Morgunblaðið - 05.01.2006, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ALLT ber að sama brunni
þegar skoðaðir eru kjara-
samningar, sem gerðir
hafa verið í þeirri samn-
ingalotu sem staðið hefur
yfir allt frá því ASÍ og
Samtök atvinnulífsins
sömdu á fyrri hluta ársins
2004. Samningar sem
gerðir hafa verið síðan þá
við sveitarfélög og ríkið
virðast undanbragðalítið
fela í sér meiri og í sumum
tilvikum mun meiri launa-
kostnaðarhækkanir en
samið var um á almenna
vinnumarkaðinum.
Gengið var frá samningum til 48
mánaða á almenna vinnumarkað-
inum í mars 2004. Hafa heildar-
kostnaðaráhrif samninganna verið
metin á 15,8% yfir samningstím-
ann, þar af nam almenn hækkun
launa um 11,5%.
Verkalýðsfélag Akraness birti í
vikunni á vefsíðu félagsins saman-
burð á helstu samningum sem
gerðir hafa verið við ríki og sveit-
arfélög við það sem um samdist á
almenna markaðinum. Tölurnar
eru fengnar úr samantekt hag-
fræðings ASÍ þar sem gerð er til-
raun til að kortleggja kostnaðar-
áhrif einstakra samninga.
Mikilvægt er í þeim samanburði
að hafa þann fyrirvara í huga að
kjarasamningarnir sem um ræðir
eru til mismunandi langs tíma.
Hafa kostnaðarhækkanir samn-
inga sem gilda til skemmri tíma
verið umreiknaðir upp í 48 mán-
uði. Í öðru lagi ber að hafa þann
fyrirvara á að í samanburðinum er
ekki tekið tillit til launaskriðs eða
hækkana sem einstakir hópar á al-
menna markaðinum kunna að hafa
fengið á grundvelli markaðslauna-
samninga. Samningar á almenna
vinnumarkaðinum byggðust ann-
ars vegar á fastlaunasamningum,
þar sem greitt er eftir umsömdum
kauptöxtum og hins vegar var
samið um mögulega markaðs-
launamyndun.
Hækkanir frá 19,8% til 37,4%
yfir 48 mánaða tímabil
Niðurstaða samanburðarins á
samningum einstakra hópa er eft-
irfarandi þegar þeir hafa verið
umreiknaðir til 48 mánaða:
Samningar BSRB-félaga við
sveitarfélög eru taldir fela í sér
23,6% launakostnaðarhækkun.
Samningur KÍ vegna grunnskól-
ans 30% hækkun. Kjarasamning-
ur leikskólakennara er aðeins til
22 mánaða og var metinn á um
19,5% hækkun á samningstíman-
um en ef þeir samningar eru um-
reiknaðir til 48 mánaða er kostn-
aðaraukinn 37,4%.
Samningar ASÍ-félaga við sveit-
arfélög fólu í sér 23,9% hækkun
skv. þessum útreikningum. Samn-
ingar BSRB-félaga við ríkið 20,8%
hækkun. Samningar BHM-félaga
við ríkið 23,2% hækkun, samning-
ar FÍN við ríkið 19,8%, samningar
KÍ og ríkisins vegna framhalds-
skólans 25,8% og samningar ASÍ-
félaga við ríkið eru taldir fela í sér
24% launakostnaðarhækkun. Auk
þessa eru svo stóriðju- og virkj-
anasamningar verkalýðsfélaga við
Alcan, Norðurál, Íslenska járn-
blendifélagið og Sementsverk-
smiðjuna taldir fela í sér 20 til 25%
launakostnaðarauka.
„Þetta eru bara blákaldar stað-
reyndir,“ segir Vilhjálmur Birgis-
son, formaður Verkalýðsfélags
Akraness, í samtali við Morgun-
blaðið. „Mér finnst eðlilegt að
vekja athygli á þessu, sérstaklega
í þeirri umræðu sem hefur átt sér
stað að undanförnu um þá sem
hafa lægstu kjörin. Svona fór því
miður lágtekjufólkið út úr síðustu
kjarasamningagerð,“ segir hann.
Ekki fylgt línunni um 16%
kostnaðarhækkun á 4 árum
„Það er alveg ljóst að þeirri línu
sem lögð var í upphafi með um
16% kostnaðarhækkun á fjórum
árum, hefur ekki verið fylgt af op-
inberum aðilum, einkum og sér í
lagi ekki af sveitarfélögunum að
okkar mati,“ segir Hannes G. Sig-
urðsson, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins.
Að mati SA hafa samningar rík-
isins verið alveg á jaðri launastefn-
unnar. Segja má að í samningun-
um á almenna vinnumarkaðinum
hafi sú launastefna verið mótuð til
fjögurra ára að kostnaðarhækkan-
ir yrðu að jafnaði 4 til 5% á ári.
Eru þá meðtalin áhrif vegna
markaðslaunahækkana og 2% við-
bótarframlag í lífeyrissparnað.
„Þetta er launastefnan í land-
inu,“ segir Hannes G. Sigurðsson.
„Þeir sem eru að hækka meira en
4 til 5% á ári í kjarasamningum
eru að víkja frá launastefnunni.
Það eru t.d. tveggja ára samning-
urinn við leikskólakennara, samn-
ingurinn við grunnskólakennara
og samningur Reykjavíkurborgar
við Eflingu og Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar. Í þessum
þremur dæmum eru frávikin
greinilegust frá launastefnunni
sem mótuð var vorið 2004,“ segir
hann.
Af þessu má t.a.m. sjá að nýleg-
ur samningur Reykjavíkurborgar
við Eflingu og Starfsmannafélag
borgarinnar sem metinn er á um
30% á þremur árum, felur í sér
tvöfalda þá launastefnu sem SA
vill fylgja, eða 10% árlega hækk-
un.
Fréttaskýring | Hækkanir á launakostnaði
í kjarasamningum bornar saman
Upp úr launa-
rammanum
Hækkanir umfram 4–5% á ári í samn-
ingum eru frávik frá launastefnunni
Mismiklar hækkanir í kjarasamningum.
Spá 7,2% hækkun launa-
kostnaðar á árinu 2006
Launamyndun á vinnumark-
aði hefur orðið heldur meiri en
atvinnurekendur áttu von á en er
þó ekki umfram það sem eðlilegt
má telja miðað við þá spennu sem
er á vinnumarkaðinum, skv. upp-
lýsingum Samtaka atvinnulífs-
ins. Skv. Peningamálum Seðla-
bankans voru laun á vinnu-
markaði 6,1% hærri á þriðja
fjórðungi síðasta árs miðað við
sama tíma 2004. Spáð er 7,2%
vexti launakostnaðar í landinu á
nýju ári.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Líttu inn í HTH Smáralind og sjáðu
úrvalið af fallegum innréttingum sem
þú getur auðveldlega sett saman.
HLÝINDI hafa einkennt veðrátt-
una á höfuðborgarsvæðinu und-
anfarnar vikur þrátt fyrir að nú sé
hávetur. Byggingaverktakar í
Grafarholti nýttu sér hlýindin og
voru við steypuvinnu þegar ljós-
myndara Morgunblaðsins bar að
garði í gær. Búist er við áframhald-
andi hlýindum næstu daga.
Morgunbalðið/RAX
Við steypuvinnu að vetri