Morgunblaðið - 05.01.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 39
MINNINGAR
pólitískum viðfangsefnum á Mar-
bakka.
Hulda var einstaklega áræðin
kona sem lét ekki hlutina vefjast
fyrir sér ef hún hafði sannfæringu
fyrir þeim en hún var jafnframt ein-
staklega heilsteypt manneskja með
ríka réttlætis- og jafnréttiskennd.
Þegar við kynntumst fyrir aldar-
fjórðungi bjuggu þau Smári fyrri
maður hennar með börnunum sín-
um þremur Gunnari, Elínu og
Hrafnhildi í einbýlishúsinu sem þau
byggðu sér inni í Hólmum auk þess
sem Hulda veitti forstöðu Bruna-
bótafélagi Íslands í Kópavogi. Í að-
draganda bæjarstjórnarkosning-
anna árið 1986 léði hún máls á að
koma í framboð fyrir Alþýðuflokk-
inn og var okkur mikill fengur að fá
hana í þriðja sæti listans. Við unn-
um mann í þessum kosningum og
Hulda reyndist sterkur liðsmaður í
baráttusveit jafnaðarmanna í Kópa-
vogi á árunum sem í hönd fóru.
Hulda hafði unnið að ýmsum verk-
efnum í Kópavogi meðal annars rek-
ið skólagarða Kópavogs á tímabili
og þekkti sérlega vel til í bænum.
Nú tók hún við formennsku í félags-
málaráði Kópavogs en á þessum ár-
um heyrðu öll félagsleg verkefni,
raunar öll málefni fjölskyldunnar,
undir ráðið. Mér var það einkar
kært að hún tók þar við verkefnum
sem ég sjálf hafði unnið með árin á
undan á vettvangi bæjarstjórnar-
innar og fannst þau í góðum hönd-
um hjá Huldu. Ári seinna varð hún
jafnframt fyrsti varaforseti bæjar-
stjórnar Kópavogs. Á þessum tíma
tengdumst við Hulda sterkum vin-
áttuböndum, höfðum lík viðhorf
þegar kom að lausn pólitískra við-
fangsefna og sömu framtíðarsýn þó
við værum ólíkar. Ég hef alla tíð
síðan dáðst að Huldu og var sann-
færð um að hún gæti allt sem hún
ætlaði sér, svo mikinn dug hafði hún
til að bera.
Dvöl Smára hjá Interpol í Frakk-
landi kom í veg fyrir að Hulda ílent-
ist fleiri kjörtímabil í pólitíkinni.
Þau fluttu saman til Lyon með
börnin en Hulda notaði tækifærið
og settist á skólabekk yfir í Sviss
þar sem hún nam hótel- og veit-
ingarekstur „til að læra að reka
veitingahús“ eins og hún sagði oft
seinna þegar sú var orðin raunin
hér heima í Kópavogi.
Ég nefndi femínistann Huldu og
þegar Guðrún Agnarsdóttir leitaði
til hennar og bað hana að verða
kosningastjóri forsetaframboðs síns
árið 1996 stóð ekki á Huldu að gefa
alla krafta sína í baráttu fyrir kjöri
hæfileikaríkrar konu. Það er svo ári
seinna sem hún ákveður að afsanna
að ekki sé unnt að reka góðan veit-
ingastað í Kópavogi og innréttar og
opnar veitingastaðinn Rive Gauche
á bakkanum við gjána í Kópavogi.
Þessi skemmtilegi staður vann sér
sess í Kópavogi á árunum sem í
hönd fóru. Það var Huldu eflaust
erfiðara en sýndist að láta þann stað
í annars hendur. Hún hafði lagt
sjálfa sig í þetta verkefni og lagt
mikið undir. Eins og fyrrum í
Brunabótafélaginu var hún vinsæl á
vinnustað og skemmtilegt andrúms-
loft ríkti á veitingastaðnum hennar.
Þau Smári höfðu fest kaup á
æskuheimilinu Marbakka fljótlega
eftir að þau komu frá Frakklandi.
Síðustu ár móður sinnar hafði
Hulda hana hjá sér á Marbakka.
Umhyggjan fyrir aldraðri móður
var rík á sama hátt og henni var af-
skaplega annt um velferð barnanna
sinna sem höfðu verið að hleypa
heimdraganum hvert af öðru. Mér
fannst einstaklega smekklegt
hvernig breytingar Hulda gerði á
æskuheimilinu til að aðlaga gamalt
húsnæði breyttum kröfum. Henni
þótti afar vænt um Marbakka en
forlögin ætluðu henni ekki að eyða
ævikvöldi þar.
Hún átti stutta sambúð með
seinni manni sínum Pétri Þórssyni
en hann veiktist alvarlega og lést
heima á Marbakka fyrir rúmu ári.
Hulda bar sig vel og tók mótlæti
með æðruleysi sem var ríkur þátt-
ur í hennar skaphöfn. Þeir sem
þekktu hana skynjuðu sterkt að
hún var harmi slegin eftir fráfall
Péturs þó hún léti ekki deigan síga
heldur hélt áfram háskólanámi sem
hún stundaði meðfram starfi sínu
hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Hulda var sterk, áræðin og tókst
af krafti á við ögranir. Hún synti
daglega, var manneskja útivistar og
gönguferða meðvituð um gildi þess
að hreyfa sig. Síðustu mánuðina átti
hún mótorhjól en hjólalífinu kynnt-
ist hún með Pétri. Hún tókst á við
þá ögrun líka að hjóla ein eftir að
hann var farinn.
Í síðustu Alþingiskosningum vann
Hulda fyrir framboðið okkar í Suð-
vesturkjördæmi og við nutum
reynslu hennar sem stjórnmála-
manns og kosningastjóra. Þetta var
skemmtilegur tími og ég minnist
þeirra samskipta nú með mikilli
gleði.
Síðasta árið valdi hún að búa utan
Kópavogs til að vera nálægt Elínu
dóttur sinni en hin börnin tvö búa
erlendis. Hulda naut mjög barna-
barnanna sinna sem hefur fjölgað
ört. Hún var stolt yfir nýju börn-
unum og hlakkaði mikið til samvista
við þau sem búa erlendis.
Það er erfitt og svo ótímabært að
kveðja. Við Hulda unnum hlið við
hlið í pólitíkinni, áttum góðar sam-
verustundir og ég naut trúnaðar
hennar. Ég mat það mikils.
Ég bið guð að styðja börnin henn-
ar í sárri sorg um leið og ég þakka
Huldu samfylgdina.
Rannveig Guðmundsdóttir.
Kær frænka, Hulda Finnboga-
dóttir, kvaddi þetta jarðlíf í blóma
lífsins, nú um hátíðarnar. Töluverð-
ur samgangur hafði alltaf verið milli
fjölskyldna okkar meðan þeir bræð-
ur, Hannibal og Finnbogi Rútur,
voru enn á lífi; skipst á um að koma
saman á stórhátíðum. Tíu ára gam-
all, sumarið 1946, kom ég í fyrsta
sinn til höfuðborgarinnar í fylgd
með foreldrum mínum og var þá
komið fyrir í nokkra daga á Mar-
bakka, þar sem ég gekk til leikja og
starfa með frændsystkinum mínum.
Þarna var búskapur með svolítið
öðru sniði en ég átti að venjast vest-
ur við Djúp, svín, hænsni, nokkrar
kýr í fjósi, og Gráni gamli, sem
knúði hey- og jarðvinnuvélarnar.
Hann mátti líka nota til að sækja
kýrnar í beitarlandið Reykjavíkur-
megin við Kópavogslækinn. Og svo
var farið í berjamó á þeim slóðum
sem nú er Kópavogskirkja. En
þetta var nú tveimur árum áður en
Hulda fæddist.
Á síðari hluta sjötta áratugarins
mátti ég hins vegar heita heima-
gangur á Marbakka, enda mjög
kært með okkur frændum, mér og
Rúti. Þá bað hann mig einhverju
sinni að veita Huldu tilsögn í ís-
lensku fyrir eitthvert próf sem hún
átti að þreyta í skólanum. Þetta
samstarf okkar lukkaðist vel og
milli okkar var ævinlega síðan ein-
hver hlýr strengur, sem endurnýj-
aðist hvert sinn sem leiðir okkar
lágu saman, sem var þó ekki ýkja
oft. Það er því með miklum trega
sem ég kveð þessa frænku mína og
um leið vil ég flytja börnum hennar,
eftirlifandi systkinum og ættingjum
öllum, innilegar samúðarkveðjur
okkar systkinanna, Arnórs, Elínar,
Guðríðar og Jóns Baldvins.
Ólafur Hannibalsson.
„Þar sem jökulinn ber við loft
hættir landið að vera jarðneskt,
en jörðin fær hlutdeild í himn-
inum, þar búa ekki framar neinar
sorgir og þessvegna er gleðin
ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin
ein, ofar hverri kröfu.“
(Heimsljós, HKL.)
Líf okkar er hluti æðra samheng-
is þar sem hið jarðneska mætir hinu
æðra, en í dag stöndum við frammi
fyrir skyndilegu fráfalli vinkonu
okkar Huldu Finnbogadóttur. Við
minnumst gamals vinnufélaga og
tryggrar vinkonu sem við eigum
margar ljúfar og góðar minningar
tengdar. Þegar við köllum fram
myndir liðinna stunda þá koma upp
í hugann myndbrot af kærum
stundum tengdum hversdagsleikan-
um, leikhúsferðum, sérstökum tylli-
dögum, heimsókn til Lyon og sam-
verustunda í Portúgal. Ekki síst
minnumst við þó notalegu og
skemmtilegu stundanna hjá Stellu
„þegar súrt var orðið í tunnunni“ en
þess höfum við notið saman í tæp-
lega þrjátíu ár eða frá því „Bruna-
bótar-hópurinn“ kom fyrst saman í
þorramat hjá Stellu og Skúla á
Snælandi.
Í sumar áttum við mjög skemmti-
legar samverustundir með Huldu
úti í Portúgal þar sem mikið var
spjallað og veitingastaðir heimsóttir
milli þess að legið var í sólbaði. Í
Portúgal gaf Hulda okkur svolítið
sérstaka gjöf – hún gaf okkur nokk-
uð snjáða bók eftir Paulo Coelho
sem hún átti og var henni hjartfólg-
in enda hafði hún haft hana við
höndina í meira en ár. Í þessari bók
er ákveðinn texti sem hún hafði sér-
stakt dálæti á:
Mál er að fæðast, mál að deyja
mál er að sá, mál að uppskera
mál er að deyða, mál að lækna
mál er að rústa, mál að byggja
mál er að gráta, mál að hlæja
mál er að syrgja, mál að dansa
mál er að grýta, safna grjóti
mál er að faðma, mál að kveðja
mál er að finna, mál að týna
mál er að geyma, mál að sóa
mál er að rífa, mál að rimpa
mál er að þegja, mál að tala
mál er að elska, mál að hata
mál er að berjast, mál að sættast.
Nú kveðjum við kæra vinkonu
með þökk fyrir samveruna í þessu
lífi.
Guð blessi minningu Huldu og
gefi Gunna, Ellu, Hröbbu og öðrum
syrgjendum styrk í þeirra miklu
sorg.
„– þar ríkir fegurðin ein,
ofar hverri kröfu.“
Lárus og Ruth.
Gamall vinur og starfsfélagi hefur
kvatt okkur skyndilega. Reyndar
gerði Hulda alla hluti með hraði,
fljótráð – fylgin sér, en afar raun-
góð. Annar okkar kom til starfa í
Kópavogi haustið 1971. Þá þegar
kynntist hann Huldu. Hún var til
margra ára forstöðumaður skóla-
garðanna, við þann þátt var lögð
mikil alúð og gríðarleg þátttaka
barna markmið. Þarna var Hulda
kjörin leiðtogi og blómstraði. For-
eldrar hennar voru ræktunarfólk og
sýndu það í verki á býli sínu á Mar-
bakka. Þar var Hulda fædd. Þar var
hennar heimur. Hún sleit marga
strengi er hún kvaddi þann stað í
fyrra. Árin liðu við leik og starf.
Margir muna eftir Huldu í forstöðu
fyrir Brunabótafélagið, arftaki
mömmu sinnar og nöfnu – stór-
merkrar konu. Annar okkar lagði
mikið á sig til að fá hana til starfa að
bæjarmálum. Það tókst 1986 og var
Hulda þá kosin í bæjarstjórn Kópa-
vogs fyrir Alþýðuflokkinn. Hulda
sat í bæjarstjórn til haustsins 1988,
en þá flutti hún til Frakklands með
manni sínum, sem þar hafði fengið
starf. Hulda gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum í bæjarstjórn og var
m.a. forseti bæjarstjórnar í eitt ár
og gegndi því af mikilli röggsemi.
Hún beitti sér t.d. fyrir reykinga-
banni á fundum bæjarstjórnar, sem
þá var algjör nýlunda. Þá var Hulda
formaður félagsmálaráðs, sem var
þungavigtarnefnd í öflugum félags-
málabæ. Þetta verkefni á Félags-
málastofnuninni var henni að við
höldum þungbært. Hún hafði svo
sterka réttlætiskennd sem olli því
að viðfangsefnin voru aldrei leyst að
fullu.
Hulda var hetja – útivistarunn-
andi, náttúrubarn, sótti vestur í
Djúp, þar sem hún hafði verið í sveit
ung stúlka, þegar órói var í sálinni
og stormurinn í fangið. Hún barðist
oft við hann, mikil keppnismann-
eskja, kvartaði ekki, en stormurinn
meitlaði svo að í seinni tíð var hún
ekki heilsuhraust. Við þökkum
henni samfylgd, árangursríkt sam-
starf og umfram allt vináttu í ára-
tugi. Hulda setti sterkan svip á
mannlíf í Kópavogi og báðir uxum
við af kynnum okkar við hana.
Vottum ættingjum og vinum hug-
heila samúð.
Guðmundur Oddsson,
Kristján Guðmundsson.
Líf mannanna snertast með ýms-
um hætti. Leiðir okkar Huldu lágu
saman vorið 1996. Þá var verið að
leita að manneskju sem fylgt gæti
mér á framboðsfundi, haldið utan
um skipulagningu þeirra og ferjað
mig milli funda í aðdraganda for-
setakosninga. Hulda tengdist fjöl-
skyldu góðs vinafólks sem mælti
eindregið með henni vegna dugn-
aðar hennar og skipulagsgáfu. Hún
væri traust, fylgdi skoðunum sínum
eftir og stæði óskipt og öflug við það
sem hún hefði einu sinni tekið að
sér. Hulda hugsaði sig um og ákvað
svo að taka þetta að sér. Við þekkt-
umst ekkert áður. Svo fylgdumst
við að á hverjum degi í nokkrar vik-
ur frá því snemma á morgnana og
fram á kvöld. Þetta var þeysireið
með ótal fundum bæði á höfuðborg-
arsvæðinu og víða um land. Heim-
sóknir á fjölmarga vinnustaði og
stærri fundi, samskipti við tugi þús-
unda manns. Á hverjum morgni
mætti Hulda stundvíslega, glaðleg
og vel upplögð, hafði oftast þegar
synt sprettinn sinn í Kópavogslaug-
inni eldsnemma. Hún var með
skipulag dagsins allt á hreinu og
skilaði mér þangað sem fara skyldi.
Í byrjun hvers fundar þurfti fram-
bjóðandi að kynna sig og þó að
sköpunarþörfin reyndi að fara nýjar
leiðir til að breyta til og forðast
endalausar endurtekningar var lítið
hægt að breyta þeim lífsferli sem
lýst var eða viðhorfum og gildum.
Þetta var því í raun stöðug end-
urtekning upp aftur og aftur. Alltaf
stóð Hulda brosandi og hrifin af
frammistöðunni eins og hún væri að
heyra þetta í fyrsta sinn. Þannig gat
hún veitt mér uppörvun og end-
urnýjað sig og samskipti okkar dag-
lega. Hún var einstaklega jákvæð
og styðjandi og skemmtilegur föru-
nautur. Henni gekk einnig mjög vel
að vinna með þeim hópi sem hélt ut-
an um skipulagið í stórum dráttum
og sá um öll samskipti til að spara
mér fyrirhöfn. Hún hafði velferð
mína í huga og var mjög úrræðagóð
í smáu sem stóru og hafði sterk og
góð tengsl við fjölda fólks sem var
reiðubúið að liðsinna henni. Hún var
bæði trygglynd og vinföst og bar
fjölskyldu sína mjög fyrir brjósti.
Það var greinilegt að hún var mjög
stolt af foreldrum sínum og braut-
ryðjendahlutverki fjölskyldunnar
sem frumbýlinga í Kópavogi og hún
bar sterkar taugar til bernskuheim-
ilisins að Marbakka. Yfir Huldu og
framkvæmdum hennar var glæsi-
bragur. Hún hafði kvenlega mýkt
og fríðleika að yfirbragði en var
sterk og heilsteypt manneskja sem
stóð óskipt og ótrauð við ákvarðanir
sínar, einnig þær sem voru erfiðar.
Eftir þetta sumar urðu samskipti
okkar minni en við vissum alltaf
hvor af annarri og þegar við hitt-
umst opnaðist þessi hlýi strengur
vináttu byggður á náinni samveru
og sameiginlegri upplifun sem var
svo ótrúlega viðburðarík og gefandi.
Það er mikil eftirsjá að Huldu við
ótímabært andlát hennar. Missir
barna hennar og barnabarna er þó
mestur sem ekki fá að njóta föru-
neytis ástríkrar móður og ömmu
sinnar. Ég votta þeim og öðrum ást-
vinum innilega samúð.
Blessuð sé minning Huldu Finn-
bogadóttur.
Guðrún Agnarsdóttir.
13. mars 1948 sátu tvær litlar
systur, fimm og átta ára, inni í kof-
anum sínum sem stóð fyrir neðan
hvamminn austan megin við Mar-
bakka, niðri við fjöruborðið. Það var
von á nýju barni í heiminn þennan
dag og systurnar voru að ræða það
sín á milli hvort það yrði stelpa eða
strákur. Sú yngri var hörð á því að
það yrði strákur en sú eldri sagði:
„Nei, það verður stelpa.“
Í sömu andrá kom elsta systir
þeirra aðvífandi og sagði þeim að
barnið væri fætt og að það væri
stelpa. Það var Hulda.
Hulda fæddist inn í fríðan hóp
barna. Ég tel mig geta fullyrt án
nokkurrar hlutdrægni að systkinin
á Marbakka hafi haft til að bera alla
þá góðu eiginleika sem nokkur
manneskja getur óskað sér í vega-
nesti á lífsleiðinni. Fyrir mig sem
barn var einstakt að fylgjast með
samheldni þeirra og kærleik hvers
til annars, og lífsgleðinni sem ein-
kenndi þau, þrátt fyrir að líf þeirra
hafi ekki alltaf verið dans á rósum.
Umhverfi Marbakka var á þess-
um árum draumastaður sérhvers
barns. Það voru dýr á bænum, svín
og gæsir, kettir og hundar og jafn-
vel kýr, einhvern tímann. Leikvöllur
barnanna var vogurinn og náttúra
hans, með einstöku fuglalífi, fiski í
sjónum, sel skammt undan, háa
grasinu sem við frændsystkinin lék-
um okkur mikið í nokkrum áratug-
um síðar og svo mætti lengi telja.
Það var líka ræktað grænmeti og
bakað brauð á Marbakka og rúg-
brauð með grænkáli var ekki sjald-
séður kostur á borðum.
Þegar Hulda, sem var yngst
barnanna, var að alast upp, hefur
líklega verið orðið minna um hús-
dýr. Því fyrirferðarmeira hefur hið
pólitíska andrúmsloft verið orðið en
foreldrar hennar leiddu sjálfstæð-
isbaráttu Kópavogsbæjar og
gegndu þar bæði stöðu bæjarstjóra
– móðir hennar fyrst allra kvenna á
Íslandi. Seinna varð æskuheimili
Huldu vettvangur stjórnarmyndun-
arviðræðna og annarra pólitískra
atburða.
Það var ósjaldan sem ég hvarf inn
í heim þeirra systkinanna í gegnum
frásagnir mömmu. Hversdagslegir
atburðir urðu í meðförum hennar að
ótrúlegum ævintýrum sem tóku öllu
fram sem ég mátti eiga von á í
minni eigin tilveru. Mamma á
hlaupum undan hrekkjusvíninu í
hverfinu, undan gæsunum á bæn-
um, að stela hjóli stóra bróður síns,
að hrekkja litlu systur sína – og að
verja hana með kjafti og klóm ef
einhver annar ætlaði að gera það.
Hún bar ábyrgð á því að fara með
litlu systur í klippingu niður í bæ.
Þær tóku Hafnarfjarðarstrætó nið-
ur á Lækjargötu og gengu upp í
Þingholtin til rakara sem þar var.
Stundum þurftu þær að bíða. Hulda
kveið ógurlega fyrir og grét þegar
hárið var klippt. Oft var klipptur
drengjakollur en stundum passíu-
hár. Hún var svo lítil að það var sett
fjöl yfir armana á stólnum þar sem
hún sat á meðan hárið var klippt og
tárin streymdu niður rjóðar kinn-
arnar.
Fimm og tíu ára voru systurnar
tvær sendar saman í sveit, að Kleif-
um í Skötufirði. Þar höfðu hafið bú-
skap fyrrum nágrannar foreldra
þeirra, Ingibjörg Björnsdóttir og
Bjarni Helgason. Þær fóru einar í
flugbátnum Katalínu sem lenti á
Pollinum á Ísafirði. Bjarni kom á
stóra, hvíta bátnum sínum og sótti
systurnar beint í flugbátinn og
sigldi með þær heim að Kleifum.
Þar eyddi mamma næstu þremur
sumrum en Hulda næstu fimm og
hún og Ingibjörg bundust nánum
böndum sem héldust alla tíð. Kleifar
og Skötufjörður urðu henni griða-
staður og hún leitaði þangað þegar
mikið lá við.
Þar sem minningum mömmu
sleppir, taka mínar við. Fyrsta
minning mín er frá jólum á Mar-
bakka. Þar komu systkinin saman á
aðfangadagskvöld með börnin sín
öll. Reyndar dvöldum við frænd-
systkinin langdvölum á Marbakka
hjá ömmu og afa og ég var ekki síð-
ur oft hjá Huldu frænku og fjöl-
skyldu hennar á litla Marbakka og
seinna í Vallhólma eftir að þau
fluttu þangað.
Hulda var, eins og systur hennar
allar, falleg, svo að eftir var tekið.
Hún hafði geislandi bros og glettinn
svip, en hún var líka fljót að skipta
skapi og gat verið hvöss ef því var
að skipta. Mér fannst hún holdtekja
kvenlegs þokka sem ég taldi víst að
ég gæti aldrei öðlast en ég var alltaf
pínulítið hrædd við hana líka –
þangað til ég óx úr grasi og skildi
hana betur.
Hulda kynntist því ung að lífið er
erfitt og hún skoraðist aldrei undan
þeirri staðreynd. Hún hafði mikla
hæfileika til að gleðjast og hún bar
sorgir sínar af þeim kjarki sem var
aðalsmerki hennar. Hún var ósér-
hlífin svo jaðraði við óskynsemi og
gekk í öll verk af slíkum fítonskrafti
að fáir léku það eftir. Eitt af því
sem óx í fari hennar eftir því sem
árin liðu, var umburðarlyndi. Hún
átti auðvelt með að setja sig í spor
annarra og sérstaklega átti hún
auðvelt með að skilja ást annarra,