Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 31
Undanfarið hefur boriðnokkuð á umræðumum verð matvæla á Ís-landi og í
því sambandi hefur
sérstaklega verið vís-
að í sameiginlega
skýrslu norrænna
samkeppnisyfirvalda,
sem kom út fyrir
skömmu. Þar kemur
m.a. fram að verð á
matvælum á Íslandi
sé 42% hærra en
meðaltal 15 ríkja
Evrópusambandsins
árið 2004. Bent er á
að Ísland og Noregur
standi utan sam-
bandsins og beiti toll-
um á innflutning
landbúnaðarvara,
sem sé ein helsta
ástæðan fyrir þessum
verðmun. Í framhald-
inu hafa ýmsir aðilar
viljað leggja sök í
málinu alfarið við dyr
landbúnaðarstefn-
unnar. Forsætisráð-
herra hefur nú ákveð-
ið að skipa nefnd til að fara yfir
málið. Fagna ég því enda verður
farið þar yfir allar hliðar málsins,
bæði hvað varðar verðlag inn-
lendra og innfluttra matvæla.
Engu að síður tel ég ástæðu til að
draga fram ákveðnar staðreyndir
vegna þessarar umræðu, sem því
miður er að mörgu leyti á villigöt-
um.
Það hefur um langt árabil verið
sameiginlegt kappsmál stjórn-
valda og bænda að tryggja ís-
lenskum neytendum gæðavörur á
góðu verði. Landbúnaðurinn hefur
verið í örri þróun hin síðari ár
með markmið um hagkvæmni,
hagræðingu og bætta samkeppn-
ishæfni að leiðarljósi. Þessi þróun
hefur leitt það af sér að framleið-
endum hefur fækkað verulega á
undanförnum árum, á sama tíma
og bú þeirra hafa stækkað. Um-
talsverð hagræðing hefur orðið í
rekstri sláturhúsa og mjólk-
ursamlaga. Jafnframt hafa bú-
vörusamningar og opinber stuðn-
ingur við framleiðsluna miðað að
því að lækka vöruverð til neyt-
enda. Þessi þróun hefur falist í
landbúnaðarstefnunni, sem jafn-
framt leitast við að veita framleið-
endum búvara tilhlýðilega aðlögun
að breytingum í rekstrarumhverfi
þeirra. Gildir þetta jafnt um þró-
un mála hér innanlands sem og
samningaviðræður á erlendum
vettvangi um aukið frjálsræði í
viðskiptum með búvörur.
Ég vil árétta að landbúnaðar-
stefnan sem slík gengur ekki ein-
ungis út á búvörur, fram-
leiðslukostnað þeirra og verð. Af
landbúnaðarstefnunni
leiðir að þjóðin býr
við fæðuöryggi, mat-
vælaöryggi, atvinnu-
tækifæri í hinum
dreifðu byggðum, lif-
andi sveitir og af-
þreyingarmöguleika
þeim tengdum,
landslag, ræktun og
umhverfi sem laða að
ferðamenn nær og
fjær og landbún-
aðarmenningu sem
er okkur dýrmæt
sem sjálfstæðri þjóð.
Hvaða verðmiða ber
að setja á þessi gildi?
Og með hvaða hætti
og tilkostnaði mætti
framkalla þau og
viðhalda ef ekki er
til staðar lifandi
landbúnaður?
Nú er það svo að
matvælaverð á Ís-
landi telst hátt í
samanburði við evr-
ópskt meðaltal. Það verður þó að
telja gagnrýnivert að á sama tíma
og freðin hönd frjálshyggjunnar
beinir fingri að landbúnaðarstefn-
unni skuli ekki dregin fram sú
staðreynd að flestar búvörur eru
fluttar til Íslands án tolla og
magntakmarkana. Þó það kunni
að hljóma einkennilega fyrir þjóð
sem hefur byggt sína sögulegu af-
komu á matvælaframleiðslu, flytja
Íslendingar inn meira en helming-
inn af fæðuþörf sinni. Fyrir liggur
að önnur matvæli en þau sem
framleidd eru innanlands og sann-
anlega njóta tollverndar eru ekk-
ert síður dýrari og jafnvel enn
frekar ef verð þeirra er borið
saman við sömu vörur í evrópsk-
um verslunum. Þetta sést glögg-
lega á meðfylgjandi súluriti, með
samanburði fyrir árið 2003. Í há-
degisfréttum í vikunni vildi einn
fræðimaðurinn meina að kaup-
maðurinn hagaði sér með þeim
hætti að hækka verð á allri mat-
vöru í skjóli verðlags á innlendri
búvöru. Vont er ef satt reynist, en
er sanngjarnt og eðlilegt að sið-
blinda og græðgi slíks kaupmanns
sé lögð á samvisku landbúnaðar-
ins?
Um 14% af útgjöldum íslenskra
heimila er ráðstafað til matvæla-
kaupa, þar af um 6% til kaupa á
innlendri búvöru. Þetta þýðir að
þær kjöt-, mjólkur- og garð- og
gróðurhúsaafurðir sem hér eru
framleiddar hafa minna en helm-
ings vægi í innkaupakörfu lands-
manna. Verð þessara vara hefur
lækkað til neytenda á undan-
förnum árum. En hagur neytenda
er margvíslegur og einskorðast
ekki við vöruverð. Gæði vöru,
hollusta og heilbrigði, fram-
leiðsluaðferðir og uppruni eru
þættir sem geta haft úrslitaáhrif á
val neytenda á búvörum. Veit ég
að íslenskir neytendur vilja það
sem íslenskur landbúnaður hefur
upp á að bjóða og er annt um að
starfsskilyrðum hans sé ekki
steypt um koll með óafturkræfum
hætti. Íslenskir neytendur þekkja
íslenskar framleiðsluaðstæður og
vita að ekki er raunhæft að ætla
að hérlendis sé hægt að framleiða
búvörur á meðaltalskostnaði Evr-
ópusambandsríkja. Eðlilega gera
þeir þó kröfur um rétt jafnvægi
verðs og gæða og þeim kröfum
verður landbúnaðurinn að halda
áfram að leitast við að svara. Það
er því sjálfsagt og landbúnaðinum
fagnaðarefni að setjast yfir verð
matvæla hérlendis, en að því verki
þurfa allir að koma sem hlut eiga
að máli, þ.m.t. ríkisvaldið sem
leggur m.a. virðisaukaskatt á mat-
væli og verslunin sem verðleggur
vörurnar, innlendar sem erlendar,
endanlega til neytenda.
Vil ég sérstaklega benda á eina
mikilvæga staðreynd, sem því
miður er ekki dregin fram með
nægilega skýrum hætti í fyrr-
nefndri skýrslu norrænna sam-
keppnisyfirvalda eða þeirri um-
ræðu sem hefur fylgt henni. Ef
horft er til Evrópusambandsríkj-
anna 15 árið 2004 má sjá að það
er allt að 48 prósentustiga frávik í
verði matvæla meðal þeirra. Mat-
vælaverð er lægst á Spáni, eða
78% af meðaltali Evrópusam-
bandsríkjanna, og hæst í Dan-
mörku, eða 126% af meðaltalinu.
Þetta gerist þrátt fyrir þá stað-
reynd að Evrópusambandsríkin
öll búa við sameiginlega landbún-
aðarstefnu, sameiginlega tolla-
stefnu gagnvart þriðju ríkjum og
frjálst vöruflæði meðal sín. Af
þessari staðreynd einni má vera
ljóst að landbúnaðarstefnan getur
ekki ein og sér borið sök í málinu.
Getur verið að þættir eins og
gengi, verðlag, tekjustig, tekju-
skipting, skattastig, rekstr-
arkostnaður og kröfur til gæða,
hollustu og jafnvel hagnaðar hafi
þarna veruleg áhrif? Skyldi þetta
vera með öðrum hætti hérlendis?
Og er annað raunhæft en að bera
saman líkt og líkt?
Um landbúnað
og matvælaverð
Eftir Guðna Ágústsson
Guðni
Ágústsson
’Forsætisráð-herra hefur nú
ákveðið að skipa
nefnd til að fara
yfir málið.‘
Höfundur er landbúnaðarráðherra.
ð yrði á
að dóms-
ið undan
irðingum
staðið í
rðabyggð
yggt þar
aldsins er
starfsemi
manns, en
þrjú störf
hálfu rík-
amenn í
a og fóta
u okkar,“
stjórnar-
þar sem
d.
vogi og í
ósáttir.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í
Kópavogi, segist m.a. óttast að nær-
þjónustan í Kópavogi rýrni og að
sérþekking glatist gangi það eftir að
lögregluliðið á höfuðborgarsvæðinu
verði sameinað. Hann segir enn-
fremur miður verði niðurstaðan sú
að staðsetja lögreglu höfuðborgar-
svæðisins í Reykjavík. „Ef sameina
á lögregluna [á svæðinu] í eitt lið
hlýtur að eiga að staðsetja það mið-
svæðis, t.d. í Kópavogi.“
„Fjandsamleg yfirtaka“
Gunnar segir einnig að ef sam-
eina eigi lögreglulið á annað borð
væri nær að sameina liðin í Hafn-
arfirði og í Kópavogi og ef til vill í
Keflavík. „Við höfum lýst okkar
skoðunum á þessu máli, en það virð-
ist engu máli skipta hvað okkur
finnst, þeir hlusta ekki á okkur.“
Hann segist sætta sig illa við það að
lögreglan í Kópavogi verði útibú frá
Reykjavík. „Þetta er fjandsamleg
yfirtaka og við munum láta í okkur
heyra og reyna að hafa áhrif á þing-
menn okkar.“
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, segir að bæjaryfirvöld
hafi byggt upp gott samstarf við lög-
regluyfirvöld í bænum, ekki síst í
forvarnamálum. „Við höfum náð
góðum árangri og höfum lagt mikið
upp úr þessu samstarfi.“ Hann segir
mikilvægt að slíku samstarfi verið
haldið áfram og bætir við: „Við vit-
um hvað við höfum en ekki hvað við
fáum. Þess vegna erum við ekki
tilbúin til að kaupa breytingar eins
og þessar þar sem verið er að færa
þetta allt undir einn hatt.“
oðaðar breyt-
ögreglumála
Morgunblaðið/RAX
æður um
best fyr-
r ættu að
finn
fna
Morgun-
smálaráð-
m á skip-
að stefnt
sé að því að lítil sýslu-
mannsembætti verði
efld með flutningi
verkefna og starfa til
þeirra frá ráðuneyt-
um og stofnunum. Að
sögn Björns er þegar
hafinn undirbúningur
að því. „Lengst er
undirbúningur kom-
inn vegna stofnunar
innheimtumiðstöðvar
sekta og sakarkostn-
aðar á Blönduósi og
hefur ráðuneytið
fengið tillögur um
hvernig að honum
verði best staðið. Bjarni Stefáns-
son, sýslumaður á Blönduósi, hefur
leitt undirbúningsstarfið. Aðrir
sýslumenn eru að skoða önnur
verkefni.“
Aðspurður segir hann með öllu
óvíst hvort flutningur þessara
verkefna leiði til uppsagna á höf-
uðborgarsvæðinu. Inntur eftir því
hve mörg störf verði með þessu
flutt til lítilla embætta segist hann
ekki ætla að slá á neinar tölur.
„Aðalatriðið er að stefna hefur ver-
ið mörkuð í þessu efni og ég tel
miklu skipta að önnur ráðuneyti
sigli í kjölfar dóms- og kirkjumála-
ráðuneytisins og líti til þess hvort
ekki sé unnt að flytja verkefni til
framkvæmdavaldshafa ríkisins í
héraði, það er sýslumannanna.“
Björn áformar einnig að breyta
skipulagi ákæruvalds, eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær. Sú
ákvörðun felur m.a. í sér að ákæru-
vald í efnahagsbrotum verði fært
undir millisaksóknara, sem verður
undir eftirliti ríkissaksóknara.
Þegar Björn er spurður nánar út í
þessar tillögur svarar hann:
„Ákvörðunin um saksóknara snýst
að þessu leyti um að til verði sér-
stakur efnahagsbrotasaksóknari
sem starfi í umboði ríkissaksókn-
ara en ekki á forræði ríkislögreglu-
stjóra, en hann starfræki deild sér-
hæfðra lögreglumanna til að
rannsaka efnahagsbrot undir leið-
sögn þessa saksóknara, það er
efnahagsbrotadeild.“
ð rannsóknir
og á Eskifirði
jörn Bjarnason
nar á höfuðborgarsvæðinu verður til húsa