Morgunblaðið - 05.01.2006, Qupperneq 55
Sýnd kl. 6 og 10 B.i. 12 ára
FRÁ ÓSKARS-
VERÐLAUNA
LEIKSTJÓRANUM
PETER JACKSON
❅ ❅❅❅
❅
❅
❅❅
Sími 551 9000
Miðasala opnar kl. 17.15
Sýnd kl. 6 Íslenskt tal
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 14 ára
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Gleðilegt nýtt ár
20% afsláttur af miðaverði
fyrir viðskiptavini KB Banka
400 KR Í BÍÓ*
* Gildir á allar sýningar merktar með rauðu
JUST
FRIENDS
ryan reynolds amy smart
FEITASTI GRÍNSMELLUR ÁRSINS!
JUST FRIENDS
ryan reynolds amy smart
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 B.i. 14 ára
20% afsláttur af miðaverði
fyrir viðskiptavini KB Banka
eeee
HJ / MBL
eeee
Dóri DNA / DV
Sýnd kl. 4 B.i. 12 ára
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára
Sýnd kl. 10.30
Upplifðu ástina og kærleikann
„The Family Stone er bráðfyndin
en ljúfsár gamanmynd“
M.M.J. / Kvikmyndir.com
„Persónurnar eru
trúverðugar og leikurinn
fyrsta flokks” „Baltasar
finnur smjörþefinn af
Hollywood”
eeee
Dóri DNA / DV
Sýnd kl. 4 Íslenskt tal
Mikilvægasta mynd
Baltasar Kormáks”
Ólafur H. Torfason,
Kastljósið / rás 2
553 2075Bara lúxus ☎
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 55
TERRY Gilliam er einn helsti æv-
intýrasmiður samtímakvikmynda-
gerðar. Fáir leikstjórar hafa jafn
einlægan áhuga á gamaldags fa-
búlum eða eru jafn ófeimnir við að
læða gömlum ævintýraminnum inn
í nútímalegar frásagnir. Það er því
að mörgu leyti spennandi við-
burður að hann skuli takast á við
eina helstu uppsprettu ævintýra og
þjóðsagna, sjálfa Grimms-bræður,
og skyldi maður ætla að þar væri
um kjörvettvang fyrir gamla
Monty Python-meðliminn að ræða.
Það reynist að sumu leyti rétt en
gengur þó ekki jafn vel upp og
vonir stóðu til og væntingar gerðu
ráð fyrir. Matt Damon og Heath
Ledger leika hér Grimms-bræður
og eru þeir ekki einvörðungu skrá-
setjarar ólíkindalegra sögusagna
heldur fyrst og fremst svindlarar
sem hafa lifibrauð sitt af því að
hrekkja hjátrúarfullt landsbyggð-
arfólk. Þó færist fyrst harka í leik-
inn þegar þeir bræður eru neyddir
til að takast á við raunveruleg álög
og galdra sem eru langt komnir
með að leggja afskekkt þýskt þorp
í eyði. Leikararnir tveir standa sig
alveg prýðilega en líkt og með
margar myndir Gilliams er mikil
áhersla lögð á að skapa sérkenni-
legan og ábúðarmikinn söguheim,
og segja má að hann fari hér mikl-
um hamförum hvað það varðar.
Útlit myndarinnar er framúrskar-
andi og eiga leikararnir stundum
fullt í fangi með að hverfa ekki
bókstaflega inn í sviðsmyndina.
Gallar myndarinnar eru fyrst og
fremst þeir að handritið virðist
talsvert klippt og skorið, og margt
virðist vanta þar inn í (má þar
sennilega um kenna annaðhvort
styttingum eða því að fleiri en einn
höfundur hafi komið að verkinu)
en á móti kemur að gaman er að
sjá hvernig hin ólíku ævintýra-
minni eru ofin inn í frásögnina.
Þetta er mikið og skemmtilegt
sjónarspil, ekki merkasta mynd
Gilliam en ágæt þó.
Ævintýrin
gerast enn
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn, Laug-
arásbíó og Borgarbíó
Leikstjórn: Terry Gilliam. Aðalhlutverk:
Matt Damon, Heath Ledger, Jonathan
Pryce, Peter Stormare. Bandaríkin, 120
mín.
Grimms bræður (The Brothers Grimm)
Reuters
„Leikararnir tveir standa sig alveg prýðilega en líkt og með margar mynd-
ir Gilliams er mikil áhersla lögð á að skapa sérkennilegan og ábúðarmik-
inn söguheim,“ segir m.a. í dómi.
Heiða Jóhannsdóttir
Laugavegi 54,
sími 552 5201.
Útsala
Glæsilegir
síðkjólar
St. 36-44
Óskarsverðlaunahafinn MichaelCaine hefur viðurkennt að
hann hafi kastað upp þegar hann sá
sig í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu.
Leikarinn segir að hann hafi verið
svo hégómlegur á sínum yngri árum
að hann hafi orðið fyrir áfalli þegar
hann sá aulalegan mann á tjaldinu í
stað myndarlegs ungs manns.
„Ég sá mig í
fyrsta sinn á
stóra tjaldinu í
Zulu. Myndin
byrjaði og ég
kastaði upp og
hljóp út. Ég bók-
staflega ældi á
gólfið og allir
voru brjálaðir út
í mig,“ segir Caine. „Ég var ávallt
þeirrar skoðunar að ég væri þessi
myndarlegi maður með þessa frá-
bæru rödd, en svo birtist þessi
hræðilegi auli á tjaldinu og ég áttaði
mig á því að líf mitt væri búið,“ seg-
ir Caine og bætir því við að hann
hafi orðið þunglyndur eftir upplif-
unina.
Þá hefur Caine, sem er 72 ára,
einnig viðurkennt að hann noti and-
litsfarða til að líta betur út. Í viðtali
við breska tímaritið G2 segir leik-
arinn: „Það fyrsta sem ég geri ef ég
vil líta sérstaklega illa út er að
sleppa því að nota andlitsfarða.“
Í viðtalinu stærði Caine sig af því
að hann væri mjög klár, hæfi-
leikaríkur, ríkur og að hann hefði
notið mikillar velgengni um ævina.
Fólk folk@mbl.is
SENNILEGA er óhætt að segja að
gamanmyndin Bara vinir (Just Fri-
ends) standi og falli með því hvort
áhorfendum þyki aðalleikarinn,
Ryan Reynolds, skemmtilegur.
Nokkuð hefur verið reynt að koma
honum á framfæri á undanförnum
árum með æði misjöfnum árangri, en
hann vakti fyrst athygli í sjónvarps-
þáttunum Two Guys and a Girl. Hér
er í raun allt gert til að hann fái að
láta ljós sitt skína og brandari er vart
sagður án þess að Reynolds sé stadd-
ur á áberandi stað í myndramm-
anum. Hann leikur Chris sem í upp-
hafi er feitur unglingur og ástfanginn
af besta vini sínum, hinni fögru
Jamie (Amy Smart), en ást hans er
því miður ekki endurgoldin. Eftir að
hafa verið auðmýktur á skelfilegan
hátt í útskriftarteitinu flýr Chris af
hólmi en sver þess þó dýran eið,
svona í gegnum grátstafina, að sýna
hvað í honum býr. Tíu árum síðar
hefur allt breyst til hins betra. Chris
er orðinn grannur og nýtur vel-
gengni í tónlistarbransanum í Los
Angeles, auk þess sem hann nýtur
mikillar kvenhylli. Hann hefur þó
ekki komið í heimabæinn síðan
kvöldið örlagaríka en það breytist
þegar hann neyðist til að millilenda
þar ásamt ungri og upprennandi
poppstjörnu sem hann þarf að ná á
samning. Þetta er umgjörðin og hún
er ekki svo vitlaus. Framan af er líka
margt sem gengur upp í myndinni.
Chris mætir í bæinn sem svöl og end-
urbætt útgáfa af sínu gamla sjálfi en
þó er sem sjálfsöryggið sé ekki alveg
gegnumheilt, einkum þegar hann
hittir Jamie og lendir í foreldra-
húsum á nýjan leik. Áherslan hér er
hvorki á groddahúmor né kynlífs-
brandara heldur sæmilega skondið
handrit, samleik og líkamlegan gam-
anleik Reynolds. Niðurstaðan er sú
að maður skellir ósjaldan upp úr.
Hér er Anna Farris í hlutverki popp-
stjörnunnar reyndar alveg óborg-
anleg og stelur ófáum atriðum. Úr-
lausn myndarinnar kemur að
sjálfsögðu ekki á óvart og því miður
víkur húmorinn fyrir hnýtingu á
lausum endum í handritinu. En fram
að því er um ágæta skemmtun að
ræða.
Ólögulegir vinir
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó, Regnboginn og
Borgarbíó
Leikstjórn: Roger Kumble. Aðalhlutverk:
Ryan Reynolds, Amy Smart, Anna Farris
og Chris Klein. Bandaríkin, 94 mín.
Bara vinir (Just Friends)
„Áherslan hér er hvorki á groddahúmor né kynlífsbrandara heldur sæmi-
lega skondið handrit, samleik og líkamlegan gamanleik Reynolds,“ segir
m.a. í dómi.
Heiða Jóhannsdóttir