Morgunblaðið - 05.01.2006, Síða 52

Morgunblaðið - 05.01.2006, Síða 52
52 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ OPNUÐ verður á laug- ardag kl. 15 sýning á verkum færeyska list- málarans Kári Svensson í Hafnarborg, menning- ar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Sýningin ber yfirskriftina Flaches eða svipmyndir. Þetta er fyrsta einkasýning listamannsins hér á landi. Kári Svensson fæddist í Færeyjum árið 1951. Hann hóf sinn listaferil snemma en hann hélt sína fyrstu málverka- sýningu aðeins 16 ára gamall. Síðan þá hefur hann unnið að list sinni og hefur haldið fjöl- margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga, heima í Færeyjum, á öllum Norðurlönd- unum, í New York, Eystrasalts- löndunum, Hollandi og Singapúr. Kári hefur þrisvar verið með í samsýningum með öðrum fær- eyskum listamönnum hér á landi, fyrst á Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum árið 1998, síðan í Listasafninu á Akureyri 1999 og í Hafnarborg árið 2001 og 2003. Kári Svensson býr í Þórshöfn á Færeyjum og hefur reist sér vinnustofu í Vebestad rétt utan við bæinn. Listamaðurinn lýsir sjálfur verkum sínum á þann veg að þau séu undir sterkum áhrifum frá færeysku landslagi án þess að vera beinlínis landslagsmálverk heldur e.t.v. miklu fremur abstrakt ex- pressjónískar, einhvers konar svip- myndir af hans eigin upplifun af landinu, sem hann segir vera ótæmandi uppsprettu fyrir mynd- efni. Málverk hans endurspegla árstíðirnar og síbreytilegt veð- urfar á eyjunum, þar sem hver dagur getur borið með sér sólskin, storm þoku eða rigningu, eða jafn- vel þetta allt í senn. Sýningin stendur til 30. janúar og er opin frá kl. 11–17 alla daga nema þriðjudaga. Svipmyndir Kára Svensson LEIÐIN frá skáldinu til lesand- ans kann að vera bæði krókótt og villugjörn. Margt getur misfarist á þeirri leið, ekki síst undirtónninn, tilfinningin að baki orðanna. Hvergi er sjálfgefið að hugblær sá, sem skáldið lagði í verkið, skili sér. Þar af leiðandi geta áhrif þau, sem skáldverk hefur á lesandann, orðið önnur en skáldið ætlast til, jafnvel svo að lesandinn hlæi og gráti á kolröngum stöðum. Vera má að þvílík afglöp hafi hent skrif- ara þessarar umsagnar við lestur síðustu bókar Tryggva V. Líndal, þeirrar sem hér um ræðir. Því Tryggvi dettur stundum niður á sérstæðan húmor sem þarf þó ekki að vera viljandi til kominn. Og ekki einu sinni meðvitaður. Að vekja kátínu án þess að ætla sér það – ef til vill er það lykillinn að hinni ósviknu gamansemi. Orða- sambönd og samlíkingarnar munu til orðnar með sama hætti. Því Tryggvi fetar ýmsar krókaleið að efninu. Nýsúrrealisminn hefur hvergi látið hann ósnortinn. Tryggvi er opinskár – eða sýnist að minnsta kosti vera það, og grípur þá gjarnan til orða og orða- sambanda af því taginu sem les- andinn allra síst væntir. Orðaval hans getur þannig stefnt, klippt og skorið, skáhallt á venjuna eða jafnvel í svig við hana. Hugsan- lega má leita orsakanna í tungu- málakunnáttu og þýðingastarfi skáldsins og þar með ósjálfráðum áhrifum frá framandi hugtökum. Yrkisefnin í ljóðasafni þessu eru líka framandleg, grísk goðafræði meðal annars. Í ljósi þess sem áð- ur er sagt þarf úrvinnslan þó ekki að vera að hætti klassískra, getur allt eins ummyndast í íslenskan al- þýðleika með öllu því hispursleysi sem honum fylgir. Í ljóðinu Ferðir Ódysseifs getur t.d. að líta þetta erindi: Árin liðu fimm í hennar faðmi. Ódauðlega æsku bauð hún manni. Kannski var það hún og kannski Kirka sem átti hann með alla þessa krakka! Huggunarþula heitir ljóð, ort til móður Federico Garcia Lorca. En hann féll í borgarastyrjöldinni, la guerra civil, sem kunnugt er. Síð- an er í minnum haft hversu mjög hans var saknað af bókmennta- fólki um gervalla heimsbyggðina. Tryggvi lætur sem gamla konan sætti sig ekki við dauða sonarins – slíkt og þvílíkt er hvergi fátítt – en huggi sig við að hann hafi horf- ið úr landi og sé einhvers staðar á lífi; heldur því á fund spákvenna sem bregða kristalskúlu fyrir sjónir og telja sig sjá þetta: Spákonur er spyr um þetta allar mæna í sinn kristal: sjá þá það sem allir sjá; vörubíl með manni á. Þegar allt um þrýtur tekur gamla konan að hlusta á það sem Franco hefur um málið að segja. Hann var þó almennt talinn bera ábyrgð á aldurtila skáldsins. Og hreint enginn spámaður eða sann- leikspostuli í augum bókmennta- fólks: ,,Maður drepur ekki skáld; gatast æran þá sem sáld“. Þetta hefir Frankó sagt. Á það hengjum okkar hatt. Þessari bók Tryggva lýkur svo með sögunni Nýi kennarinn. Hún er í stórum dráttum saman skrif- uð of et sama far þótt efnið sé nærtækara. Hvort Tryggvi er ósvikinn naívisti í skáldskapnum, menntamaður sem gerir sér upp frumstæða tjáningarhætti, nýj- ungamaður sem framtíðin á eftir að meta, ellegar þá róttækur end- urreisnarmaður klassískrar menn- ingar? Það skal ósagt látið. Und- irritaður á því miður ekki svar við slíkum spurningum. Klippt og skorið BÆKUR Ljóð eftir Tryggva V. Líndal. 59 bls. Valtýr. Reykjavík, 2005. Söguljóð og saga Erlendur Jónsson Stóra svið SALKA VALKA Su 8/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 SÝNINGUM FER FÆKKANDI WOYZECK Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 14 Su 22/1 kl. 14 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 19/1 kl. 20 Gul kort Fö 20/1 kl. 20 Rauð kort Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort Lau 28/1 kl. 20 Blá kort Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Su 8/1 kl. 20 Lau 14/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í FEBRÚAR! BELGÍSKA KONGÓ Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU EFTIR GARY OWEN. Í SAMSTARFI VIÐ STEYPIBAÐSFÉLAGIÐ STÚT Fi 12/1 kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Naglinn e. Jón Gnarr í samstarfi við 540 Gólf leikhús Fö 20/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 21 /1 kl. 20 Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup - heldur áfram! Lau. 7. jan. kl. 19 Örfá sæti laus Fös. 13. jan. kl. 20 Uppselt Lau. 14. jan. kl. 19 Nokkur sæti laus Fös. 20. jan. kl. 20 Laus sæti Lau. 21. jan. kl. 19 Laus sæti Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. Allir norður! Miðasalan opin virka daga kl. 13-17 og frá kl. 15 á laugardögum. ÖSKUBUSKA - La Cenerentola - eftir ROSSINI Frumsýning sun. 5. feb. kl. 20 2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20 ÖÐRUVÍSI VÍNARTÓNLEIKAR á nýju ári - sunnudagskvöldið 8. janúar kl. 20 Kammersveitin Ísafold flytur Vínartónlist í útsetningum eftir Arnold Schönberg og Anton von Webern. Stjórnandi: Daníel Bjarnason, einsöngvari: Ágúst Ólafsson baritón Tryggðu þér miða á óvenjulega og skemmtilega tónleika! www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga-föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Vínartónleikar F í t o n / S Í A F I 0 1 5 0 2 8 græn tónleikaröð í háskólabíói aukatónleikar í háskólabíói Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 6. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 7. JANÚAR KL. 17.00 – UPPSELT Hljómsveitarstjóri ::: Peter Guth Einsöngvari ::: Anton Scharinger Helstu perlur höfuðtónskálda Vínar með Strauss- feðga í broddi fylkingar, hinn frábæri einsöngvari Anton Scharinger og einn mesti sérfræðingur í Vínartónlist, hljómsveitarstjórinn Peter Guth. Tryggðu þér miða núna á www.sinfonia.is á hina bráðskemmtilegu og sívinsælu Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar. Frábær byrjun á nýju ári Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. SÝNT Í IÐNÓ KL. 20 MIÐASALA: WWW.MIDI.IS OG Í IÐNÓ S. 562 9700 UPPSELT laus sæti laus sæti örfá sæti laus örfá sæti laus laus sæti fimmtudagur föstudagur laugardagur föstudagur laugardagur sunnudagur 05.01 13.01 14.01 20.01 21.01 22.01 Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.