Morgunblaðið - 05.01.2006, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.01.2006, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JANÚAR ÚTSÖLUR eru nú víðast við það að fara af stað og jafnvel hafnar og er gott hljóð í versl- unarfólki. Jólasalan var mikil og oft helst það í hendur við góða sölu á útsölum. Í Kringl- unni hófst hið formlega út- sölutímabil á mánudag. Um 110 verslanir eru í Kringlunni og flestar verða með útsölu í janúar. Nokkrar verslanir hafa þó valið aðrar tíma- setningar fyrir útsölu, en þær selja flestar annað en fatnað. Í Smáralind hófust útsölur form- lega síðastliðinn þriðjudag þó sumar verslanir hafi farið fyrr af stað og á Laugavegi eru flestir að byrja með útsölu þessa dagana.. Í Smáralind er afsláttur í verslunum á bilinu 15– 70%. Hermann Guðmundsson, mark- aðsstjóri Kringlunnar, segir að þar hafi útsölurnar yfirleitt byrjað á fimmtudögum. „Þá er opið til níu og það myndast ágætis stemning í kringum það,“ segir hann. „Núna ættu allir sem ætla að vera með út- sölu á þessum tíma að vera byrjaðir. Örfáir „þjófstörtuðu“ reyndar á milli jóla og nýárs.“ Hermann gerir ráð fyrir mikilli sölu þar sem góð jólasala hafi hald- ist í hendur við ekki síðri útsölur í kjölfarið. Hann segir fólk ekki virð- ast þreytt eftir jólaösina. „Það virð- ist vera endalaus kauporka í okkur Íslendingum og ég finn fyrir mikl- um áhuga á útsölunum,“ segir hann. Mikið af nýjum vörum Í versluninni Skór.is í Kringlunni hófst útsalan á hádegi síðastliðinn mánudag. „Það var biðröð fyrir ut- an,“ sagði Daði Agnarsson, eigandi verslunarinnar. „Við erum reyndar með öflugan netklúbb sem hafði verið látinn vita. En þetta byrjaði með miklum látum og greinilegt að það verður mikið stuð hérna. Það eru mjög margir með lokað í dag [mánudag], en miðað við það er mik- il stemning.“ Daði segir að þar sem jólasal- an hafi verið mjög góð fari mikið af nýrri vöru, sem lítið sé eftir af, á út- söluna. „Mesti afslátturinn okkar er 40% og við erum með skó á 500 krónur sem voru á 6.900 krónur. Við erum með allt upp í 90% afslátt. Þetta er hörkustemning.“ Daði segir útsöluna leggjast vel í fólk og að margir séu að kaupa skó á útsölu sem þeir hafi séð áður en ekki verið tilbúnir að kaupa á fullu verði. „Margir eru greinilega búnir að skoða úrvalið og eru að koma og tryggja sér sín númer. Það er gam- an,“ segir Daði. „Þessi útsala stend- ur lengi en við erum að fá heilmikið af vörum inn á hana sem hafa ekki verið áður. Það fer mikið af nýjum vörum á útsöluna.“ Brjálaðir á útsölum Í Blend í Kringlunni voru starfs- menn í óða önn við vörutalningu á mánudaginn og fór Ellen Heiður Hreinsdóttir samviskusamlega í gegnum stafla af gallabuxum. Þar hefst útsalan í dag eins og víða í Kringlunni. Ellen Inga Hannesdóttir versl- unarstjóri býst við góðri útsölu. „Jólasalan var fín og Íslendingar eru auðvitað brjálaðir á útsölum,“ segir hún hlæjandi. „Það verður fundur hjá okkur í vikunni þar sem við ákveðum hvað við gefum mikinn afslátt. Það verða góðar vörur á út- sölunni hjá okkur og mikið í boði.“ „Ég er að kaupa föt á íslenskum útsölum,“ sagði Katharina Mooslec- hner frá Austurríki þegar blaða- maður náði tali af henni í versluninni Retro í Smáralind í gær ásamt Rakel Guð- mundsdóttur þar sem þær gröms- uðu í fötum á tilboðsborði. Katharina er stödd hér á landi til að gifta sig. „Ég hef keypt ým- islegt hér á Ís- landi þó það sé dýrt. Jafnvel á út- sölu,“ segir hún hlæjandi. „Ég gat ekki keypt mikið fyrir brúðkaupið á útsölum því ég þurfti að undirbúa það áður en útsölurnar hófust.“ Rakel segist ekki vera búin að skoða mikið á útsölum því þetta sé fyrsta verslunin sem hún fari í. „Mig langar að kíkja á útsölurnar og reyna að finna kannski buxur og nærföt. Ég ætla því pott- þétt að reyna að notfæra mér útsölurnar.“ Ekkert gamalt drasl Í Debenhams í Smáralind hófst útsalan fyrsta dag eftir jól og hefur venjan verið sú síðan verslunin opn- aði á Íslandi. Afslátturinn er 30-50% og mun aukast eftir því sem nær dregur lokum útsölunnar í enda jan- úar. Anna Toher, fataráðgjafi hjá Debenhams, segir að útsalan hafi gengið mjög vel fram að þessu. „Það hefur verið aukning í sölu yfirhöfuð, bæði yfir árið og í desember og nú er líka aukning í sölu á útsölunni. Kaupmáttaraukning skilar sér því á útsölurnar líka,“ segir Anna. Hún segir mikið af nýjum vörum á útsölunni. „Það gerir þetta meira spennandi, þetta er ekkert gamalt drasl og allt vara sem kom í haust og nýjasta varan kom núna í byrjun desember.“ Anna segir að á útsölum fari fólk að hugsa um sjálft sig eftir að hafa verið að kaupa jólagjafir fyrir aðra. „Fólk kaupir kannski eitthvað smá- vegis fyrir sjálft sig í desember fyr- ir jólin en svo lætur það meira eftir sér á útsölu“. Morgunblaðið/Ómar Þau eru mörg handtökin við undirbúning fyrir útsölu. Morgunblaðið/Ásdís Katharina Mooslechner og Rakel Guðmundsdóttur á útsölu. Morgunblaðið/Ásdís Víðast hvar eru útsölur nú hafnar.  BÚÐIR | Útsölur eru að hefjast víða í verslunum eftir mjög mikla jólaverslun Morgunblaðið/Ómar Margir eru búnir að skoða úrval verslana og mæta snemma á útsölur til að gera góð kaup. Eftir Hrund Þórsdóttur og Sigurhönnu Kristinsdóttur Morgunblaðið/Ásdís Anna Toher, fataráðgjafi í Deben- hams, segir að á útsölum hugsi fólk um sjálft sig eftir að hafa keypt jólagjafir fyrir aðra í desember. Endalaus kauporka í Íslendingum EF við sjáum súkkulaði, borðum við það. Þetta hafa vísindamenn nú staðfest með rannsóknum, að því er fram kemur á vef Daily Tele- graph. Rannsóknin fór þannig fram að krukka full af súkkulaði var sett á skrifborð 40 kvenna en krukkurnar voru ýmist gagnsæjar eða ekki. Í ljós kom að þær sem sáu súkku- laðið í gegnum krukkurnar borðuðu að meðaltali átta mola á dag en þær sem ekki sáu súkkulaðið borð- uðu um fjóra. Einnig kom í ljós að ef krukkurnar voru nokkra metra frá skrifborðum kvennanna minnk- aði sykurþörfin um 70% miðað við þegar þær voru á skrifborðunum. Næringarfræðingurinn James Painter er einn af þeim sem stóðu að rannsókninni og að hans sögn missum við sjónar á hve mikið við borðum ef matur er alltaf við hönd- ina og sjáanlegur. Hann segir of- gnótt af mat og að matur er stöð- ugt á borðum ástæðuna fyrir offitufaraldrinum í heiminum. Sýnileikinn hefur áhrif  MATUR Morgunblaðið/Ásdís Það er erfiðara að standast freist- ingarnar ef þær eru sýnilegar. HEYRNARTÓLIN sem fylgja iPod og öðrum MP3-spilurum eru flottari en tólin sem fylgdu gömlu vasadiskóunum en þau geta hins vegar haft verri áhrif á heyrnina, að því er prófessor við Northwestern-háskólann í Bandaríkjunum telur. Á heilsuvef MSNBC er greint frá því að þar sem nýju heyrnartólin fara í raun inn í eyrað geti þau skaðað heyrnina. Munurinn á hávaðanum frá eyrnaskjólaheyrnartólunum og nýju tólunum er eins og munurinn á hljóði frá vekjaraklukku og sláttuvél. Heyrnartólin smellpassa ekki allt- af inn í eyrað og bakgrunnshávaði getur smogið meðfram. Því hafa not- endur tilhneigingu til að hækka enn meira í græjunum. Varað hefur ver- ið við þessari hættu allt frá því á níunda áratugnum. Kannanir hafa sýnt að ungt fólk hefur þó litlar áhyggjur af því að tapa heyrn. Sérfræðingar segja að notendur iPod og annarra MP3-spilara ættu ekki að hækka hljóðið umfram 60% af því sem mögulegt er og nota ekki tólin meira en hálftíma á dag. Þeir sem nota eyrnaskjólatólin mega þó hlusta yfir klukkutíma á dag.  TÆKNI | Ný tegund heyrnartóla Verri fyrir heyrnina Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.