manns, og hafa þeir flestir þegar haf- ið störf. Segir Ragnar þá sinna, auk þjálfunar, fóðrun á kerunum og þann- ig gefist þeim góður tími til að komast vel inn í starfsemi álversins. Starfs- menn Norðuráls eru nú 355 talsins. Umfangsmikið verk Brynjar Brjánsson, staðarstjóri Ístaks, tjáði Morgunblaðinu að 200– 300 manns hefðu starfað á vegum fyr- irtækisins allt síðasta ár og væri fjöldinn nú rúmlega 200 manns. Brynjar segir verkið á áætlun og hafi gengið vel, það sé flókið en með góðri samræmingu verktaka gangi hlutirn- ir upp. Hann segir þetta umfangs- mesta verkefni sem Ístak hafi eitt og sér ráðist í en verksamningurinn hljóðar upp á rúma sex milljarða króna. Þrjár verkfræðistofur sjá um hönn- un og útfærslu verkefnisins og hafa jafnframt umsjón og eftirlit með framkvæmdunum, Hönnun, Raf- hönnun og Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen. Arkitekt er Magnús H. Ólafsson. Morgunblaðið/Golli Með stækkuninni eykst framleiðslugeta álvers Norðuráls á Grundartanga úr 90 þúsund tonnum á ári í 220 þúsund tonn á ári. Um 600 manns vinna við stækkun Norðuráls Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is Hornfirð- ingar kaupa hlut í flugfélagi Hornafjörður | Um 20 Hornfirðingar hafa keypt um 10% hlut í eignar- haldsfélaginu City Star sem er móð- urfélag Landsflugs, City Star Air- lines, og Skýlis 1. Landsflug heldur uppi áætlunarflugi til Hafnar í Hornafirði, Vestmanneyja, Sauðár- króks, Bíldudals og Gjögurs auk þess að sinna sjúkraflugi til Vest- mannaeyja, og almennu leiguflugi. City Star Airlines heldur uppi áætlunarflugi tvisvar á dag flesta daga vikunnar frá Aberdeen til nokkurra staða í Noregi. Á kynningarfundi sem forsvars- menn City Star héldu á Hornafirði sl. haust kom fram hjá þeim mikill áhugi á því að reyna að tryggja betra og öflugra flug til svæðisins. Flug- vélakostur fyrirtækisins samastend- ur af þremur 32 sæta Dornier 328 flugvélum, þrem 19 sæta Dornier 228 flugvélum og svo einni Piper Chieftain flugvél. Daði Dagbjartsson markaðsstjóri City Star segir að m.a. sé stefnt á að 32 sæta vélarnar verði notaðar í áætlunarflug til Hafnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.