Morgunblaðið - 05.01.2006, Page 16

Morgunblaðið - 05.01.2006, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Evrópusamtökin og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands standa fyrir opnum fundi í Odda föstudaginn 6. janúar næstkomandi milli kl.12.00-13.00. „Áhrif eða áhrifaleysi Íslands á reglusetningu Evrópusambandsins“ A U G LÝ S IN G A S T O FA S K A PA R A N S E H F. Frummælandi: Daði Einarsson stjórnsýslufræðingur og sérfræðingur í lýðheilsumálum hjá ESB Allir velkomnir! Vestur-Virginíu. Björgunarmönnum gekk illa að komast að mönnunum en hluti námuganganna hafði hrunið í sprengingunni. Voru menn orðnir vonlitlir í fyrrakvöld um að nokkur myndi finnast á lífi, enda þá liðnar tæplega fjörutíu klukkustundir frá því að slysið varð. Ættingjar námumannanna höfðust við í baptista-kirkju í Sago meðan á leit stóð og biðu þar milli vonar og ótta. Um klukkan eitt aðfaranótt mið- vikudags að íslenskum tíma, um kl. 20 á þriðjudegi að staðartíma, greindu fulltrúar ICG, sem rekur kolanámuna í Sago, fólkinu frá því að lík eins manns hefði fundist nálægt þeim stað þar sem sprengingin sjálf varð. Enn væri þó von um að hinir tólf væru á lífi, námuvagn þeirra hefði nefnilega fundist óskemmdur innar í námunni. Og svo bárust fréttirnar af krafta- verkinu. Skömmu fyrir miðnætti að staðartíma breiddist sú fregn út eins og eldur um sinu að mennirnir tólf hefðu fundist á lífi. „Þeir segja okkur að tólf hafi fundist lifandi,“ sagði síðan Joe Manchin, ríkisstjóri í Vestur- Virginíu, er hann hitti fréttamenn. Hafði þá sést hvar sjúkraflutninga- bíll ók á brott frá námunni; en síðar kom í ljós að þar var verið að flytja á sjúkrahús þann eina sem lifði af. Mikil fagnaðarlæti brutust út með- MIKIL reiði og angist greip um sig meðal ættingja tólf námumanna í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum þegar þeim var sagt frá því í gær- morgun að ástvinir þeirra hefðu allir utan einn farist í námuslysinu sem varð á mánudag. Fólkinu hafði áður verið sagt að mennirnir hefðu fundist á lífi. Réðist m.a. einn aðstandend- anna í geðshræringu sinni að erind- rekum kolafyrirtækisins Internatio- nal Coal Group (ICG) sem fluttu hinar hörmulegu fréttir og reyndist nauðsynlegt að yfirbuga hann áður en hann varð einhverjum að skaða. Alls lokuðust þrettán námumenn inni í sprengingu sem varð á mánudag í kolanámu nálægt Tallmansville í al vina og vandamanna námumann- anna. Fólkið kastaði sér í fang hvað annars og grét af gleði, að því er Asso- ciated Press greinir frá. Kirkjuklukk- unum var hringt og fólk sást koma hlaupandi út úr kirkjunni, hrópandi „þeir eru á lífi!“ Engin formleg staðfesting En gleðin reyndist skammvinn. Virðist sem björgunarmenn í nám- unni hafi einfaldlega komið þeim skilaboðum á framfæri við stjórnstöð leitarinnar uppi á yfirborðinu að mennirnir tólf væru fundnir og að nú yrðu könnuð lífsmerki með þeim; mönnum hafi hins vegar misheyrst og talið að mennirnir væru lifandi. Svo reyndist ekki vera, eins og að- standendum var sagt eftir að hafa haldið í þrjár klukkustundir að menn- irnir væru á lífi. Aðeins einn var á lífi, 27 ára gamall maður, sem liggur al- varlega haldinn á spítala. Mikil ringulreið greip um sig í kirkjunni eftir að hið sanna fréttist í málinu um kl. 3 í fyrrinótt að stað- artíma, um kl. 8 að ísl. tíma. Erind- rekar ICG fengu að kenna á reiði sumra og líka fjölmiðlamenn á staðn- um. Kom fram í máli fulltrúa ICG í gær að þeir hefðu vitað innan tuttugu mínútna frá því að fyrstu fréttir bár- ust af því að mennirnir væru á lífi að þær upplýsingar væru rangar. Þeir hefðu hins vegar ekki vitað þá hversu margir væru látnir. „Fyrstu upplýsingar frá björgun- arteyminu sem bárust úr stjórnstöð leitarinnar gáfu til kynna að margir hefðu lifað af. Þær upplýsingar reyndust hins vegar misskilningur,“ sagði Ben Hatfield, forstjóri ICG. Spurður um hvernig svo alvarleg mistök hefðu getað átt sér stað sagði Hatfield að menn hefðu farið sér með mikilli gát en því miður hefðu „vondar upplýsingar“ óvart spurst út. „ICG gaf aldrei neinar yfirlýsingar um að allir tólf námumennirnir væru á lífi. Við gátum einfaldlega ekki staðfest neitt slíkt á þeim tímapunkti. En þær upplýsingar breiddust hins vegar út eins og eldur í sinu því að þær höfðu borist úr stjórnstöðinni,“ sagði hann. „Menn báðust ekki afsökunar“ „Það eru allir miður sín,“ sagði Sam Lands, mágur eins námumannanna, í gær. „Ég hélt það myndi líða yfir mig. Ég trúði þessu einfaldlega ekki. Það hafði verið logið að okkur. Við þurfum að fá einhver svör.“ Sonur eins af námumönnunum lýsti einnig reiði sinni. „Menn báðust ekki afsökunar. Sögðu ekki neitt. Þeir ruku strax á dyr,“ sagði hann um for- ráðamenn ICG sem komu til að greina ættingjum frá hinu sanna. Manchin ríkisstjóri kvaðst miður sín vegna þess misskilnings sem átti sér stað en hann hafði áður lýst björg- un mannanna sem kraftaverki. „Ég hef aldrei upplifað neitt eins hörmu- legt eins og þennan rugling. Alls ekk- ert,“ sagði hann. Talið er að námumennirnir tólf hafi lifað sjálfa sprenginguna í námunni af og þeir síðan fylgt neyðarreglum og fært sig á annan stað í námunni þar sem þeim var óhætt og útbúið sér- stakt skilrúm til að hindra að kolsýr- ingur kæmist að þeim. Eiturgufur í námunni hafi hins vegar smám saman orðið þeim að aldurtila. Aðeins einn af þrettán námumönnum í Vestur-Virginíu reyndist á lífi eftir sprengingu í kolanámu Gleði ættingjanna breyttist skjótt í hryggð og angist Reuters Anna Casto (t.v.) og Deborah Nuzum (t.h.) láta reiði sína í ljós í fyrrinótt eftir að í ljós kom að aðeins einn námumannanna hafði lifað af. AP Mörg morgunblöð á austurströnd Bandaríkjanna greindu í gærmorgun frá því að tólf námumenn hefðu fundist á lífi í Vestur-Virginíu, sbr. forsíðu The New York Post á myndinni, en þar er einnig þriðja útgáfa forsíðu Daily News þar sem hið sanna í málinu kemur fram. Fyrsta útgáfa Daily News hafði hins vegar verið á sömu nótum og The New York Post. Mörg stór- blaðanna bandarísku greindu raunar vitlaust frá, þannig sagði m.a. frá því í forsíðufrétt The New York Times að tólf hefðu fundist á lífi. Sömuleiðis sagði þannig frá í fyrstu útgáfum The Washington Post og USA Today. Stóðu í þrjár klukkustundir í þeirri trú að tólf mannanna hefðu fundist á lífi Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Jakarta. AFP. | Óttast er að allt að 200 manns hafi farist á Jövu í Indónesíu í gær þegar aurskriða hreif með sér þorp á miðri eyjunni eftir gífurlegar rigningar undan- farinna daga. Skriðan steyptist yfir þorpið Cijeruk um kl. 5 að staðartíma að- faranótt miðvikudags (um kl. 22 á þriðjudagskvöld að ísl. tíma). Cij- eruk er um 370 kílómetra austur af Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Þorpið er við rætur fjallsins Raja og þykir sýnt að gífurlegar rign- ingar hafi hleypt skriðunni af stað. Talsmaður lögreglu sagði skrið- una hafa hrifið með sér og lagst yfir um 120 hús. Björgunarmenn leituðu fórnarlambanna og í gær höfðu 12 lík fundist. Sagði tals- maður lögreglu að allt að 200 manns kynnu að hafa týnt lífi. 13 manns fundust á lífi í rústum heimila sinna en níu þeirra létust síðar á sjúkrahúsi. Enn er ekki vitað hversu margir fórust í flóðum og skriðuföllum á austurhluta Jövu í byrjun vikunn- ar. Þar hafa lík 57 manna fundist og 17 er enn saknað. Þúsundir manna í þorpum á þessum hluta eyjunnar misstu heimili sín. Skriður eru tíðar í Indónesíu þegar regntíminn stendur yfir. Umhverfissinnar segja íbúana í mun meiri hættu nú en á árum áð- ur. Stjórnlaust og að stórum hluta ólöglegt skógarhögg, bæði sökum viðarins og til að ryðja land undir kaffirækt, hafi gert að verkum að mun meira vatn falli nú beint til jarðar en áður. Þá hafi horfnir skógar veitt ákveðna vörn gegn skriðuföllum. Allt að 200 kunna að hafa farist á Jövu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.