Morgunblaðið - 05.01.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 4 . TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Endalaus
kauporka
Útsölurnar taka við af
jólavertíðinni | Daglegt líf
Viðskipti | Afar gott ár að baki í Kauphöllinni Miklar breytingar á
Odda Íþróttir | Heimir Örn inn fyrir Baldvin Blikar fá tvo efnilega
frjálsíþróttamenn Málið | Engar málalengingar Þegar hlutirnir takast
Stærsta
útsalan er hafin!
Opið til 21 í kvöld!
Jerúsalem. AP, AFP. | Ar-
iel Sharon, forsætisráð-
herra Ísraels, fékk „mik-
ið“ heilablóðfall í gær að
því er fram kom hjá
læknum eftir að hann
hafði verið fluttur á
sjúkrahús í skyndingu
vegna vanlíðunar. Var
jafnvel talið, að tvísýnt
væri um líf hans. Hefur
Ehud Olmert aðstoðarforsætisráðherra
tekið við skyldum Sharons til bráðabirgða.
Sharon, sem fékk heilablóðfall fyrir tæp-
lega þremur vikum, átti að gangast undir
hjartaaðgerð í morgun en í gær fann hann
fyrir miklum verk fyrir brjósti og leið mjög
illa. Læknir á Hadassah-sjúkrahúsinu í
Jerúsalem sagði svo í gærkvöldi, að um
mikla blæðingu hefði verið að ræða og
heilaskaða. Væri Sharon á skurðstofu þar
sem reynt væri að létta þrýstingi í heila.
Óvissa í stjórnmálunum
Veikindi Sharons, sem er 77 ára að aldri,
valda mikilli óvissu í Ísrael og geta haft
veruleg áhrif á þróunina í stjórnmálum
landsins á næstunni. Nýlega sagði hann sig
úr Likud-flokknum og stofnaði nýjan flokk,
sem spáð er stórsigri í þingkosningunum í
Ísrael í marslok. Fylgdu þá Sharon margir
frammámenn í Likud og einnig kunnir
menn í Verkamannaflokknum, til dæmis
Shimon Peres, fyrrverandi leiðtogi hans.
Ágreiningurinn í ísraelskum stjórnmálum
snýst ekki síst um afstöðuna til Palestínu-
manna og hernumdu svæðanna og því geta
veikindi Sharons haft mikil áhrif á stöðuna í
þeim málum á næstunni.
Sharon
alvarlega
veikur
Ariel Sharon
Viðskipti, Íþróttir og Málið í dag
ÁKVÆÐI um að starfskjarastefna
stjórna og stjórnenda fyrirtækja
skuli lögð fyrir hluthafafund til sam-
þykktar verða í nýju frumvarpi um
hlutafélög og einkahlutafélög sem
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-
og iðnaðarráðherra hyggst leggja
fram í upphafi vorþings.
Frumvarpið byggist á tillögum
sem nefnd um stefnumótun íslensks
viðskiptaumhverfis lagði fram í
ágúst 2004 en byggt var á tillögum
nefndarinnar við setningu nýrra
samkeppnislaga í fyrra og segir Val-
gerður að þetta frumvarp taki til
seinni hluta tillagna nefndarinnar,
sem snúi að starfsháttum fyrir-
tækja.
Hún segir að undir hugtakið
starfskjarastefnu falli ráðningar-
kjör, starfslokasamningar, kaup-
réttarsamningar og fleira í þeim
dúr. Starfsloka-
samningar á borð
við þá sem mikið
hafi verið í um-
ræðunni undan-
farna daga falli
hiklaust undir
ákvæði frum-
varpsins, að sögn
ráðherra.
Þá séu einnig í
frumvarpinu
ákvæði sem varða rétt minnihluta í
félögum. „Til dæmis að handhafar
10% hlutafjár geti farið fram á rann-
sókn og höfðað skaðabótamál,
reyndar á eigin kostnað, og fleira í
þeim dúr. Þetta er allt í því skyni að
bæta stjórnarhætti fyrirtækja,“ seg-
ir Valgerður.
Eins og áður sagði byggist frum-
varpið á tillögum nefndar viðskipta-
ráðherra en í þeim tillögum var
meðal annars kveðið á um að hlut-
hafafundir samþykki kjör stjórn-
enda. Valgerður segir að alltaf hafi
staðið til að leggja frumvarpið fram
nú á vorþingi og tillögur viðskipta-
lífsnefndarinnar hafi legið frammi í
rúmt ár en atburðir og umræða und-
anfarinna daga um starfslokasamn-
inga forstjóra FL Group hafi valdið
því að fjölmiðlar og fleiri hafi farið
að spyrja út í hvar tillögurnar væru
staddar.
Samfylking boðar frumvarp
Í pistli á heimasíðu sinni í gær
segir Össur Skarphéðinsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, að hann
ásamt fleiri þingmönnum flokksins
hafi lagt drög að frumvarpi til laga
um breytingar á hlutafélagalögum. Í
frumvarpi þeirra séu ákvæði um að
félög af ákveðinni stærð verði skyld-
uð til að leggja starfslokasamninga
stjórnenda fyrir hluthafafund til
samþykktar, umræðu eða synjunar.
Ákvæði um stjórnir og stjórnendur í nýju frumvarpi
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Valgerður
Sverrisdóttir
Starfskjör skulu lögð
fyrir hluthafafund
Starfslokasamningar | 4
Tallmansville. AP, AFP. | Mikil sorg og
reiði ríktu í gær í kolanámabænum
Tallmansville í Vestur-Virginíu í
Bandaríkjunum en í heilar þrjár
klukkustundir höfðu bæjarbúar
staðið í þeirri trú, að tekist hefði að
bjarga 12 af 13 mönnum, sem lok-
uðust inni í námu eftir sprengingu.
Eftir að fólk hafði fagnað gleði-
fréttinni kom í ljós, að sannleikurinn
var þveröfugur við það, sem spurst
hafði út. Aðeins einn af mönnunum
13 fannst á lífi, hinir voru látnir.
Ekki er alveg ljóst hvernig á mis-
skilningnum stóð en talsmaður
námafyrirtækisins telur, að einhver
eða einhverjir hafi hlerað fjarskipti
milli björgunarmiðstöðvarinnar og
björgunarmanna niðri í námunni og
misskilið það, sem þeim fór á milli.
Sorg og reiði í
kolanámabæ
Gleði breyttist/16
LANDSVIRKJUN áformar að bora 9–10 til-
raunaholur eftir jarðgufu næstu þrjú árin á
háhitasvæðum á Norðausturlandi, þ.e. í Bjarn-
arflagi, við Kröflu, í Gjástykki og á Þeista-
reykjum. Allt eru þetta álitleg svæði, að mati
Landsvirkjunar. Þrjár holur verða boraðar
strax næsta sumar.
Orkuveita Reykjavíkur hefur staðið fyrir
umfangsmikilli jarðhitaleit á Hellisheiði og
bygging virkjunar þar er á lokastigi. Orkuveit-
an hefur áform um virkjanir á Hellisheiði fram
til ársins 2020. Þá er Hitaveita Suðurnesja að
byggja gufuaflsvirkjun á Reykjanesi og er að
bora þar eina holu til viðbótar þeim sem fyrir
eru. Að sögn talsmanna fyrirtækjanna þriggja
er næg eftirspurn eftir rafmagni til stóriðju.
Huga þarf að rannsóknarborunum með góð-
um fyrirvara því ferlið tekur langan tíma. Þá
er um kostnaðarsamt verk að ræða, því hver
rannsóknarhola kostar á bilinu 200–250 millj-
ónir króna. | 6
Morgunblaðið/RAX
Unnið er af miklum krafti við borun eftir jarðgufu á Hellisheiði fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Bor Jarðborana, Sleipnir, er notaður við verkið.
Áforma boranir á Norðausturlandi