Morgunblaðið - 05.01.2006, Page 51

Morgunblaðið - 05.01.2006, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 51 DAGBÓK Samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi, For-ma, standa nú fyrir sérstöku átaki semstendur yfir í viku og miðar að því aðvekja athygli á stöðu átröskunar- sjúklinga hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum eru hvergi í heiminum fleiri átrösk- unarsjúklingar en hér á landi ef miðað er við höfðatölu og því ástæða til að vekja fólk til um- hugsunar. Alma Dröfn Geirdal er formaður sam- takanna og segir hún að átakið hafi byrjað 3. jan- úar. „Við byrjuðum með því að hafa kynningarfund fyrir fagaðilana í landinu þar sem við kynntum það sem er á döfinni og það sem við erum búin að vera að gera,“ segir Alma og bætir því við að átak- ið miði að því að gera vandamálið sýnilegra. „Núna eru komnir 4 mánuðir frá því við vorum með málþingið okkar í Loftkastalanum og það hefur lítið sem ekkert gerst í þessum málefnum. Við vildum því vekja fólk til umhugsunar um hver staðan er og hvað þarf að gera. Svo erum við að kynna armböndin okkar sem eru seld á heimasíð- unni okkar, www.forma.go.is.“ Alma segir að samtökin fari fram á að ákveðnar úrbætur verði gerðar í málefnum átrösk- unarsjúklinga. „Við ýttum á þessar 16 til 18 milljónir sem heil- brigðiskerfið hefur verið að tala um síðastliðið ár, en þær á að setja í sérstaka göngudeild. Und- irbúningur að henni hefur hins vegar staðið yfir í fjögur ár og okkur finnst það ansi langur tími. Við viljum náttúrlega að hlutirnir fari að gerast, að það sé hlustað á okkur og að vandinn sé sýni- legri.“ Alma segir að ástandið hér á landi sé mjög al- varlegt. „Miðað við höfðatölu er þetta orðið skelfilegt. Við fórum í rannsóknarferð til Kaupmannahafnar í nóvember og þar hreinlega göptu menn þegar þeir fréttu að það væru ekki til meðferðarheimili fyrir allan þennan fjölda. Það greinast fimm ný til- felli í hverri viku hér á landi. Það eru um 11.000 einstaklingar með átröskun hér á landi og það hef- ur orðið um 50% aukning á þremur árum. Staðan er því nokkuð slæm,“ segir Alma að lokum. Átröskun | Átak hafið til að vekja athygli á málefnum átröskunarsjúklinga Fimm ný tilfelli í hverri viku  Alma Dröfn Geirdal fæddist í Reykjavík 6. september 1979. Hún vann ýmis störf tengd tísku áður en hún gerð- ist formaður samtaka átröskunarsjúklinga á Íslandi, en hún glímdi við átröskun í tvö ár. Alma á tvö börn. 1. e4 c5 2. Rc3 Rc6 3. Rf3 e5 4. Bc4 Be7 5. d3 Rf6 6. Bg5 d6 7. Bxf6 Bxf6 8. Rd5 0–0 9. c3 Bg5 10. a3 Kh8 11. b4 Bh6 12. 0–0 f5 13. exf5 Bxf5 14. Rd2 Dh4 15. De2 Bxd2 16. Dxd2 Had8 17. b5 Ra5 18. Re3 Rxc4 19. dxc4 Be6 20. De2 Hf6 21. f3 Dh5 22. Hf2 Hh6 23. h3 Dg5 24. Kh1 Dg3 25. Rg4 Hh4 26. Haf1 h5 27. Re3 Hf8 28. Dd2 Staðan kom upp í heimsbikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Khanty-Mansiysk í Rússlandi. Franski stórmeistarinn Joel Lautier (2.679) hafði svart gegn bandaríska stórmeist- aranum Alexander Ivanov (2.589). 28. … Bxh3! 29. gxh3 Hxf3! 30. Hh2 svartur hefði mátað eftir 30. Hxf3 Hxh3+. 30. … Hxe3 31. Dxd6 Hf4 og hvítur lagði niður vopnin enda staða hans ófögur á að líta. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Hálitasnobb. Norður ♠D ♥K954 A/AV ♦KG73 ♣ÁDG9 Vestur Austur ♠G9764 ♠832 ♥6 ♥DG83 ♦42 ♦65 ♣K8752 ♣10643 Suður ♠ÁK105 ♥Á1072 ♦ÁD1098 ♣-- Spilarar hafa tilhneigingu til að snobba fyrir hálitunum þegar tromplit- ur er valinn. Sem er skiljanlegt, því að- eins tíu slagi þarf til að vinna geim í há- lit, en ellefu í láglit. En þegar slemmur eiga í hlut borgar sig iðulega að velja besta litinn sem tromp, hvort sem hann er af háum eða lágum stigum. Og jafn- vel þótt keppnisformið sé tvímenningur. Spilið að ofan kom upp í minning- armóti BR um Hörð Þórðarson. Sjö tígl- ar standa nánast á borðinu, en margir lentu í sex hjörtum og fóru jafnvel niður eftir óheppilega trompíferð. Sigurveg- arar mótsins, Kristján Már Gunnarsson og Helgi Grétar Helgason, fundu báða liti í sögnum og völdu þann óæðri. Vestur Norður Austur Suður Helgi Kristján -- -- Pass 1 lauf Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 7 tíglar Pass Pass Pass Kerfið er Precision. Laufopnun Krist- jáns er sterk og svar Helga á tveimur gröndum sýnir skiptinguna 4441 með óupplýstu einspili. Kristján spyr með þremur laufum og Helgi sýnir stuttan spaða. Þrír spaðar er spurning um há- völd (kontról) og svarið á fjórum tíglum lofar fjórum (ás=2, kóngur=1). Frá bæjardyrum Kristjáns gat vantað ann- an rauða kónginn, en hann sá ekki ástæðu til svartsýni og skellti sér í sjö tígla. „Í versta falli svíning.“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is SÝNING nemenda Myndlistaskól- ans í Reykjavík verður opnuð í Þjóðminjasafni Íslands í dag kl. 17. Sýningin er fyrsta sýningin á nýju sýningarsvæði í safninu sem gengur undir nafninu Torgið. Í framhaldi af opnun sýning- arinnar, eða kl. 17.30, mun Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, mannfræð- ingur í Reykjavíkurakademíunni, flytja fyrirlestur sem hún nefnir: Um Söfn og safnara. Í Myndlistaskólanum hefur myndast sú hefð að leggja út frá ákveðnu þema á hverri önn. Með því móti myndast áhugavert samtal milli allra deilda skólans þar sem um 400 nemendur eru við nám hverja önn. Nemendur eru á öllum aldri, frá þriggja ára upp í áttrætt, ýmist í fullu námi eða sækja einstök námskeið. Að þessu sinni var Ólafur Eng- ilbertsson fenginn til að fjalla um hugmyndir sem lágu að baki sýn- ingum er hann hafði staðið fyrir ár- in 2004 og 2005 í Gerðubergi undir heitinu; Stefnumót við safnara I og II. Kennarar skólans gripu hugleið- ingar hans á lofti og spunnu áfram með nemendum sínum. Í Reykja- víkurakademíunni er nú annar hluti þessarar sömu sýningar þar sem fullorðnir nemendur skólans sýna verk unnin út frá sömu hugmynd. Þrettán nemendahópar á aldr- inum 6–12 ára taka þátt í sýning- unni. Nemendur og kennarar nálg- uðust hugmyndina um söfn og safnara á marga vegu. Sum lista- verkanna „kviknuðu“ eftir heim- sókn á Þjóðminjasafnið, önnur út frá gjöfulu efnissafni Myndlista- skólans þar sem sumar gersem- arnar eru næstum jafn gamlar skól- anum sem var stofnaður árið 1947. Aðrir hópar söfnuðu markvisst mynstrum, þjóðsagnapersónum eða ævintýrum og bjuggu til sameig- inlegt myndasafn út frá því. Svo urðu líka til nokkrir felustaðir fyrir leynisöfn. Myndlistarnemar sýna í Þjóðminjasafninu STOFNUN Dante Alighieri á Ís- landi stendur fyrir ítalskri tónlist- arveislu í Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar–Hásölum við Strandgötu á sunnudaginn kl. 19. Hanna Frið- riksdóttir sópr- ansöngkona, sem búsett er á Ítal- íu, mun syngja ítölsk sönglög og aríur í upphafi kvölds við með- leik Ástríðar Öldu Sigurðar- dóttur. Þeir tón- listarmenn aðrir sem koma fram eru Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Pamela De Sensi þverflautuleik- ari, auk þess sem skáldið Jónas Þorbjarnarson les nokkur Ítalíuljóð og grípur í gítarinn undir borðhald- inu. Boðið verður upp á hlaðborð með ítölskum mat. Hanna – sem er mik- ill sælkeri eins og margir vita og hefur skrifað um mat og matarleg málefni í Morgunblaðið, Gestgjaf- ann, www.matarlist.is o.fl. – hafði umsjón með vali á uppskriftum. Hún mun einnig fræða gesti ögn um ítalskar jólamatarhefðir. Eð- alkokkurinn Haukur Geir Gröndal mun sjá um sjálfa matreiðsluna. Tekið er við borðapöntunum til laugardags í síma 695-3023 (Bjarg- ey) eða netfangið heidrun@verslo.is (Heiðrún). Almennt miðaverð er 2.500 kr. og maturinn þá innifalinn. Stofnun Dante Alighieri á Íslandi hefur starfað í áratug að kynningu ítalskrar menningar á Íslandi. Höfuðstöðvar samtakanna eru í Róm, en Dante-félög eru starfrækt um víða veröld. Forseti Íslands- deildarinnar er Thor Vilhjálmsson, rithöfundur. www.dantealighieri.is Hanna Friðriksdóttir Ítalskt músíkhlað- borð á vegum Dante-félagsins Hlutavelta | Þær Kristín Erla og Gabríela héldu tombólu og söfnuðu þær 1.500 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Morgunblaðið/Þorkell SKOSKI rithöfundurinn Ali Smith hlaut í vikunni Whitbread- bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsögu sína The Accidental. Smith er einkum þekkt sem smá- sagnarithöfundur og er The Accidental hennar fyrsta skáld- saga í fullri lengd. Sagan segir í stuttu máli frá dularfullri, ungri konu sem veldur mikilli röskun á viðburðalitlu sumarfríi fjölskyldu nokkurrar í enskum bæ. Meðal tilnefndra voru heimsþekktir rit- höfundar á borð við Nick Hornby og Salman Rushdie. Í umfjöllun dómsins segir að skáldsaga Smith sé „dýrðlegur skáldskapur sem hlægi bæði og hryggi,“ og að dómnefndin hafi ekki getað slitið sig frá lestr- inum. Smith, sem er 43 ára göm- ul, segir það hafa komið sér verulega á óvart að komast á lokalista tilnefndra og sér- staklega vegna þess að mikið hafi verið um góðar skáldsögur á liðnu ári. „Ég trúi þessu ekki al- veg enn þá. Ég er afskaplega heppin,“ sagði Smith, en hún hef- ur tvisvar sinnum verið tilnefnd til Booker-bókmenntaverðlaun- anna. Whitbread-verðlaunin skiptast í fimm flokka: Skáldsögu, fyrstu skáldsögu, ljóðabók, ævisögu og barnabók. Vinningshafi í hverj- um flokki hlýtur 5.000 sterlings- pund að launum en einn af vinn- ingshöfunum fimm fær hinn 24. janúar nk. verðlaun að auki fyrir Whitbread-bók ársins og er verð- launafé þar 25.000 pund. Tash Aw fékk verðlaun í flokki fyrstu skáldsögu fyrir bók sína The Harmony Silk Factory, Christopher Logue hlaut ljóða- verðlaunin fyrir bókina Cold Calls, Hilary Spurling fékk verð- laun fyrir ævisögu sína um lista- manninn Matisse sem ber titilinn Matisse the Master og Kate Thompson hlaut verðlaun fyrir barnabók sína The New Police- man. Smith hlaut Whit- bread-verðlaunin SYSTURNAR Ingileif og Ás- laug Thorlacius opna sýningu í Gallerí + á Akureyri á laug- ardaginn kl. 16. Áslaug sýnir ljósmyndir og teikningar af ís- lenskum blómum en Ingileif sýnir myndbandsverk um hund sem fæddur er á Akureyri. Þess má geta að þær systur eiga sjálfar rætur að rekja til Eyja- fjarðar og nærliggjandi sveita. Gallerí + er til húsa að Brekkugötu 35. Það er opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17 og eftir sam- komulagi. Sýningunni lýkur sunnudag- inn 29. janúar. Systur sýna í Galleríi +

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.