Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 35 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ geinir frá því í gær að Fjármálaeftirlitið hafi falið embætti ríkislög- reglustjóra að rannsaka viðskipti með stofnfjárhluti í Sparisjóði Hafnarfjarðar á liðnu ári. Fréttastofa Ríks- útvarpsins hafði þessa frétt upp eftir Morgunblaðinu en til þess að gera sinn hlut ekki lítinn var þess getið að Fjár- málaeftirlitið hefði hafið rannsókn á við- skiptum með stofn- fjárhluti í Sparisjóði Hafnarfjarðar eftir að fréttastofan hefði flutt fréttir m.a. af kaupum mínum og nokkurra annarra á stofnfjár- hlutum á liðnu sumri. Mér er ekki kunnugt um að þessi kaup mín séu undir opinberri rannsókn embættis ríkislögreglustjóra. Komi til þess mun ég að sjálf- sögðu greina fjölmiðlum frá því og þeim sakargiftum sem á mig eru bornar. Ég tel hins vegar á þessari stundu rétt að fjölmiðlar hafi rétta mynd af hverju máli fyrir sig, m.a. því hvenær ég hóf sam- skipti við Fjármálaeftirlitið á síð- ast liðnu ári og hvers vegna. Aðalfundur Sparisjóðs Hafn- arfjarðar var haldinn þann 20. apríl 2005. Fyrir þann fund var leitað til mín og Karls Georgs Sigurbjörnssonar hæstaréttarlög- manns af hálfu stofnfjáreigenda, sem höfðu áhuga á að bjóða fram lista til stjórnarkjörs og ná í það minnsta meirihluta í stjórn Spari- sjóðs Hafnarfjarðar. Frestur til að skila framboðum samkvæmt samþykktum sjóðsins rann út á miðnætti þann 17. apríl. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafði ekki gert neinar ráðstafanir til að taka við framboðum, eins og henni bar þó eðli máls sam- kvæmt. Reynt var að hafa sam- band við Fjármálaeftirlitið þó frí- dagur væri til þess að skerast í leikinn. Það tókst ekki. Var því brugðið á það ráð að reyna að hitta stjórnarmenn Sparisjóðs Hafnarfjaðar á heimilum þeirra og láta þá kvitta fyrir móttöku framboðslista ásamt meðmæl- endalista. Stjórnarformaður sjóðsins Matthías Á. Mathiesen sagði þeim stofnfjáreiganda, sem var í forsvari fyrir framboðinu, að hann gæti komið einn og hitt sig; lögfræðinga úr Reykjavík þyrfti hann ekki að hitta og bætti því við að hann væri sjálfur hæstaréttarlögmaður. Engu að síður fórum við Karl ásamt skjól- stæðingi okkar að heimili Matthíasar, liðlega tíu að kvöldi þess 17. apríl, þar sem hann tók á móti framboðinu á náttföt- unum í sudda utan- dyra. Þann 18. apríl var Fjármálaeftirlitinu ritað bréf og þess óskað að það rann- sakaði undirbúning stjórnar Sparisjóðs Hafnarfjarðar á boð- uðum aðalfundi, enda höfðu stofnfjáreigendur sem skipta vildu um stjórn grun um að ekki væri þar allt í samræmi við lög og samþykktir sparisjóðs- ins. Með bréfi 19. apríl hafnaði Fjármálaeftirlitið þessari beiðni en tilkynnti að vegna framkomins framboðslista hefði Fjármálaeft- irlitið ákveðið að taka til skoð- unar hvort til staðar væri virkur eignarhlutur í sparisjóðnum sam- kvæmt 40. gr. laga nr. 161/2002. Á aðalfundi Sparisjóðs Hafn- arfjarðar kom það í ljós að sitj- andi stjórn sjóðsins með Matthías Á. Mathiesen hæstaréttarlög- mann í forsæti hafði ekki lagt fram neinn lista með meðmæl- endum fyrir lok framboðsfrests heldur lét Matthías helstu stuðn- ingsmenn sína og þjóna ganga um fundarsalinn til að afla tilskil- ins fjölda meðmælenda. Matthías vildi jafnframt meina stofnfjár- eigendum, sem voru með hið eina löglega framboð, að hafa með sér lögmenn til ráðgjafar. Taldi það andstætt reglum sjóðsins. Matt- hías Á. Mathiesen varð þó að láta í minni pokann varðandi þetta, eins og flest annað er laut að framkvæmd fundarins. Fór svo að lokum að enginn af lista stjórnar náði kjöri. En þá varð fjandinn laus. Matthías Á. Mat- hiesen yfirheyrði stofnfjáreig- endur eftir fundinn og flutti Fjármálaeftirlitinu allar þær upplýsingar, sem hann gat haft upp úr stofnfjáreigendum. Fjármálaeftirlitið hóf þá að senda stofnfjáreigendum bréf í gríð og erg og vildi upplýsingar um hvort þeir hefðu lofað að styðja lista nýrrar stjórnar, hvort þeir hefðu gert samninga um sölu stofnfjár, hvort þeir hefðu þegar selt, hvað verð hefði fengist fyrir stofnfjárhluti og fleira í þessum dúr. Allt til að komast að raun um hvort virkur eignarhluti hefði myndast í Sparisjóði Hafn- arfjarðar fyrir aðalfundinn 20. apríl eða síðar. Sjálfur fékk ég fleiri en eitt svona bréf eftir kaup mín á stofnfjárhlutum og hef svarað þeim öllum. Þar hef ég meðal annars fært rök fyrir því að Fjármálaeftirlitið kunni að vera vanhæft til þessarar rann- sóknar, sem stjórnvald, þar sem endurskoðandi þess, Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi, er og hefur verið einn helsti stuðn- ingsmaður Matthíasar Á. Mathie- sen í stjórn Sparisjóðs Hafn- arfjarðar, en Fjármálaeftirlitið virðist aldrei hafa haft áhyggjur af þeim virka eignarhluta, sem Matthías Á. Mathiesen hafði í áratugi í Sparisjóði Hafn- arfjarðar ásamt Bjarna Þórð- arsyni, áðurnefndum Sigurði, Gissuri Guðmundssyni lög- regluþjóni, Albert Má Stein- grímssyni, Árna Mathiesen nú- verandi fjármálaráðherra og fleiri góðum vinum og vensla- mönnum, sem hann hafði af góð- mennsku afhent stofnbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Mér er kunnugt um að landráð eru refsivert brot hér á landi. Ég vissi hins vegar ekki að það kynni að vera refsivert að steypa Matt- híasi Á. Mathiesen og vinum hans af veldisstóli fjármála í Hafn- arfirði. En maður er jú alltaf að læra eitthvað nýtt. Er refsivert að steypa Matthíasi Á. Mathiesen og félögum af veldisstóli? Sigurður G. Guðjónsson skrifar um rannsókn viðskipta með stofnfjárhluti í Sparisjóði Hafn- arfjarðar ’Ég tel hins vegar áþessari stundu rétt að fjölmiðlar hafi rétta mynd af hverju máli fyr- ir sig, m.a. því hvenær ég hóf samskipti við Fjármálaeftirlitið á síð- astliðnu ári og hvers vegna.‘ Sigurður G. Guðjónsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ÚTSALA 20% afsláttur af öllum flísum Allt að 70% afsláttur af völdum tegundum Flísabúðin hf • Stórhöfða 21 • 110 Reykjavík • Sími 545 5500 • www.flis.is HINN 27.12. síðastliðinn birtist grein í Morgunblaðinu eftir skóla- systur mína, Svövu Björgu Mörk, um verðleika mennt- unar okkar, leikskóla- kennaramenntunina. Mig langar að skoða nánar hversu mik- ilvægt er að þessi menntun sé metin að verðleikum í sam- félaginu og hvernig við förum að því að auka virðingu almenn- ings á henni. Það er okkur öllum ljóst að mikilvægt er að hafa vel menntað fagfólk innan leikskól- anna. Leikskólarnir gegna því hlutverki að ala upp kynslóðir framtíðarinnar, þar með talið ráðherra og jafnvel forseta. Því er nauðsynlegt að leik- skólakennarar hafi sjálfsvirðingu, þol og þrek til að sinna því starfi. Þetta næst meðal annars með því að launin séu í sam- ræmi við menntun starfsmanna og það álag sem á þeim hvílir dagsdaglega. Sjálfsvirðing mín hefur farið hríðminnkandi frá því ég hóf nám- ið. Í lokaritgerðinni minni fjallaði ég um viðhorf til leikskólakennara og sagði þar m.a.: „Ég hóf námið af eldmóði, yfir mig glöð að hafa tekið ákvörðun og að hafa loksins fundið nám við mitt hæfi. Fljótlega fór ég að finna fyrir viðbrögðum umhverf- isins við vali mínu á háskólanámi. Fólk spurði mig hvort ég vissi ekki hver launin væru og hvað ég ætli svo að gera, hvort ég ætli „bara“ að fara að vinna í leikskóla.“ Þessi við- brögð frá samfélaginu hef ég ítrek- að orðið vör við eftir að námi mínu lauk og hafa þau orðið til þess að ég nú sit ég uppi með minnimátt- arkennd auk námslána á bakinu. Viðhorf til leikskólans virðast blendin. Leikskólinn er viður- kenndur sem nauðsyn- legur skóli fyrir börnin okkar en á sama tíma er ekki skynsamlegt með tilliti til launanna að velja sér hann sem starfsvettvang. Hugsið ykkur ef tvítugur son- ur ykkar kæmi nú til ykkar, loksins búinn að finna köllun sína í líf- inu, og segði: „Ég ætla að verða leikskóla- kennari.“ Eins og stað- an er núna borgar sig fyrir ykkur að letja hann í því að fara í há- skóla að læra fyrir það starf. Betur kæmi út fyrir hann að fá sér vinnu strax og vegna nýjustu samninga starfsmanna í Eflingu stéttarfélagi marg- borgar sig fyrir hann að flytja bara til Reykjavíkur ef þið er- uð utan af landi. Til þess að auka sjálfsvirðingu leik- skólakennarastétt- arinnar er nauðsynlegt að viðhorf til hennar séu jákvæð. Þetta hefst með mannsæmandi launum. Ekki bara háum launum heldur launum sem hvetja fólk með metnað til starfsins. Að lokum hvet ég leikskólakenn- ara til að bera höfuðið hátt og spyrna gegn minnimáttarkenndinni. Líta stolt á nám sitt og starfsvett- vang, láta í sér heyra í samfélaginu og segja hátt: „Ég er leikskóla- kennari.“ Ég er leik- skólakennari Sigrún Ósk L. Gunnarsdóttir fjallar um kjör og starf leik- skólakennara Sigrún Ósk L. Gunnarsdóttir ’Að lokum hvetég leikskóla- kennara til að bera höfuðið hátt og spyrna gegn minni- máttarkennd- inni.‘ Höfundur er leikskólakennari. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.